Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mótmæli á Austurvelli: „Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn“

Nokk­ur hundruð manns komu sam­an á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla brott­vís­un egypsku Kehdr-fjöl­skyld­unn­ar. „Eins og stað­an er í dag er ver­ið að vísa börn­um úr landi þrátt fyr­ir að við vit­um að það sé út í óvissu og mögu­lega hættu,“ seg­ir Jón Þór Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata.

Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda að vísa úr landi sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. Um er að ræða hjón með fjögur börn sem hafa búið hér á landi í rúmlega tvö ár. Fóru mótmælin friðsamlega fram.

Jón Þór ÓlafssonÞingmaður Pírata.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur á mótmælunum og segir í samtali við Stundina að brottvísun barnanna sé mögulega stjórnarskráarbrot. Hefur Jón Þór hefur hafið athugun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á réttarvernd barna á flótta. „Eins og staðan er í dag er verið að vísa börnum úr landi þrátt fyrir að við vitum að það sé út í óvissu og mögulega hættu,“ segir Jón Þór. „Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn.“

„Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn“

MótmæliNokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli.

Fyrr í dag afhenti Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólki, þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar undirskriftalista. Yfir tólf þúsund manns skrifuðu undir þar sem þess var krafist að ákvörðunin um að vísa fjölskyldunni úr landi verði dregin til baka.

Standi ákvörðun stjórnvalda, verður Kehdr-fjölskyldunni vísað úr landi á morgun. Lokaáfangastaður þeirra er Egyptaland. Í samtali við Vísi segir Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, að verði fjölskyldan send aftur til Egyptalands megi fjölskyldufaðirinn, Ibrahim Kehdr, búast við því að lenda í fangelsi þar sem hann yrði jafnvel pyntaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár