Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.

Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
Eyþór Arnalds og Líf Magneudóttir Borgarfulltrúi Vinstri grænna gerir gys að færslu Eyþórs. Mynd: Pressphotos

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir að Reykjavíkurborg auglýsi laus störf og að skattfé sé ekki varið í innlenda fréttamiðla. Eyþór er einn af stærstu hluthöfum Morgunblaðsins, en hann á í því 13,41 prósenta hlut í gegnum félag sitt.

Eyþór birti skjáskot af bandarísku fréttaveitunni CNN á Facebook síðu sinni í gær. Á því sést auglýsing frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vegna lausra starfa.

„Á sama tíma og fyrirtækin í borginni þurfa að segja upp fjölda starfsmanna er borgin sjálf að auglýsa eftir starfsmönnum,“ skrifar Eyþór. „Það vekur ekki síður athygli að verið er að kaupa auglýsingarnar meðal annars til birtingar á erlendri fréttaveitu. Hefði ekki verið nær að verja skattfénu í innlenda fréttamiðla? Fjárfestum innanlands. Verjum störfin.“

Auglýsingin er hins vegar svokölluð Google Ad, form auglýsingar sem hægt er að kaupa hjá tæknifyrirtækinu Google. Kaupandi velur það landsvæði sem auglýsingin birtist á, sem í þessu tilviki hefur líklega verið Ísland eða höfuðborgarsvæðið, og sjá internetnotendur á svæðinu auglýsinguna á ýmsum síðum þegar þeir vafra um netið.

Auglýsingin er þannig ekki keypt til birtingar á CNN heldur fellur Eyþór inn í þann markhóp áhorfenda sem stjórnsýsla Reykjavíkurborgar valdi til að sjá auglýsinguna. Auglýsingar Google Ads birtast ekki í miðlum á íslensku.

Þau störf sem skóla- og frístundasvið auglýsir um þessar mundir samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru störf kennara, stuðningsfulltrúa, frístundaleiðbeinenda og skólaliða.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir gys að færslu Eyþórs á Twitter. „Eyþór þarf að kynna sér hvernig Google auglýsingar virka,“ svarar notandinn @jonr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár