Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.

Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
Eyþór Arnalds og Líf Magneudóttir Borgarfulltrúi Vinstri grænna gerir gys að færslu Eyþórs. Mynd: Pressphotos

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir að Reykjavíkurborg auglýsi laus störf og að skattfé sé ekki varið í innlenda fréttamiðla. Eyþór er einn af stærstu hluthöfum Morgunblaðsins, en hann á í því 13,41 prósenta hlut í gegnum félag sitt.

Eyþór birti skjáskot af bandarísku fréttaveitunni CNN á Facebook síðu sinni í gær. Á því sést auglýsing frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vegna lausra starfa.

„Á sama tíma og fyrirtækin í borginni þurfa að segja upp fjölda starfsmanna er borgin sjálf að auglýsa eftir starfsmönnum,“ skrifar Eyþór. „Það vekur ekki síður athygli að verið er að kaupa auglýsingarnar meðal annars til birtingar á erlendri fréttaveitu. Hefði ekki verið nær að verja skattfénu í innlenda fréttamiðla? Fjárfestum innanlands. Verjum störfin.“

Auglýsingin er hins vegar svokölluð Google Ad, form auglýsingar sem hægt er að kaupa hjá tæknifyrirtækinu Google. Kaupandi velur það landsvæði sem auglýsingin birtist á, sem í þessu tilviki hefur líklega verið Ísland eða höfuðborgarsvæðið, og sjá internetnotendur á svæðinu auglýsinguna á ýmsum síðum þegar þeir vafra um netið.

Auglýsingin er þannig ekki keypt til birtingar á CNN heldur fellur Eyþór inn í þann markhóp áhorfenda sem stjórnsýsla Reykjavíkurborgar valdi til að sjá auglýsinguna. Auglýsingar Google Ads birtast ekki í miðlum á íslensku.

Þau störf sem skóla- og frístundasvið auglýsir um þessar mundir samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru störf kennara, stuðningsfulltrúa, frístundaleiðbeinenda og skólaliða.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir gys að færslu Eyþórs á Twitter. „Eyþór þarf að kynna sér hvernig Google auglýsingar virka,“ svarar notandinn @jonr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár