Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

159. spurningaþraut: Mesta hafdýpið, ólympíuverðlaunahafi og fyrsta skáldsaga Arnaldar

159. spurningaþraut: Mesta hafdýpið, ólympíuverðlaunahafi og fyrsta skáldsaga Arnaldar

Hér birtist gær í frá spurningaþrautina á hlekkur.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða frægri kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvar á Íslandi var hin forna Hnappadalssýsla?

2.   Hvaða frægur bandarískur rithöfundur var fyrir fáeinum dögum á ferð á Siglufirði?

3.   Hvað hét fyrsta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar?

4.   Frá hvaða landi kemur bragarhátturinn „haíka“ upphaflega?

5.   Uppi á hvaða fjalli fékk Móse boðorðin tíu frá guði?

6.   Hvað hét fyrsta íslenska konan sem gaf út ljóðabók?

7.   Í hvaða fjöllum eru ríkin Armenía og Aserbædjan?

8.   Marit Bjørgen er í 3.-4. sæti yfir þá íþróttamenn sem unnið hafa flest gullverðlaun á ólympíuleikum. Á fimm ólympíuleikum frá 2002 til 2018 vann Bjørgen til 15 verðlauna, þar af 8 gullverðlauna. Í hvaða íþróttagrein keppti hún?

9.   Hvað er mesta hafdýpi á jörðinni? Hér má muna 500 metrum til eða frá.

10.   Stytta af hverjum stendur á Austurvelli í Reykjavík?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Snæfellsnesi. „Vesturland“ dugar ekki.

2.   Dan Brown.

3.   Synir duftsins.

4.   Japan.

5.   Sínaí.

6.   Júlíana Jónsdóttir.

7.   Kákasus.

8.   Hún keppti á skíðum á vetrarólympíuleikum. Reyndar í skíðagöngu, en skíði duga alveg. Vitanlega er hún norsk.

9.   10,984 metrar -- svo rétt telst vera allt frá 10.484 metrum til 11.484. Reyndar ætla ég að bæta 16 metrum við efri töluna og úrskurða að 11.500 metrar sé líka rétt.

10.   Jóni Sigurðssyni.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr myndinni Awakenings eða Uppvakningar frá 1990, þar sem Robert de Niro og Robin Williams fóru með aðalhlutverk.

Á neðri myndinni er Joseph Robinette Biden.

***

Og hér er aftur á spurningaþrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár