Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki hafa viðurkennt þjóðarmorð á Armenum í Tyrklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir hafa verið sakaðir á ný um hernaðaraðgerðir gegn Armenum og stuðning við Aserbaísjan í átökum ríkjanna tveggja. Hafa Sameinuðu þjóðirnar sagt þátttöku Tyrkja óásættanlega.
Þingsályktunartillaga þess efnis að viðurkenna þjóðarmorðið hefur litla umræðu fengið á Alþingi, en Tyrkir hafa ekki viljað viðurkenna þjóðarmorðið og hafa atburðirnir með tímanum fallið í skuggann af þjóðarmorði nasista á gyðingum. Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ítrekað flutt tillöguna, en án árangurs.
„Þá var enginn skilningur á þessu máli hér og enginn virtist hafa heyrt um þetta“
„Þetta hefur verið mér hjartans mál og mér finnst mjög mikilvægt að gera þetta núna þegar það er mikill popúlismi og viðsjárverðir tímar í heiminum,“ segir hún. „Þannig að ég vil halda þessu lifandi.“
Margrét segist munu leggja málið fram …
Athugasemdir