Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

159. spurningaþraut: Mesta hafdýpið, ólympíuverðlaunahafi og fyrsta skáldsaga Arnaldar

159. spurningaþraut: Mesta hafdýpið, ólympíuverðlaunahafi og fyrsta skáldsaga Arnaldar

Hér birtist gær í frá spurningaþrautina á hlekkur.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða frægri kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvar á Íslandi var hin forna Hnappadalssýsla?

2.   Hvaða frægur bandarískur rithöfundur var fyrir fáeinum dögum á ferð á Siglufirði?

3.   Hvað hét fyrsta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar?

4.   Frá hvaða landi kemur bragarhátturinn „haíka“ upphaflega?

5.   Uppi á hvaða fjalli fékk Móse boðorðin tíu frá guði?

6.   Hvað hét fyrsta íslenska konan sem gaf út ljóðabók?

7.   Í hvaða fjöllum eru ríkin Armenía og Aserbædjan?

8.   Marit Bjørgen er í 3.-4. sæti yfir þá íþróttamenn sem unnið hafa flest gullverðlaun á ólympíuleikum. Á fimm ólympíuleikum frá 2002 til 2018 vann Bjørgen til 15 verðlauna, þar af 8 gullverðlauna. Í hvaða íþróttagrein keppti hún?

9.   Hvað er mesta hafdýpi á jörðinni? Hér má muna 500 metrum til eða frá.

10.   Stytta af hverjum stendur á Austurvelli í Reykjavík?

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á Snæfellsnesi. „Vesturland“ dugar ekki.

2.   Dan Brown.

3.   Synir duftsins.

4.   Japan.

5.   Sínaí.

6.   Júlíana Jónsdóttir.

7.   Kákasus.

8.   Hún keppti á skíðum á vetrarólympíuleikum. Reyndar í skíðagöngu, en skíði duga alveg. Vitanlega er hún norsk.

9.   10,984 metrar -- svo rétt telst vera allt frá 10.484 metrum til 11.484. Reyndar ætla ég að bæta 16 metrum við efri töluna og úrskurða að 11.500 metrar sé líka rétt.

10.   Jóni Sigurðssyni.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr myndinni Awakenings eða Uppvakningar frá 1990, þar sem Robert de Niro og Robin Williams fóru með aðalhlutverk.

Á neðri myndinni er Joseph Robinette Biden.

***

Og hér er aftur á spurningaþrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár