Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir framgöngu Krabbameinsfélagsins siðlausa

Álf­heið­ur Inga­dótt­ir, fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, seg­ist öskureið yf­ir „aum­ingja­dómi“ stjórn­enda Krabba­meins­fé­lag­isns. Það sé sið­laust hvernig ábyrgð á mis­tök­um við grein­ing­ar á krabba­meins­sýn­um sé varp­að á einn starfs­mann og veik­indi hans dreg­in inn í um­ræð­una.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir framgöngu Krabbameinsfélagsins siðlausa
Öskureið yfir aumingjadómnum Álfheiður segir framgöngu stjórnenda Krabbameinsfélagsins vera siðleysi.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir framgöngu forsvarsmanna Krabbameinsfélags Íslands siðlausa. Vísar hún þar til yfirlýsinga félagsins vegna rangrar greiningar á sýni konu sem leitaði til Leitarstöðvar krabbameinsfélagsins árið 2018. Konan glímir nú við ólæknandi krabbamein. Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins frá í gær var upplýst að starfsmaðurinn sem greindi sýni konunnar ranglega hverði verið í veikindaleyfi um tíma. Þá upplýsti Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins að samstarfsfólk starfsmannsins hefði lýst áhyggjum af andlegri heilsu starfsmannsins.

Ágúst Ingi var gestur í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi þar sem hann greindi frá því að farið hefði verið yfir sýni úr 1.800 leghálsstrokum og í ljós hefði komið að 45 þeirra hefðu verið ranglega greind, það er að þau sýni sýndu frumubreytingar. Þó tiltók Ágúst að ekkert þeirra sýna væri sambærileg sýni konunnar sem nefnd er hér að framan. Til skoðunar er að óháður aðili rannsaki 6.000 sýni sem séu til endurskoðunar hjá félaginu vegna mistaka starfsmannsins.

Getur ekki fyrirgefið framgönguna

Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins er sem fyrr segir tiltekið að starfsmaðurinn sem tók sýnin hafi glímt við veikindi og væri nú hættur störfum, að eigin ósk. Ágúst sagði að ekki sé vitað til að starfsmaðurinn hafi glímt við þau veikindi þegar hann var við störf hjá Krabbameinsfélaginu. Hann hafi hins vegar farið í veikindaleyfi en þegar hann hafi snúið til baka hafi ekkert bent til annars en að hann væri heill heilsu. Áhyggjur samstarfsfólks af andlegri heilsu starfsmannsins hefðu komið fram síðar.

„Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ,“

Nú er ég lömuð og öskureið yfir aumingjadómnum sem birtist í kattarþvotti stjórnenda KÍ,“ segir Álfheiður í færslu á Facebook. Hún gagnrýnir forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins harðlega fyrir að gangast ekki við eigin ábyrgð í málinu heldur varpa sök á einn fyrrverandi, og því sem næst nafngreindan, starfsmann, vegna veikinda hans. Það sé sérstaklega ógeðfellt og ekki síst vegna þess að tiltekið sé í yfirlýsingu félagsins að „ekki er hægt að fullyrða að heilsubrestur starfsmannsins hafi stuðlað að því sem gerðist.“ Með því sé félagið einnig að forðast á taka ábyrgð á þeirri ásökun en í stað þess sé látið liggja í loftinu að það sé einmitt ástæðan.

Álfheiður, sem sjálf hefur í tvígang þurft að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð, segir að sér sé annt um Krabbameinsfélagið og hafi stutt við það sem henni var unnt á tíma sínum sem heilbrigðisráðherra á árunum 2009 til 2010. Hún segist hins vegar ekki geta orða bundist núna, enda sé hún öskureið og geti ekki fyrirgefið hversu grátt stjórnendur félagsins hafi leikið hugsjónir þeirra sem byggðu upp félagið.

„Það urðu hörmuleg mistök. Það er hægt að kalla þau „mannleg mistök sem alltaf geta orðið.“ En eftir kvöldið í kvöld er ljóst að það er mikil einföldun,“ skrifar Álfheiður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár