Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jói Fel gjaldþrota

Baka­rískeðj­an Jói Fel var úr­skurð­uð gjald­þrota í gær. Ekki hafa ver­ið greidd ið­gjöld af laun­um í yf­ir ár hjá fyr­ir­tæk­inu. Jó­hann­es Felixs­son, Jói Fel, vinn­ur að því að kaupa eign­ir þrota­bús­ins til baka.

Jói Fel gjaldþrota
Gjaldþrot Bakarískeðjan Jói Fel er gjaldþrota. Mynd: Jói Fel

Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástæða gjaldþrotabeiðninnar var að ekki höfðu verið greidd iðgjöld af launum í rúmt ár, þótt félagið hefði dregið þau af launum starfsfólks.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar vinnur Jóhannes nú að því, ásamt öðrum fjárfestum, að setja fram tilboð til kaupa á eignum þrotabúsins, með það í huga að halda áfram bakarísrekstri. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóhannesar, vildi þó ekki staðfesta það í samtali við Stundina. „Það er bara verið að skoða hverning hægt er að vinna mál áfram en það er engin niðurstaða komin.“

Grímur Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður hefur verið skiptastjóri yfir þrotabúið. Hann sagði í samtali við Stundina að hann gæti ekki tjáð sig um hvort fram væru komin tilboð í eignir þrotabúsins, hann væri bara að sinna sínum skyldum sem fælust í því að koma eignum í verð og lýsa eftir kröfum.

Lífeyrissjóður verslunarmanna krafðist gjaldþrotaskipta hjá bakarískeðjunni Jóa Fel vegna vangoldinna iðgjalda til sjóðsins, sem þó hefðu verið innheimt af launum starfsfólks. Ekki hafa verið greidd iðgjöld af launum sumra starfsmanna allt frá því í apríl á síðasta ári.

Í lok ágúst var greint frá því að þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel, sem höfðu krafist þess að kjarasamningum yrði framfylgt, hefði verið sagt upp störfum eða þeir hætt vegna þess. Greint var frá því að starfsmanni Jóa Fel var synjað um lán vegna vangreiðslna á lífeyrissjóðsgjöldum. Á sama tíma var hins vegar auglýst eftir nýju starfsfólki í bakarí Jóa Fel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu