Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmæli á Austurvelli: „Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn“

Nokk­ur hundruð manns komu sam­an á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla brott­vís­un egypsku Kehdr-fjöl­skyld­unn­ar. „Eins og stað­an er í dag er ver­ið að vísa börn­um úr landi þrátt fyr­ir að við vit­um að það sé út í óvissu og mögu­lega hættu,“ seg­ir Jón Þór Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata.

Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda að vísa úr landi sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi. Um er að ræða hjón með fjögur börn sem hafa búið hér á landi í rúmlega tvö ár. Fóru mótmælin friðsamlega fram.

Jón Þór ÓlafssonÞingmaður Pírata.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur á mótmælunum og segir í samtali við Stundina að brottvísun barnanna sé mögulega stjórnarskráarbrot. Hefur Jón Þór hefur hafið athugun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á réttarvernd barna á flótta. „Eins og staðan er í dag er verið að vísa börnum úr landi þrátt fyrir að við vitum að það sé út í óvissu og mögulega hættu,“ segir Jón Þór. „Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn.“

„Stjórnvöld vita ekki einu sinni hvað verður um þessi börn“

MótmæliNokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli.

Fyrr í dag afhenti Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólki, þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar undirskriftalista. Yfir tólf þúsund manns skrifuðu undir þar sem þess var krafist að ákvörðunin um að vísa fjölskyldunni úr landi verði dregin til baka.

Standi ákvörðun stjórnvalda, verður Kehdr-fjölskyldunni vísað úr landi á morgun. Lokaáfangastaður þeirra er Egyptaland. Í samtali við Vísi segir Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, að verði fjölskyldan send aftur til Egyptalands megi fjölskyldufaðirinn, Ibrahim Kehdr, búast við því að lenda í fangelsi þar sem hann yrði jafnvel pyntaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár