Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Paolo Macchiarini ákærður í Svíþjóð: Fyrsta fórnarlambið var búsett á Íslandi

Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur ákært ít­alska skurð­lækn­inn Paolo Macchi­ar­ini fyr­ir gróf­ar lík­ams­árás­ir. Macchi­ar­ini not­aði þrjá sjúk­linga sem til­rauna­dýr þeg­ar hann græddi í þá plast­barka á ár­un­um 2011 til 2013. Einn af sjúk­ling­un­um var bú­sett­ur á Ís­landi, And­emariam Beyene, og dróst Ís­land inn í plast­barka­mál­ið vegna þessa.

Paolo Macchiarini ákærður í Svíþjóð: Fyrsta fórnarlambið var búsett á Íslandi
Aðgerðinni hampað í háskólanum Aðgerðinni á Andemariam Beyene, sem sést hér með Paulo Macchiarini, var hampað á sérstakri ráðstefnu í Háskóla Íslands árið 2012.

Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið ákærður fyrir grófar líkamsárásir í Svíþjóð eftir að hafa framkvæmt þrjár plastbarkaígræðslur þar í landi á árunum 2011 til 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænska ákæruvaldinu sem sagt er frá í sænskum fjölmiðlum í dag.  Allir þessir þrír sjúklingar Macchiarinis dóu eftir aðgerðirnar og liðu þeir miklar þjáningar þar sem öndunarfæri þeirra virkuðu aldrei sem skyldi eftir þær. 

Plastbarkamálið er eitt stærsta hneykslismál samtímans í læknavísindum. 

„Ég byrjaði að vinna að rannsóknum á því hvort hægt væri að græða plastbarka í rottur árið 2012“

Fyrst menn, svo rottur

Aðgerðatæknin sem lá á bak við plastbarkaígræðslurnar var vísindalega óprófuð og skorti samþykki sænsku vísindasiðanefndarinnar fyrir henni þegar hún var fyrst reynd á Eritreumanninum Andemarian Beyene sem var búsettur á Íslandi þar sem hann starfaði sem jarðfræðingur. Andemariam fékk græddan í sig plastbarka í maí 2011 eftir að hafa glímt við krabbamein í hálsi og virkaði barkinn aldrei eins og hann átti.

Einungis fyrst eftir að aðgerðatæknin hafði verið prófuð á Andemariam var aðgerðatæknin prófuð á rottum á Karolinska-sjúkrahúsinu og kom þá í ljós að hún virkaði ekki, samkvæmt skurðlækninum Oscar Simonson sem starfaði á sjúkrahúsinu. „Ég byrjaði að vinna að rannsóknum á því hvort hægt væri að græða plastbarka í rottur árið 2012, mest af vinnunni fór þó fram 2013. Þá hitti ég Paolo Macchiarini í fyrsta skipti. Á þessum tímapunkti stóð ég í þeirri trú að búið væri að græða plastbarkana í grísi en það hafði heldur ekki verið gert,“ sagði Simonson í viðtali við Fréttatímann árið 2016. 

Saksóknarinn, Mikael Björk, sem tekur ákvörðunina að ákæra Macchiarini segir að aðgerðirnar hafi skort alla vísindalega stoð. „Aðgerðirnar, sem leiddu til alvarlegs líkamstjóns og þjáninga fyrir þá þrjá málsaðila sem um ræðir, voru framkvæmdar algjörlega án lagastoðar. Ég dreg þá ályktun að aðgerðirnar þrjár beri að skilgreina sem grófar líkamsárásir frekar en gáleysisbrot, það er að segja sem gróf lögbrot, og að fyrrverandi skurðlæknirinn við háskólasjúkrahúsið Karolinska eigi einn að sæta ábyrgð á þessum brotum,“ segir saksóknarinn samkvæmt sænskum fjölmiðlum. 

Aðgerðinni hampaðAndemariam Beyene sést hér á málþinginu um fyrstu plastbarkaaðgerðini í Háskóla Íslands um sumarið 2012 ásamt Paolo Macchiarini, Tómasi Guðbjartssyni, aðstoðarmanni sínum og fulltrúa bandaríska fyrirtækisins sem framleiddi plastbarkana. Aðgerðinni á Andemariam vakti heimsathygli og var hampað sem miklum árangri í læknavísindum.

Tengslin við Ísland

Vegna þess að Andemariam Beyene var sendur frá Íslandi til Svíþjóðar þar sem það var mat Tómasar Guðbjartssonar, læknis Andemariams, að ekki væri hægt að gera meira fyrir Andemariam á Landspítalanum eftir að krabbamein hans hafði tekið sig upp eftir í kjölfar aðgerðar þá var ákveðið að gera sérstaka rannsókn á málinu á Íslandi. Tómas fór svo til Svíþjóðar og tók þátt í aðgerðinni á Andemariam með Macchiarini og gerði hann það að beiðni ítalska skurðlæknisins. 

Þá var haldið sérstakt málþing um aðgerðina á Andemariam í Háskóla Íslands um sumarið 2012 og koma Macchiarini til landsins til að vera með á henni. Þá var aðgerðinni lýst sem miklum tímamótum og hrósuðu þeir aðilar sem komu að henni sér af henni jafnvel þó að á þessum tíma hefði verið ljóst að plastbarki Andemariams virkaði ekki eins og hann átti að gera. 

 Rannsóknarnefnd um aðkomu Landspítalans að platbarkamálinu var skipuð og skilaði hún af sér skýrslu árið 2017. Nefndin laut formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Skýrslan var gerð að beiðni Landspítalans. 

Ein af niðurstöðum nefndarinnar var að brotið hefði verið gegn mannréttindum Andemariam Beyene og tveimur öðrum sjúklingum með plastbarkaaðgerðunum. „Það fyrirkomulag sem unnið var eftir á Karolinska háskólasjúkrahúsinu (KS) og Karolinsku stofnuninni (KI) fól aftur á móti í sér að lífi þriggja sjúklinga var stofnað í mikla hættu á kerfisbundinn hátt. Þetta var gert á grundvelli stefnumótunar þessara stofnana um uppbyggingu miðstöðvar fyrir háþróaðar öndunarvegarannsóknir á þessu sviði og er að mati nefndarinnar ekki hægt að útiloka að með þessu hafi 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu verið brotin.“

Nú hefur Macchiarini verið ákærður fyrir þessar þrjár aðgerðir.

„Að mínu mati getur Ísland verið stolt af því að hafa staðið fyrir svona nákvæmri og ítarlegri rannsókn.“

Skýrslunni hrósað

Í viðtali við Stundina í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar hrósuðu Oscar Simonsson, sem var einn fjögurra lækna sem kom upp um Macchiarini-málið sem uppljóstrari, og kollegi hans, Karl-Henrik Grinnem,  henni og sögðu að hún væri betur unnin en sambærilegar skýrslur sem gerðar voru í Svíþjóð um málið. Þeir Simonson og Grinnemo unnu með sænska blaðamanninum Bosse Lindqvist sem kom upp um málið í sjónvarpsþáttum og síðar í bók um plastbarkamálið. „Íslendingar eru góðir í fótbolta og þið kunnið að gera svona skýrslur,“ sagði Karl-Henrik. „Hér í Svíþjóð hefur aldrei, aldrei, aldrei verið gerð svona ítarleg og nákvæm skýrsla um þetta mál. Það er bara mikill munur á þessari skýrslu og sænsku skýrslunum.“ 

Niðurstöður skýrslunnar eru mjög skýrar og segir Karl-Henrik aðspurður að þetta sé einn af helstu kostum hennar. „Niðurstöðurnar í hverjum kafla í skýrslunni eru mjög skýrar og gefa litla eða enga möguleika á öðrum túlkunum en nefndin kemst að niðurstöðum um. Sænsku skýrslurnar hafa ekki verið með eins skýrar niðurstöður og hafa verið óljósari.“

Um skýrsluna sagði Oscar Simonsson einnig: „Að mínu mati getur Ísland verið stolt af því að hafa staðið fyrir svona nákvæmri og ítarlegri rannsókn. Skýrslan sýnir hvernig Macchiarini notaði blekkingar til að ná sínu fram en þetta kom einnig fram í upphaflegri kæru okkar í málinu. [...] Það er einnig gleðiefni að nefndin mælir með því að ekkja íslenska sjúklingsins fái greiddar bætur. Þetta er atriði sem við höfum krafið Karolinska-sjúkrahúsið um í 3 ár.“ 

Í sænskum fjölmiðlum í dag er haft eftir Macchiarini að hann lýsi sig saklausan af ákæruefnunum.

Áður hafði ákæruvaldið í Svíþjóð greint frá því að Macchiarini yrði ekki ákærður en saksóknarinn Mickael Björk ákvað að taka málið aftur til skoðunar árið 2018 og kemst hann nú að þeirri niðurstöðu að ákæra beri Macchiarini.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár