Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vill viðurkenna þjóðarmorð á Armenum nú á viðsjárverðum tímum

Al­þjóða­sam­fé­lag­ið þrýst­ir á Tyrki að beita Armen­íu ekki hern­aði vegna deilu við Aser­baís­j­an. Mar­grét Tryggva­dótt­ir vara­þing­mað­ur tel­ur mik­il­vægt að Ís­land við­ur­kenni þjóð­armorð á Armen­um í fyrri heims­styrj­öld­inni.

Vill viðurkenna þjóðarmorð á Armenum nú á viðsjárverðum tímum
Recep Tayyip Erdogan Forseti Tyrklands er sakaður um hernaðaríhlutun gagnvart Armenum.

Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki hafa viðurkennt þjóðarmorð á Armenum í Tyrklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkir hafa verið sakaðir á ný um hernaðaraðgerðir gegn Armenum og stuðning við Aserbaísjan í átökum ríkjanna tveggja. Hafa Sameinuðu þjóðirnar sagt þátttöku Tyrkja óásættanlega.

Þingsályktunartillaga þess efnis að viðurkenna þjóðarmorðið hefur litla umræðu fengið á Alþingi, en Tyrkir hafa ekki viljað viðurkenna þjóðarmorðið og hafa atburðirnir með tímanum fallið í skuggann af þjóðarmorði nasista á gyðingum. Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ítrekað flutt tillöguna, en án árangurs.

„Þá var enginn skilningur á þessu máli hér og enginn virtist hafa heyrt um þetta“

„Þetta hefur verið mér hjartans mál og mér finnst mjög mikilvægt að gera þetta núna þegar það er mikill popúlismi og viðsjárverðir tímar í heiminum,“ segir hún. „Þannig að ég vil halda þessu lifandi.“

Margrét TryggvadóttirVaraþingmaðurinn hefur ítrekað lagt fram tillöguna.

Margrét segist munu leggja málið fram …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár