Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

159. spurningaþraut: Mesta hafdýpið, ólympíuverðlaunahafi og fyrsta skáldsaga Arnaldar

159. spurningaþraut: Mesta hafdýpið, ólympíuverðlaunahafi og fyrsta skáldsaga Arnaldar

Hér birtist gær í frá spurningaþrautina á hlekkur.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða frægri kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvar á Íslandi var hin forna Hnappadalssýsla?

2.   Hvaða frægur bandarískur rithöfundur var fyrir fáeinum dögum á ferð á Siglufirði?

3.   Hvað hét fyrsta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar?

4.   Frá hvaða landi kemur bragarhátturinn „haíka“ upphaflega?

5.   Uppi á hvaða fjalli fékk Móse boðorðin tíu frá guði?

6.   Hvað hét fyrsta íslenska konan sem gaf út ljóðabók?

7.   Í hvaða fjöllum eru ríkin Armenía og Aserbædjan?

8.   Marit Bjørgen er í 3.-4. sæti yfir þá íþróttamenn sem unnið hafa flest gullverðlaun á ólympíuleikum. Á fimm ólympíuleikum frá 2002 til 2018 vann Bjørgen til 15 verðlauna, þar af 8 gullverðlauna. Í hvaða íþróttagrein keppti hún?

9.   Hvað er mesta hafdýpi á jörðinni? Hér má muna 500 metrum til eða frá.

10.   Stytta af hverjum stendur á Austurvelli í Reykjavík?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Snæfellsnesi. „Vesturland“ dugar ekki.

2.   Dan Brown.

3.   Synir duftsins.

4.   Japan.

5.   Sínaí.

6.   Júlíana Jónsdóttir.

7.   Kákasus.

8.   Hún keppti á skíðum á vetrarólympíuleikum. Reyndar í skíðagöngu, en skíði duga alveg. Vitanlega er hún norsk.

9.   10,984 metrar -- svo rétt telst vera allt frá 10.484 metrum til 11.484. Reyndar ætla ég að bæta 16 metrum við efri töluna og úrskurða að 11.500 metrar sé líka rétt.

10.   Jóni Sigurðssyni.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr myndinni Awakenings eða Uppvakningar frá 1990, þar sem Robert de Niro og Robin Williams fóru með aðalhlutverk.

Á neðri myndinni er Joseph Robinette Biden.

***

Og hér er aftur á spurningaþrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu