Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ráðherra um þyrluferðina: „Verðum að ganga á undan með góðu fordæmi“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra seg­ir að boð um þyrlu­ferð hafi kom­ið upp í sam­tali sem hún átti við Georg Lárus­son, for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, af öðru til­efni. Hún hafi vilj­að mæta í per­sónu á fund um COVID-19 til að und­ir­strika mik­il­vægi til­efn­is­ins.

Ráðherra um þyrluferðina: „Verðum að ganga á undan með góðu fordæmi“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boðið. Mynd: xd.is

„Eftir á að hyggja voru það mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð um flugferðina. Við sem gegnum ábyrgðarstöðum á vegum ríkisins og þá ekki síst ráðherrar verðum að ganga á undan með góðu fordæmi.“

Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Stundin greindi frá því á mánudag að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Fundinum var streymt á netinu. Flogið var með hana til baka í hestaferðina og fór þyrlan þaðan í Borgarfjörð í næsta verkefni.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum. Segir Áslaug Arna að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið henni farið í samtali sem þau áttu af öðru tilefni.

„Mér var tjáð að það hefði ekki áhrif á önnur verkefni þyrlunnar, kostnað eða flugáætlun“

„Eins og áður hefur komið fram var mér boðið af forstjóra Landhelgisgæslunnar að slást með í för þyrlu stofnunarinnar sem var í verkefnum þennan dag,“ segir Áslaug Arna. „Þetta kom upp í samtali sem við áttum af öðru tilefni daginn áður. Ég þáði boðið þar sem mér var tjáð að það hefði ekki áhrif á önnur verkefni þyrlunnar, kostnað eða flugáætlun.

Ég taldi mikilvægt að sýna málefninu stuðning í verki með því að mæta á fundinn „Að lifa með veirunni“ enda var efnt til hans að tillögu sóttvarnalæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Markmiðið er mikilvægt þ.e.a.s. að skapa vettvang fyrir aukið samráð í baráttunni við þann vágest sem veiran er.“

Spurningar Stundarinnar og svör ráðherra

1. Af hverju sótti ráðherra fundinn „Að lifa með veirunni“ fimmtudagsmorguninn 20. ágúst frekar en til dæmis að fylgjast með honum netleiðis?

Líkt og að framan segir taldi ég mikilvægt að mæta sjálf til að undirstrika mikilvægi tilefnisins.

2. Var eitthvað annað tilefni með ferð ráðherra til Reykjavíkur? 

Nei.

3. Óskaði ráðherra eftir fluginu sjálf?

Forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð upp á þessa flugferð í samtali sem við áttum af öðru tilefni daginn áður. 

4. Hvenær var tekin ákvörðun um að ráðherra færi á fundinn og hvenær var tekin ákvörðun um að ferðin yrði farin með þyrlunni?

Ég taldi rétt að vera á staðnum og boð um að fara með þyrlunni kom daginn áður.

5. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra á þennan fund?

Eins og hefur komið fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var að hennar mati ekki um að ræða aukakostnað né aukna fyrirhöfn eða skerta viðbragðsgetu þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls. 

6. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra í frí?

Vísa í svar við spurningu nr. 5.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu