Útvarp Saga hagnaðist um tvær milljónir

Launa­kostn­að­ur dróst veru­lega sam­an hjá rekstr­ar­fé­lagi Út­varps Sögu í fyrra. Í nýj­um árs­reikn­ingi seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið rek­ið með tapi ár­ið 2018, en ekki hagn­aði eins og áð­ur hafði kom­ið fram.

Útvarp Saga hagnaðist um tvær milljónir
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps Sögu er eini hluthafi rekstarfélagsins. Mynd: Pressphotos

Saganet - Útvarp Saga ehf., félagið sem rekur Útvarp Sögu, hagnaðist um tæpar tvær milljónir króna árið 2019 samkvæmt nýbirtum árseikningi. Launakostnaður dróst saman um 77 prósent frá fyrra ári.

Félagið heldur utan um rekstur útvarpsstöðvarinnar og er eini hluthafi þess útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir. Í ársreikningnum kemur fram að eitt ársverk hafi verið hjá félaginu og námu launagreiðslur aðeins 2,4 milljónum króna. Er það mikill samdráttur frá árinu 2018 þegar launakostnaður nam 10,5 milljónum króna.

Þá koma fram aðrar upplýsingar um rekstarniðurstöðu ársins 2018 en birtar höfðu verið í fyrri ársreikningi. Félagið hafði tilkynnt um 1,6 milljón króna hagnað árið 2018 og hafði einnig skilað hagnaði tvö ár á undan. Var fjölmiðillinn þannig einn fárra einkarekinna miðla á Íslandi sem skilað hefur hagnaði undanfarin ár.

Í nýja ársreikningnum segir hins vegar að tap hafi orðið á rekstrinum árið 2018. Kemur fram að tapið hafi numið 3,6 milljónum króna. Er það rúmlega 5 milljón króna verri niðurstaða en áður kom fram. Í eldri ársreikningnum kemur raunar fram að launakostnaður hafi verið enn hærri það árið en nú er sagt, 14,7 milljónir, en upphæðir vegna vörunotkunar og annars rekstarkostnaðar hins vegar mun lægri.

Ekki kemur fram í nýja ársreikningnum hvað veldur þessu misræmi, en félagið hefur áður leiðrétt rekstarniðurstöðu fyrra árs með þessum hætti. Í ársreikningi vegna ársins 2017 var niðurstaða ársins 2016 leiðrétt vegna mistaka í bókhaldi.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, úthlutaði Útvarpi Sögu nýverið 5.250.398 krónum í sérstakan rekstarstuðning við einkarekna fjölmiðla. Alls fengu 23 fjölmiðlar slíkan stuðning.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár