Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ráðherra um þyrluferðina: „Verðum að ganga á undan með góðu fordæmi“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra seg­ir að boð um þyrlu­ferð hafi kom­ið upp í sam­tali sem hún átti við Georg Lárus­son, for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, af öðru til­efni. Hún hafi vilj­að mæta í per­sónu á fund um COVID-19 til að und­ir­strika mik­il­vægi til­efn­is­ins.

Ráðherra um þyrluferðina: „Verðum að ganga á undan með góðu fordæmi“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boðið. Mynd: xd.is

„Eftir á að hyggja voru það mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð um flugferðina. Við sem gegnum ábyrgðarstöðum á vegum ríkisins og þá ekki síst ráðherrar verðum að ganga á undan með góðu fordæmi.“

Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Stundin greindi frá því á mánudag að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Fundinum var streymt á netinu. Flogið var með hana til baka í hestaferðina og fór þyrlan þaðan í Borgarfjörð í næsta verkefni.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum. Segir Áslaug Arna að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið henni farið í samtali sem þau áttu af öðru tilefni.

„Mér var tjáð að það hefði ekki áhrif á önnur verkefni þyrlunnar, kostnað eða flugáætlun“

„Eins og áður hefur komið fram var mér boðið af forstjóra Landhelgisgæslunnar að slást með í för þyrlu stofnunarinnar sem var í verkefnum þennan dag,“ segir Áslaug Arna. „Þetta kom upp í samtali sem við áttum af öðru tilefni daginn áður. Ég þáði boðið þar sem mér var tjáð að það hefði ekki áhrif á önnur verkefni þyrlunnar, kostnað eða flugáætlun.

Ég taldi mikilvægt að sýna málefninu stuðning í verki með því að mæta á fundinn „Að lifa með veirunni“ enda var efnt til hans að tillögu sóttvarnalæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Markmiðið er mikilvægt þ.e.a.s. að skapa vettvang fyrir aukið samráð í baráttunni við þann vágest sem veiran er.“

Spurningar Stundarinnar og svör ráðherra

1. Af hverju sótti ráðherra fundinn „Að lifa með veirunni“ fimmtudagsmorguninn 20. ágúst frekar en til dæmis að fylgjast með honum netleiðis?

Líkt og að framan segir taldi ég mikilvægt að mæta sjálf til að undirstrika mikilvægi tilefnisins.

2. Var eitthvað annað tilefni með ferð ráðherra til Reykjavíkur? 

Nei.

3. Óskaði ráðherra eftir fluginu sjálf?

Forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð upp á þessa flugferð í samtali sem við áttum af öðru tilefni daginn áður. 

4. Hvenær var tekin ákvörðun um að ráðherra færi á fundinn og hvenær var tekin ákvörðun um að ferðin yrði farin með þyrlunni?

Ég taldi rétt að vera á staðnum og boð um að fara með þyrlunni kom daginn áður.

5. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra á þennan fund?

Eins og hefur komið fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var að hennar mati ekki um að ræða aukakostnað né aukna fyrirhöfn eða skerta viðbragðsgetu þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls. 

6. Telur ráðherra það rétta nýtingu á tíma, mannauð og fjármunum Landhelgisgæslunnar að flytja ráðherra í frí?

Vísa í svar við spurningu nr. 5.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár