Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jói Fel gjaldþrota

Baka­rískeðj­an Jói Fel var úr­skurð­uð gjald­þrota í gær. Ekki hafa ver­ið greidd ið­gjöld af laun­um í yf­ir ár hjá fyr­ir­tæk­inu. Jó­hann­es Felixs­son, Jói Fel, vinn­ur að því að kaupa eign­ir þrota­bús­ins til baka.

Jói Fel gjaldþrota
Gjaldþrot Bakarískeðjan Jói Fel er gjaldþrota. Mynd: Jói Fel

Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ástæða gjaldþrotabeiðninnar var að ekki höfðu verið greidd iðgjöld af launum í rúmt ár, þótt félagið hefði dregið þau af launum starfsfólks.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar vinnur Jóhannes nú að því, ásamt öðrum fjárfestum, að setja fram tilboð til kaupa á eignum þrotabúsins, með það í huga að halda áfram bakarísrekstri. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóhannesar, vildi þó ekki staðfesta það í samtali við Stundina. „Það er bara verið að skoða hverning hægt er að vinna mál áfram en það er engin niðurstaða komin.“

Grímur Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður hefur verið skiptastjóri yfir þrotabúið. Hann sagði í samtali við Stundina að hann gæti ekki tjáð sig um hvort fram væru komin tilboð í eignir þrotabúsins, hann væri bara að sinna sínum skyldum sem fælust í því að koma eignum í verð og lýsa eftir kröfum.

Lífeyrissjóður verslunarmanna krafðist gjaldþrotaskipta hjá bakarískeðjunni Jóa Fel vegna vangoldinna iðgjalda til sjóðsins, sem þó hefðu verið innheimt af launum starfsfólks. Ekki hafa verið greidd iðgjöld af launum sumra starfsmanna allt frá því í apríl á síðasta ári.

Í lok ágúst var greint frá því að þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel, sem höfðu krafist þess að kjarasamningum yrði framfylgt, hefði verið sagt upp störfum eða þeir hætt vegna þess. Greint var frá því að starfsmanni Jóa Fel var synjað um lán vegna vangreiðslna á lífeyrissjóðsgjöldum. Á sama tíma var hins vegar auglýst eftir nýju starfsfólki í bakarí Jóa Fel.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár