Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bakarameistarinn kaupir Jóa Fel

Stefnt er á að opna tvö bakarí aft­ur sem allra fyrst. Ver­ið var að festa upp skilti Bak­ara­meist­ar­ans á fyrr­ver­andi höf­uð­stöðv­um Jóa Fel í Holta­görð­um fyrr í dag.

Bakarameistarinn kaupir Jóa Fel
Hyggjast opna sem fyrst Bakarameistarinn hefur keypt þrotabú Jóa Fel. Mynd: bakarameistarinn.is

Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt hluta af þrotabúi Jóa Fel og stefnt er að því að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. „Sem allra fyrst, vonandi bara í vikunni,“ segir Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans aðspurð um tímasetningar opnunar.

Bakarísrekstur Jóa Fel var lýstur gjaldþrota 23. september síðastliðinn þegar gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna var samþykkt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæða gjaldþrotabeiðnarinnar var að ekki höfðu verið greidd iðgjöld af launum hluta starfsfólks í yfir ár, þó dregið hefði verið af launum þeirra.

Jóhannes Felixsson, Jói Fel, gerði tilraunir til að kaupa sjálfur þrotabú fyrirtækisins, ásamt utanaðkomandi fjárfestum. Hann varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Bakarameistaranum. Gengið var frá kaupunum í gær og er um að ræða rekstur tveggja bakaría sem fyrr segir, í Spöng og Holtagörðum. Nú þegar er hafinn undirbúningur að opnun, meðal annars var verið að setja upp skilti með merki Bakarameistarans í Holtagörðum fyrr í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár