Verktakar í byggingariðnaði sem Stundin hefur rætt við segja stuld á verkfærum, tækjum og jafnvel byggingarefni svo umfangsmikinn að tala megi um faraldur í þeim efnum. Innkaupastjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtækis landsins, segir að fyrirtækið verði fyrir alvarlegu innbroti á hverjum verkstað sem það rekur einu sinni til tvisvar á verktíma, svo tjón vegna þess hlaupi á hundruðum þúsunda eða milljónum í hvert sinn. Er það samdóma álit þeirra sem rætt var við að stærstur hluti þjófnaðarins sé skipulagður og verkfæri, tæki og tól séu send úr landi til sölu þar.
Samtök iðnaðarins fullyrða að tjón byggingariðnaðarins vegna þessa hlaupi á hundruðum milljóna á undanförnum árum og vitað sé um einstaka verktaka sem hafi orðið fyrir tugmilljóna króna tjóni í þjófnaðarhrinu sem reið yfir snemma á þessu ári. Ekkert lát virðist á þjófnaði og skemmdarverkum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannast við vandamálið og að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þar hefur …
Athugasemdir