Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.

Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
Eyþór Arnalds og Líf Magneudóttir Borgarfulltrúi Vinstri grænna gerir gys að færslu Eyþórs. Mynd: Pressphotos

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir að Reykjavíkurborg auglýsi laus störf og að skattfé sé ekki varið í innlenda fréttamiðla. Eyþór er einn af stærstu hluthöfum Morgunblaðsins, en hann á í því 13,41 prósenta hlut í gegnum félag sitt.

Eyþór birti skjáskot af bandarísku fréttaveitunni CNN á Facebook síðu sinni í gær. Á því sést auglýsing frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vegna lausra starfa.

„Á sama tíma og fyrirtækin í borginni þurfa að segja upp fjölda starfsmanna er borgin sjálf að auglýsa eftir starfsmönnum,“ skrifar Eyþór. „Það vekur ekki síður athygli að verið er að kaupa auglýsingarnar meðal annars til birtingar á erlendri fréttaveitu. Hefði ekki verið nær að verja skattfénu í innlenda fréttamiðla? Fjárfestum innanlands. Verjum störfin.“

Auglýsingin er hins vegar svokölluð Google Ad, form auglýsingar sem hægt er að kaupa hjá tæknifyrirtækinu Google. Kaupandi velur það landsvæði sem auglýsingin birtist á, sem í þessu tilviki hefur líklega verið Ísland eða höfuðborgarsvæðið, og sjá internetnotendur á svæðinu auglýsinguna á ýmsum síðum þegar þeir vafra um netið.

Auglýsingin er þannig ekki keypt til birtingar á CNN heldur fellur Eyþór inn í þann markhóp áhorfenda sem stjórnsýsla Reykjavíkurborgar valdi til að sjá auglýsinguna. Auglýsingar Google Ads birtast ekki í miðlum á íslensku.

Þau störf sem skóla- og frístundasvið auglýsir um þessar mundir samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru störf kennara, stuðningsfulltrúa, frístundaleiðbeinenda og skólaliða.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir gys að færslu Eyþórs á Twitter. „Eyþór þarf að kynna sér hvernig Google auglýsingar virka,“ svarar notandinn @jonr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár