Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir framgöngu Krabbameinsfélagsins siðlausa

Álf­heið­ur Inga­dótt­ir, fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, seg­ist öskureið yf­ir „aum­ingja­dómi“ stjórn­enda Krabba­meins­fé­lag­isns. Það sé sið­laust hvernig ábyrgð á mis­tök­um við grein­ing­ar á krabba­meins­sýn­um sé varp­að á einn starfs­mann og veik­indi hans dreg­in inn í um­ræð­una.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir framgöngu Krabbameinsfélagsins siðlausa
Öskureið yfir aumingjadómnum Álfheiður segir framgöngu stjórnenda Krabbameinsfélagsins vera siðleysi.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélags Íslands siðlausa. Vísar hún þar til yfirlýsinga félagsins vegna rangrar greiningar á sýni konu sem leitaði til Leitarstöðvar krabbameinsfélagsins árið 2018. Konan glímir nú við ólæknandi krabbamein. Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins frá í gær var upplýst að starfsmaðurinn sem greindi sýni konunnar ranglega hverði verið í veikindaleyfi um tíma. Þá upplýsti Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins að samstarfsfólk starfsmannsins hefði lýst áhyggjum af andlegri heilsu starfsmannsins.

Ágúst Ingi var gestur í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi þar sem hann greindi frá því að farið hefði verið yfir sýni úr 1.800 leghálsstrokum og í ljós hefði komið að 45 þeirra hefðu verið ranglega greind, það er að þau sýni sýndu frumubreytingar. Þó tiltók Ágúst að ekkert þeirra sýna væri sambærileg sýni konunnar sem nefnd er hér að framan. Til skoðunar er að óháður aðili rannsaki 6.000 sýni sem séu til endurskoðunar hjá félaginu vegna mistaka starfsmannsins.

Getur ekki fyrirgefið framgönguna

Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins er sem fyrr segir tiltekið að starfsmaðurinn sem tók sýnin hafi glímt við veikindi og væri nú hættur störfum, að eigin ósk. Ágúst sagði að ekki sé vitað til að starfsmaðurinn hafi glímt við þau veikindi þegar hann var við störf hjá Krabbameinsfélaginu. Hann hafi hins vegar farið í veikindaleyfi en þegar hann hafi snúið til baka hafi ekkert bent til annars en að hann væri heill heilsu. Áhyggjur samstarfsfólks af andlegri heilsu starfsmannsins hefðu komið fram síðar.

„Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ,“

Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ,“ segir Álfheiður í færslu á Facebook. Hún gagnrýnir forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins harðlega fyrir að gangast ekki við eigin ábyrgð í málinu heldur varpa sök á einn fyrrverandi, og því sem næst nafngreindan, starfsmann, vegna veikinda hans. Það sé sérstaklega ógeðfellt og ekki síst vegna þess að tiltekið sé í yfirlýsingu félagsins að „ekki er hægt að fullyrða að heilsubrestur starfsmannsins hafi stuðlað að því sem gerðist.“ Með því sé félagið einnig að forðast á taka ábyrgð á þeirri ásökun en í stað þess sé látið liggja í loftinu að það sé einmitt ástæðan.

Álfheiður, sem sjálf hefur í tvígang þurft að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð, segir að sér sé annt um Krabbameinsfélagið og hafi stutt við það sem henni var unnt á tíma sínum sem heilbrigðisráðherra á árunum 2009 til 2010. Hún segist hins vegar ekki geta orða bundist núna, enda sé hún öskureið og geti ekki fyrirgefið hversu grátt stjórnendur félagsins hafi leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp félagið.

„Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið.“ En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun,“ skrifar Álfheiður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Halla Gunnarsdóttir
4
PistillUppgjör ársins 2024

Halla Gunnarsdóttir

At­lag­an að kjör­um og rétt­ind­um launa­fólks 2024

„Nið­ur­skurð­ar­stefna er sögð eiga að koma jafn­vægi á rík­is­út­gjöld og örva hag­vöxt, en er í raun­inni skipu­lögð leið til að tryggja hag þeirra sem eiga á kostn­að þeirra sem vinna, skulda og leigja,“ skrif­ar Halla Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur VR. Birt­ing­ar­mynd­ir þess­ar­ar stefnu hafi ver­ið marg­þætt­ar á ár­inu sem er að líða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár