Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 209 milljónum

Eig­end­ur Ár­vak­urs, fé­lags­ins sem gef­ur út Morg­un­blað­ið, lögðu því til 300 millj­ón­ir króna í auk­ið hluta­fé í fyrra til að fjár­magna ta­prekst­ur. Eig­end­ur hafa lagt til hálf­an millj­arð síð­ustu tvö ár og alls 1,9 millj­arða frá hruni.

Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 209 milljónum
Davíð Oddsson Frá því að nýir eigendur tóku við Morgunblaðinu árið 2009 og réðu Davíð sem ritstjóra hafa þeir lagt 1,9 milljarða króna til rekstursins. Mynd: Geirix

Eigendur Morgunblaðsins, sem að stærstum hluta eru aðilar í sjávarútvegi, lögðu útgáfufélagi þess Árvakri til 300 milljónir króna í nýtt hlutafé árið 2019. Tap af rekstrinum nam 209 milljónum króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Þórsmerkur, sem er móðurfélag Árvakurs. Árvakur gefur út Morgunblaðið, rekur Mbl.is og útvarpsstöðvarnar K100 og Retró 89,5. Tap á rekstri Árvakurs undanfarin tvö ár nemur 623 milljónum króna og hafa eigendur þurft að leggja rekstrinum til hálfan milljarð króna á því tímabili.

Stærstu eigendur Morgunblaðsins eru Íslenskar sjávarafurðir með 19,45 prósenta hlut, Hlynur A ehf., félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu með 18,49 prósenta hlut, Legalis, félag lögmannsins Sigurbjörns Magnússonar með 13,9 prósenta hlut og Ramses II, félag Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, með 13,41 prósenta hlut. Þá eiga Ísfélag Vestmannaeyja, Lýsi hf. og fleiri aðilar einnig hlut.

Til að fjármagna taprekstur Morgunblaðsins þurftu þessir aðilar að leggja móðurfélaginu Þórsmörk til 275 milljónir króna í nýtt hlutafé í fyrra. Frá því að hópurinn tók við rekstrinum árið 2009 og réð Davíð Oddsson, þá fráfarandi seðlabankastjóra, sem ritstjóra hafa eigendur lagt alls 1,9 milljarða til rekstursins.

Fjallað er sérstaklega um óvenjulegar aðstæður vegna Covid-19 faraldursins í ársreikningi Þórsmerkur. „Það er mat stjórnenda félagsins að ekki sé vafi um rekstrarhæfi þess vegna þessa,“ segir í ársreikningnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár