Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir framgöngu Krabbameinsfélagsins siðlausa

Álf­heið­ur Inga­dótt­ir, fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, seg­ist öskureið yf­ir „aum­ingja­dómi“ stjórn­enda Krabba­meins­fé­lag­isns. Það sé sið­laust hvernig ábyrgð á mis­tök­um við grein­ing­ar á krabba­meins­sýn­um sé varp­að á einn starfs­mann og veik­indi hans dreg­in inn í um­ræð­una.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir framgöngu Krabbameinsfélagsins siðlausa
Öskureið yfir aumingjadómnum Álfheiður segir framgöngu stjórnenda Krabbameinsfélagsins vera siðleysi.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélags Íslands siðlausa. Vísar hún þar til yfirlýsinga félagsins vegna rangrar greiningar á sýni konu sem leitaði til Leitarstöðvar krabbameinsfélagsins árið 2018. Konan glímir nú við ólæknandi krabbamein. Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins frá í gær var upplýst að starfsmaðurinn sem greindi sýni konunnar ranglega hverði verið í veikindaleyfi um tíma. Þá upplýsti Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins að samstarfsfólk starfsmannsins hefði lýst áhyggjum af andlegri heilsu starfsmannsins.

Ágúst Ingi var gestur í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi þar sem hann greindi frá því að farið hefði verið yfir sýni úr 1.800 leghálsstrokum og í ljós hefði komið að 45 þeirra hefðu verið ranglega greind, það er að þau sýni sýndu frumubreytingar. Þó tiltók Ágúst að ekkert þeirra sýna væri sambærileg sýni konunnar sem nefnd er hér að framan. Til skoðunar er að óháður aðili rannsaki 6.000 sýni sem séu til endurskoðunar hjá félaginu vegna mistaka starfsmannsins.

Getur ekki fyrirgefið framgönguna

Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins er sem fyrr segir tiltekið að starfsmaðurinn sem tók sýnin hafi glímt við veikindi og væri nú hættur störfum, að eigin ósk. Ágúst sagði að ekki sé vitað til að starfsmaðurinn hafi glímt við þau veikindi þegar hann var við störf hjá Krabbameinsfélaginu. Hann hafi hins vegar farið í veikindaleyfi en þegar hann hafi snúið til baka hafi ekkert bent til annars en að hann væri heill heilsu. Áhyggjur samstarfsfólks af andlegri heilsu starfsmannsins hefðu komið fram síðar.

„Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ,“

Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ,“ segir Álfheiður í færslu á Facebook. Hún gagnrýnir forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins harðlega fyrir að gangast ekki við eigin ábyrgð í málinu heldur varpa sök á einn fyrrverandi, og því sem næst nafngreindan, starfsmann, vegna veikinda hans. Það sé sérstaklega ógeðfellt og ekki síst vegna þess að tiltekið sé í yfirlýsingu félagsins að „ekki er hægt að fullyrða að heilsubrestur starfsmannsins hafi stuðlað að því sem gerðist.“ Með því sé félagið einnig að forðast á taka ábyrgð á þeirri ásökun en í stað þess sé látið liggja í loftinu að það sé einmitt ástæðan.

Álfheiður, sem sjálf hefur í tvígang þurft að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð, segir að sér sé annt um Krabbameinsfélagið og hafi stutt við það sem henni var unnt á tíma sínum sem heilbrigðisráðherra á árunum 2009 til 2010. Hún segist hins vegar ekki geta orða bundist núna, enda sé hún öskureið og geti ekki fyrirgefið hversu grátt stjórnendur félagsins hafi leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp félagið.

„Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið.“ En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun,“ skrifar Álfheiður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár