Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 209 milljónum

Eig­end­ur Ár­vak­urs, fé­lags­ins sem gef­ur út Morg­un­blað­ið, lögðu því til 300 millj­ón­ir króna í auk­ið hluta­fé í fyrra til að fjár­magna ta­prekst­ur. Eig­end­ur hafa lagt til hálf­an millj­arð síð­ustu tvö ár og alls 1,9 millj­arða frá hruni.

Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 209 milljónum
Davíð Oddsson Frá því að nýir eigendur tóku við Morgunblaðinu árið 2009 og réðu Davíð sem ritstjóra hafa þeir lagt 1,9 milljarða króna til rekstursins. Mynd: Geirix

Eigendur Morgunblaðsins, sem að stærstum hluta eru aðilar í sjávarútvegi, lögðu útgáfufélagi þess Árvakri til 300 milljónir króna í nýtt hlutafé árið 2019. Tap af rekstrinum nam 209 milljónum króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Þórsmerkur, sem er móðurfélag Árvakurs. Árvakur gefur út Morgunblaðið, rekur Mbl.is og útvarpsstöðvarnar K100 og Retró 89,5. Tap á rekstri Árvakurs undanfarin tvö ár nemur 623 milljónum króna og hafa eigendur þurft að leggja rekstrinum til hálfan milljarð króna á því tímabili.

Stærstu eigendur Morgunblaðsins eru Íslenskar sjávarafurðir með 19,45 prósenta hlut, Hlynur A ehf., félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu með 18,49 prósenta hlut, Legalis, félag lögmannsins Sigurbjörns Magnússonar með 13,9 prósenta hlut og Ramses II, félag Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, með 13,41 prósenta hlut. Þá eiga Ísfélag Vestmannaeyja, Lýsi hf. og fleiri aðilar einnig hlut.

Til að fjármagna taprekstur Morgunblaðsins þurftu þessir aðilar að leggja móðurfélaginu Þórsmörk til 275 milljónir króna í nýtt hlutafé í fyrra. Frá því að hópurinn tók við rekstrinum árið 2009 og réð Davíð Oddsson, þá fráfarandi seðlabankastjóra, sem ritstjóra hafa eigendur lagt alls 1,9 milljarða til rekstursins.

Fjallað er sérstaklega um óvenjulegar aðstæður vegna Covid-19 faraldursins í ársreikningi Þórsmerkur. „Það er mat stjórnenda félagsins að ekki sé vafi um rekstrarhæfi þess vegna þessa,“ segir í ársreikningnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár