Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þingmaður um þyrluferð ráðherra: „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­mað­ur VG, seg­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra hafa sýnt dómgreind­ar­brest með því að fljúga með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar úr fríi og til baka. Land­helg­is­gæsl­an seg­ir for­stjóra hafa boð­ið ráð­herra far­ið.

Þingmaður um þyrluferð ráðherra: „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þingmaður segir ráðherra hafa sýnt dómgreindarbrest.

Þingmaður Vinstri grænna segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi sýnt dómgreindarbrest þegar hún flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr hestaferð á Suðurlandi á fund í Reykjavík og til baka í frí.

„Eitt að starfsmenn [Landhelgisgæslunnar] sjái ekki hversu óviðeigandi það er að bjóða ráðherra skutl fram og tilbaka í prívat-hestaferð með þyrlunni, en að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur,“ skrifar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Twitter í gær. „Óboðlegt bruðl með almannafé og öryggistæki almennings.“

Stundin greindi frá því í gær að þyrlan hefði flutt Áslaugu Örnu úr hestaferð sem hún var í með föður sínum á fundinn „Að lifa með veirunni“ í Reykjavík og til baka fimmtudaginn 20. ágúst. Ráðherra var ekki meðal ræðumanna á fundinum, en hlýddi á ræður og yfirgaf fundinn þegar hann var rétt um hálfnaður. Flogið var með hana til baka í hestaferðina. Fundinum var streymt á netinu.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum.

„[...] að ráðherra sjái það ekki sjálf er dómgreindarbrestur“

Boðið hafi komið frá forstjóra Landhelgisgæslunnar

Í frétt RÚV um málið í gær segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi boðið ráðherra far á fundinn. Segir hann ráðherra og Georg ræðast oft við. Í ljós hafi komið að þyrlan væri að störfum við Langjökul þennan sama dag og hafi Áslaugu Örnu, sem er æðsti yfirmaður Gæslunnar, verið boðið far. Engar tímabreytingar hafi hins vegar verið gerðar á flugi þyrlunnar til að aðlaga flugið áætlunum ráðherra.

Samkvæmt flugskýrslu fór þyrlan hins vegar í loftið frá Reykjavík klukkan 7:00 á fimmtudagsmorgun og sótti ráðherra í Reynisfjöru. Komið var aftur til Reykjavíkur klukkan 8:40, en fundurinn sem ráðherra sótti á Hótel Hilton Nordica hófst klukkan 9:00. Farið var aftur í loftið klukkan 11:06 og flogið með ráðherra til baka. Að þessu loknu fór þyrlan og sótti sérfræðinga Veðurstofunnar í Húsafell í Borgarfirði, sem var tilefni þess að áhöfnin var til staðar þennan dag.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í dag er flugið sett í samhengi við athuganir á því hvort hlaup hefði orðið í Svartá við Langjökul. „Í símtali forstjóra Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðherra bar þetta mál á góma og að um væri að ræða allnokkur flug vegna jarðhræringa og hugsanlegra eldsumbrota. Bauð forstjórinn dómsmálaráðherra ferð með þyrlunni enda lá fyrir áhöfnin þyrfti að sinna umræddu verkefni,“ segir í tilkynningunni.

„Það skal tekið fram að öll flug sem þessi eru innan flugtímaáætlunar Landhelgisgæslunnar sem reiknast sá lágmarkstími sem þarf til að halda áhöfnum í þjálfum og tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs. Ekki er því um aukakostnað né aukna fyrirhöfn eða skerta viðbragðsgetu þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls.“

Ekki hafa borist svör frá dómsmálaráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár