Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigmundur Davíð kallar eftir „leiðréttingu“ á skuldum ferðaþjónustunnar

Formað­ur Mið­flokks­ins tel­ur að reynsl­an af nið­ur­greiðslu rík­is­sjóðs á verð­tryggð­um fast­eignalán­um geti kom­ið að gagni við end­ur­skipu­lagn­ingu skulda ferða­þjón­ust­unn­ar.

Sigmundur Davíð kallar eftir „leiðréttingu“ á skuldum ferðaþjónustunnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins var forsætisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þegar verðtryggð fasteignalán voru niðurgreidd með 72 milljörðum króna úr ríkissjóði. Mynd: Geirix / Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallar eftir „leiðréttingu“ fyrir ferðaþjónustuna í anda þess þegar verðtryggð fasteignalán almennings voru niðurgreidd með 72 milljarða króna millifærslu úr ríkissjóði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Leiðrétting“ verðtryggðu fasteignalánanna var kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningar 2013, þegar Sigmundur Davíð var formaður flokksins. Hlaut flokkurinn rúm 24 prósent atkvæða og 19 þingmenn, bestu kosningu síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Varð Sigmundur Davíð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Sigmundur Davíð að aðferðafræði „leiðréttingarinnar“ geti nýst ferðaþjónustunni í dag. „Ég tel að slík leiðrétting gæti vel verið viðeigandi leið og að reynslan af leiðréttingu íbúðalána geti komið að gagni. Það var alltaf lykilatriðið í leiðréttingunni að ekki væri verið að gefa einhverjum eitthvað sem hann ætti ekki tilkall til, heldur aðeins að bæta eins og kostur væri tjónið sem varð af þessum ástæðum.“

Í skýrslu um skiptingu þeirra 72,2 milljarða króna sem fóru í „leiðréttinguna“, sem birt var í upphafi árs 2017, kom fram að 86 prósent upphæðarinnar hafi runnið til þess helmings Íslendinga sem er með hæstu launin. Þá hafi eignamesta tíund Íslendinga fengið tæpa 10 milljarða króna af upphæðinni.

Sigmundur Davíð segir að enduskipuleggja þurfi skuldir ferðaþjónustufyrirtækjanna. Annars geti saga áranna eftir hrun endurtakið sig þegar fyrirtæki voru yfirtekin vegna skuldavanda.

„Ég hef miklar áhyggjur af því, ef fram heldur sem horfir, að þá verði ekki aðeins einhæfara fyrirtækjalandslag heldur samþjöppun þar sem menn nota tækifærið, ef svo má segja, og kaupa fyrirtæki af þeim sem hafa lent í miklum hremmingum, og þá á lágu verði, og njóti svo einir ágóðans þegar hlutirnir lagast,“ segir Sigmundur Davíð. „Að þeir njóti þess að hafa haft tækifæri til að kaupa eignir á brunaútsölu án þess að verða fyrir tjóninu, og að þetta leiði til samþjöppunar, ekki aðeins í þessari grein heldur jafnvel í öðrum greinum líka.“

Styðji greinina vegna skerðingar ferða- og atvinnufrelsis

Telur Sigmundur Davíð að þetta geti leitt til mikilla sárinda til langs tíma og málaferla. „Þess vegna höfum við lagt áherslu á það í okkar tillögum að þetta mætti ekki fara þannig að bankarnir yfirtaki þau fyrirtæki sem ekki geta greitt vegna þessa force majeure-ástands, óvæntra og ófyrirséðra aðstæðna, og selji þau síðan eins og gerðist í allmörgum tilvikum eftir bankahrunið. Að það þurfi jafnvel að tryggja með lögum að ekki sé hægt að hirða öll fyrirtækin eftir að þau lentu í þessu ástandi til þess eins að skipta svo um eigendur í framhaldinu.“

Sigmundur Davíð segir það vera sameiginlega hagsmuni samfélagsins að ferðaþjónustan komist í gegnum tímabundið ástand COVID-19 faraldursins svo atvinnugreinin geti skapað störf og verðmæti að því loknum. „Svo eru sanngirnissjónarmið sem lúta að því að stjórnvöld, ekki aðeins á Íslandi, hafa gert fyrirtækjunum nánast ókleift að starfa og fyrir því eru gild rök. Þetta eru ekki ákvarðanir sem stjórnvöld vilja taka en þó hefur niðurstaða þeirra verið sú, hér og víðar, að til að verja heilsu fólks eigi og þurfi að skerða ferða- og atvinnufrelsi fólks. Og þegar ríkið tekur ákvörðun um slíkt er eðlilegt að þá komi stuðningur á móti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldaleiðréttingin

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
FréttirSkuldaleiðréttingin

Tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að fólki um hús­næð­isúr­ræði

Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir lög­fræð­ing­ur fékk í dag úr­skurð frá yf­ir­skatta­nefnd þess efn­is að henni sé áfram heim­ilt að nota sér­eigna­sparn­að skatt­frjálst til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls hús­næð­is­láns, þrátt fyr­ir að hafa selt sína fyrstu íbúð. Hún tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að mörg­um um úr­ræð­ið.
Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir
Fréttir

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka: Banka­skatt­ur­inn ein af ástæð­um þess hve vext­ir eru há­ir

Sér­staki skatt­ur­inn á fjár­mála­fyr­ir­tæki var lög­fest­ur ár­ið 2010 en víkk­að­ur út og hækk­að­ur um­tals­vert í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar til að standa und­ir 80 millj­arða rík­is­út­gjöld­um vegna höf­uð­stóls­lækk­un­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka full­yrð­ir að skatt­ur­inn hafi þrýst upp út­lána­vöxt­um bank­anna.
Svikna kynslóðin í landi jakkafatanna
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Svikna kyn­slóð­in í landi jakkafat­anna

Ís­lenski draum­ur­inn er í upp­námi. Í ein­fald­aðri mynd sér ungt fólk nú fram á að flytja á jað­ar­svæði, borga leigu til GAMMA og greiða vegtolla á leið í og úr þjón­ustu­störf­um fyr­ir ferða­menn til að fjár­magna vega­kerfi fyr­ir ferða­menn. Á þess­ari öld hafa ráð­stöf­un­ar­tekj­ur elsta ald­urs­hóps­ins auk­ist rúm­lega fimmtán­falt meira en ráð­stöf­un­ar­tekj­ur fólks und­ir þrí­tugu og eign­ir safn­ast sam­an hjá eldri kyn­slóð­inni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár