Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Paolo Macchiarini ákærður í Svíþjóð: Fyrsta fórnarlambið var búsett á Íslandi

Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur ákært ít­alska skurð­lækn­inn Paolo Macchi­ar­ini fyr­ir gróf­ar lík­ams­árás­ir. Macchi­ar­ini not­aði þrjá sjúk­linga sem til­rauna­dýr þeg­ar hann græddi í þá plast­barka á ár­un­um 2011 til 2013. Einn af sjúk­ling­un­um var bú­sett­ur á Ís­landi, And­emariam Beyene, og dróst Ís­land inn í plast­barka­mál­ið vegna þessa.

Paolo Macchiarini ákærður í Svíþjóð: Fyrsta fórnarlambið var búsett á Íslandi
Aðgerðinni hampað í háskólanum Aðgerðinni á Andemariam Beyene, sem sést hér með Paulo Macchiarini, var hampað á sérstakri ráðstefnu í Háskóla Íslands árið 2012.

Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið ákærður fyrir grófar líkamsárásir í Svíþjóð eftir að hafa framkvæmt þrjár plastbarkaígræðslur þar í landi á árunum 2011 til 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænska ákæruvaldinu sem sagt er frá í sænskum fjölmiðlum í dag.  Allir þessir þrír sjúklingar Macchiarinis dóu eftir aðgerðirnar og liðu þeir miklar þjáningar þar sem öndunarfæri þeirra virkuðu aldrei sem skyldi eftir þær. 

Plastbarkamálið er eitt stærsta hneykslismál samtímans í læknavísindum. 

„Ég byrjaði að vinna að rannsóknum á því hvort hægt væri að græða plastbarka í rottur árið 2012“

Fyrst menn, svo rottur

Aðgerðatæknin sem lá á bak við plastbarkaígræðslurnar var vísindalega óprófuð og skorti samþykki sænsku vísindasiðanefndarinnar fyrir henni þegar hún var fyrst reynd á Eritreumanninum Andemarian Beyene sem var búsettur á Íslandi þar sem hann starfaði sem jarðfræðingur. Andemariam fékk græddan í sig plastbarka í maí 2011 eftir að hafa glímt við krabbamein í hálsi og virkaði barkinn aldrei eins og hann átti.

Einungis fyrst eftir að aðgerðatæknin hafði verið prófuð á Andemariam var aðgerðatæknin prófuð á rottum á Karolinska-sjúkrahúsinu og kom þá í ljós að hún virkaði ekki, samkvæmt skurðlækninum Oscar Simonson sem starfaði á sjúkrahúsinu. „Ég byrjaði að vinna að rannsóknum á því hvort hægt væri að græða plastbarka í rottur árið 2012, mest af vinnunni fór þó fram 2013. Þá hitti ég Paolo Macchiarini í fyrsta skipti. Á þessum tímapunkti stóð ég í þeirri trú að búið væri að græða plastbarkana í grísi en það hafði heldur ekki verið gert,“ sagði Simonson í viðtali við Fréttatímann árið 2016. 

Saksóknarinn, Mikael Björk, sem tekur ákvörðunina að ákæra Macchiarini segir að aðgerðirnar hafi skort alla vísindalega stoð. „Aðgerðirnar, sem leiddu til alvarlegs líkamstjóns og þjáninga fyrir þá þrjá málsaðila sem um ræðir, voru framkvæmdar algjörlega án lagastoðar. Ég dreg þá ályktun að aðgerðirnar þrjár beri að skilgreina sem grófar líkamsárásir frekar en gáleysisbrot, það er að segja sem gróf lögbrot, og að fyrrverandi skurðlæknirinn við háskólasjúkrahúsið Karolinska eigi einn að sæta ábyrgð á þessum brotum,“ segir saksóknarinn samkvæmt sænskum fjölmiðlum. 

Aðgerðinni hampaðAndemariam Beyene sést hér á málþinginu um fyrstu plastbarkaaðgerðini í Háskóla Íslands um sumarið 2012 ásamt Paolo Macchiarini, Tómasi Guðbjartssyni, aðstoðarmanni sínum og fulltrúa bandaríska fyrirtækisins sem framleiddi plastbarkana. Aðgerðinni á Andemariam vakti heimsathygli og var hampað sem miklum árangri í læknavísindum.

Tengslin við Ísland

Vegna þess að Andemariam Beyene var sendur frá Íslandi til Svíþjóðar þar sem það var mat Tómasar Guðbjartssonar, læknis Andemariams, að ekki væri hægt að gera meira fyrir Andemariam á Landspítalanum eftir að krabbamein hans hafði tekið sig upp eftir í kjölfar aðgerðar þá var ákveðið að gera sérstaka rannsókn á málinu á Íslandi. Tómas fór svo til Svíþjóðar og tók þátt í aðgerðinni á Andemariam með Macchiarini og gerði hann það að beiðni ítalska skurðlæknisins. 

Þá var haldið sérstakt málþing um aðgerðina á Andemariam í Háskóla Íslands um sumarið 2012 og koma Macchiarini til landsins til að vera með á henni. Þá var aðgerðinni lýst sem miklum tímamótum og hrósuðu þeir aðilar sem komu að henni sér af henni jafnvel þó að á þessum tíma hefði verið ljóst að plastbarki Andemariams virkaði ekki eins og hann átti að gera. 

 Rannsóknarnefnd um aðkomu Landspítalans að platbarkamálinu var skipuð og skilaði hún af sér skýrslu árið 2017. Nefndin laut formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Skýrslan var gerð að beiðni Landspítalans. 

Ein af niðurstöðum nefndarinnar var að brotið hefði verið gegn mannréttindum Andemariam Beyene og tveimur öðrum sjúklingum með plastbarkaaðgerðunum. „Það fyrirkomulag sem unnið var eftir á Karolinska háskólasjúkrahúsinu (KS) og Karolinsku stofnuninni (KI) fól aftur á móti í sér að lífi þriggja sjúklinga var stofnað í mikla hættu á kerfisbundinn hátt. Þetta var gert á grundvelli stefnumótunar þessara stofnana um uppbyggingu miðstöðvar fyrir háþróaðar öndunarvegarannsóknir á þessu sviði og er að mati nefndarinnar ekki hægt að útiloka að með þessu hafi 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu verið brotin.“

Nú hefur Macchiarini verið ákærður fyrir þessar þrjár aðgerðir.

„Að mínu mati getur Ísland verið stolt af því að hafa staðið fyrir svona nákvæmri og ítarlegri rannsókn.“

Skýrslunni hrósað

Í viðtali við Stundina í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar hrósuðu Oscar Simonsson, sem var einn fjögurra lækna sem kom upp um Macchiarini-málið sem uppljóstrari, og kollegi hans, Karl-Henrik Grinnem,  henni og sögðu að hún væri betur unnin en sambærilegar skýrslur sem gerðar voru í Svíþjóð um málið. Þeir Simonson og Grinnemo unnu með sænska blaðamanninum Bosse Lindqvist sem kom upp um málið í sjónvarpsþáttum og síðar í bók um plastbarkamálið. „Íslendingar eru góðir í fótbolta og þið kunnið að gera svona skýrslur,“ sagði Karl-Henrik. „Hér í Svíþjóð hefur aldrei, aldrei, aldrei verið gerð svona ítarleg og nákvæm skýrsla um þetta mál. Það er bara mikill munur á þessari skýrslu og sænsku skýrslunum.“ 

Niðurstöður skýrslunnar eru mjög skýrar og segir Karl-Henrik aðspurður að þetta sé einn af helstu kostum hennar. „Niðurstöðurnar í hverjum kafla í skýrslunni eru mjög skýrar og gefa litla eða enga möguleika á öðrum túlkunum en nefndin kemst að niðurstöðum um. Sænsku skýrslurnar hafa ekki verið með eins skýrar niðurstöður og hafa verið óljósari.“

Um skýrsluna sagði Oscar Simonsson einnig: „Að mínu mati getur Ísland verið stolt af því að hafa staðið fyrir svona nákvæmri og ítarlegri rannsókn. Skýrslan sýnir hvernig Macchiarini notaði blekkingar til að ná sínu fram en þetta kom einnig fram í upphaflegri kæru okkar í málinu. [...] Það er einnig gleðiefni að nefndin mælir með því að ekkja íslenska sjúklingsins fái greiddar bætur. Þetta er atriði sem við höfum krafið Karolinska-sjúkrahúsið um í 3 ár.“ 

Í sænskum fjölmiðlum í dag er haft eftir Macchiarini að hann lýsi sig saklausan af ákæruefnunum.

Áður hafði ákæruvaldið í Svíþjóð greint frá því að Macchiarini yrði ekki ákærður en saksóknarinn Mickael Björk ákvað að taka málið aftur til skoðunar árið 2018 og kemst hann nú að þeirri niðurstöðu að ákæra beri Macchiarini.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár