Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.

Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
Eyþór Arnalds og Líf Magneudóttir Borgarfulltrúi Vinstri grænna gerir gys að færslu Eyþórs. Mynd: Pressphotos

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir að Reykjavíkurborg auglýsi laus störf og að skattfé sé ekki varið í innlenda fréttamiðla. Eyþór er einn af stærstu hluthöfum Morgunblaðsins, en hann á í því 13,41 prósenta hlut í gegnum félag sitt.

Eyþór birti skjáskot af bandarísku fréttaveitunni CNN á Facebook síðu sinni í gær. Á því sést auglýsing frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vegna lausra starfa.

„Á sama tíma og fyrirtækin í borginni þurfa að segja upp fjölda starfsmanna er borgin sjálf að auglýsa eftir starfsmönnum,“ skrifar Eyþór. „Það vekur ekki síður athygli að verið er að kaupa auglýsingarnar meðal annars til birtingar á erlendri fréttaveitu. Hefði ekki verið nær að verja skattfénu í innlenda fréttamiðla? Fjárfestum innanlands. Verjum störfin.“

Auglýsingin er hins vegar svokölluð Google Ad, form auglýsingar sem hægt er að kaupa hjá tæknifyrirtækinu Google. Kaupandi velur það landsvæði sem auglýsingin birtist á, sem í þessu tilviki hefur líklega verið Ísland eða höfuðborgarsvæðið, og sjá internetnotendur á svæðinu auglýsinguna á ýmsum síðum þegar þeir vafra um netið.

Auglýsingin er þannig ekki keypt til birtingar á CNN heldur fellur Eyþór inn í þann markhóp áhorfenda sem stjórnsýsla Reykjavíkurborgar valdi til að sjá auglýsinguna. Auglýsingar Google Ads birtast ekki í miðlum á íslensku.

Þau störf sem skóla- og frístundasvið auglýsir um þessar mundir samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru störf kennara, stuðningsfulltrúa, frístundaleiðbeinenda og skólaliða.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir gys að færslu Eyþórs á Twitter. „Eyþór þarf að kynna sér hvernig Google auglýsingar virka,“ svarar notandinn @jonr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár