Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verktakar verða fyrir tugmilljóna tjóni vegna þjófnaðar

Bygg­inga­verk­tak­ar verða fyr­ir ít­rek­uðu tjóni vegna þjófn­að­ar á verk­fær­um og tækj­um. Ástand­inu er lýst sem far­aldri. Lög­regla og tolla­yf­ir­völd segja að um skipu­lagða glæp­a­starf­semi sé að ræða. Sjálf­stæð­ur raf­verktaki lenti í því að öll­um hans tækj­um var stol­ið í tvígang á hálfu ári.

Verktakar verða fyrir tugmilljóna tjóni vegna þjófnaðar

Verktakar í byggingariðnaði sem Stundin hefur rætt við segja stuld á verkfærum, tækjum og jafnvel byggingarefni svo umfangsmikinn að tala megi um faraldur í þeim efnum. Innkaupastjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtækis landsins, segir að fyrirtækið verði fyrir alvarlegu innbroti á hverjum verkstað sem það rekur einu sinni til tvisvar á verktíma, svo tjón vegna þess hlaupi á hundruðum þúsunda eða milljónum í hvert sinn. Er það samdóma álit þeirra sem rætt var við að stærstur hluti þjófnaðarins sé skipulagður og verkfæri, tæki og tól séu send úr landi til sölu þar.

Samtök iðnaðarins fullyrða að tjón byggingariðnaðarins vegna þessa hlaupi á hundruðum milljóna á undanförnum árum og vitað sé um einstaka verktaka sem hafi orðið fyrir tugmilljóna króna tjóni í þjófnaðarhrinu sem reið yfir snemma á þessu ári. Ekkert lát virðist á þjófnaði og skemmdarverkum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast við vandamálið og að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þar hefur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár