Mótmæli á Austurvelli: „Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn“

Nokk­ur hundruð manns komu sam­an á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla brott­vís­un egypsku Kehdr-fjöl­skyld­unn­ar. „Eins og stað­an er í dag er ver­ið að vísa börn­um úr landi þrátt fyr­ir að við vit­um að það sé út í óvissu og mögu­lega hættu,“ seg­ir Jón Þór Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata.

Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda að vísa úr landi sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. Um er að ræða hjón með fjögur börn sem hafa búið hér á landi í rúmlega tvö ár. Fóru mótmælin friðsamlega fram.

Jón Þór ÓlafssonÞingmaður Pírata.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur á mótmælunum og segir í samtali við Stundina að brottvísun barnanna sé mögulega stjórnarskráarbrot. Hefur Jón Þór hefur hafið athugun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á réttarvernd barna á flótta. „Eins og staðan er í dag er verið að vísa börnum úr landi þrátt fyrir að við vitum að það sé út í óvissu og mögulega hættu,“ segir Jón Þór. „Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn.“

„Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn“

MótmæliNokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli.

Fyrr í dag afhenti Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólki, þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar undirskriftalista. Yfir tólf þúsund manns skrifuðu undir þar sem þess var krafist að ákvörðunin um að vísa fjölskyldunni úr landi verði dregin til baka.

Standi ákvörðun stjórnvalda, verður Kehdr-fjölskyldunni vísað úr landi á morgun. Lokaáfangastaður þeirra er Egyptaland. Í samtali við Vísi segir Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, að verði fjölskyldan send aftur til Egyptalands megi fjölskyldufaðirinn, Ibrahim Kehdr, búast við því að lenda í fangelsi þar sem hann yrði jafnvel pyntaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár