Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þingmaður um þyrluferð ráðherra: „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­mað­ur VG, seg­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra hafa sýnt dómgreind­ar­brest með því að fljúga með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar úr fríi og til baka. Land­helg­is­gæsl­an seg­ir for­stjóra hafa boð­ið ráð­herra far­ið.

Þingmaður um þyrluferð ráðherra: „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þingmaður segir ráðherra hafa sýnt dómgreindarbrest.

Þingmaður Vinstri grænna segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi sýnt dómgreindarbrest þegar hún flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr hestaferð á Suðurlandi á fund í Reykjavík og til baka í frí.

„Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur,“ skrifar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Twitter í gær. „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings.“

Stundin greindi frá því í gær að þyrlan hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Flogið var með hana til baka í hestaferðina. Fundinum var streymt á netinu.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum.

„[...] að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur“

Boðið hafi komið frá forstjóra Landhelgisgæslunnar

Í frétt RÚV um málið í gær segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið ráðherra far á fundinn. Segir hann ráðherra og Georg ræðast oft við. Í ljós hafi komið að þyrlan væri að störfum við Langjökul þennan sama dag og hafi Áslaugu Örnu, sem er æðsti yfirmaður Gæslunnar, verið boðið far. Engar tímabreytingar hafi hins vegar verið gerðar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherra.

Samkvæmt flugskýrslu fór þyrlan hins vegar í loftið frá Reykjavík klukkan 7:00 á fimmtudagsmorgun og sótti ráðherra í Reynisfjöru. Komið var aftur til Reykjavíkur klukkan 8:40, en fundurinn sem ráðherra sótti á Hótel Hilton Nordica hófst klukkan 9:00. Farið var aftur í loftið klukkan 11:06 og flogið með ráðherra til baka. Að þessu loknu fór þyrlan og sótti sérfræðinga Veðurstofunnar í Húsafell í Borgarfirði, sem var tilefni þess að áhöfnin var til staðar þennan dag.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í dag er flugið sett í samhengi við athuganir á því hvort hlaup hefði orðið í Svartá við Langjökul. „Í símtali forstjóra Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðherra bar þetta mál á góma og að um væri að ræða allnokkur flug vegna jarðhræringa og hugsanlegra eldsumbrota. Bauð forstjórinn dómsmálaráðherra ferð með þyrlunni enda lá fyrir áhöfnin þyrfti að sinna umræddu verkefni,“ segir í tilkynningunni.

„Það skal tekið fram að öll flug sem þessi eru innan flugtímaáætlunar Landhelgisgæslunnar sem reiknast sá lágmarkstími sem þarf til að halda áhöfnum í þjálfum og tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs. Ekki er því um aukakostnað né aukna fyrirhöfn eða skerta viðbragðsgetu þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls.“

Ekki hafa borist svör frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár