Inga Maren Rúnarsdóttir, dansari og danshöfundur, stendur ein á sviðinu í verki sem hún frumsýndi í samstarfi við Íslenska dansflokkinn í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Verkið ber titilinn Ævi, enda er viðfangsefnið ekki af smærri endanum; hvert einasta æviskeið mannskepnunnar.
Hugmyndin að verkinu er byggð á sjónvarpsþáttaröðinni Ævi, sem Sigríður Halldórsdóttir vann í samvinnu við RÚV. „Þegar hún var að smíða þessa þætti í huganum vorum við nýbúnar að eignast börn á sama tíma,“ segir Inga Maren. „Hún sagði mér frá hugmyndinni þegar við vorum úti að labba með barnavagn. Ég pældi ekki meira í því eftir það, en þegar ég eignaðist annað barn nokkrum árum seinna byrjaði að birtast mér dansverk í huganum. Ég réði ekkert við það.“
Inga Maren segir verkið vera túlkun á sama viðfangsefni og þættirnir voru um. „Sigríður var búin að greina æviskeiðin niður í sjö hluta og ég nýti mér það með nokkrum breytingum,“ …
Athugasemdir