Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frásagnir mæðra af ofbeldi kerfisins

Sam­tök­in Líf án of­beld­is birta sög­ur mæðra sem hafa yf­ir­gef­ið of­beld­is­sam­bönd, en upp­lifa hörku kerf­is­ins sem hygl­ir hags­mun­um of­beld­is­manna og lít­ur fram hjá frá­sögn fórmar­lamba þeirra.

Frásagnir mæðra af ofbeldi kerfisins
Líf án ofbeldis Samtökin Líf án Ofbeldis deila frásögnum mæðra af ofbeldi í kerfi sem hyglir hagsmunum ofbeldismanna.

Samtökin Líf án ofbeldis deila á Facebook síðu sinni frásögnum mæðra af ofbeldi sem þær hafa flúið, en sitja enn uppi með eftirköst þess vegna verkferla kerfisins. 

Ein móðir skrifar um upplifun sína af því að komast af í kerfi þar sem frásagnir barna af kynferðisofbeldi í Barnahúsi eru álitnar „einhliða gagnaöflun móður.“ Hún segir tíu ár vera liðin frá því að kynferðisofbeldið var staðfest í lokaskýrslu af sálfræðingi í Barnahúsi. 

„Í ítrekuðum umgengnismálum og dagsektarmálum er sagt við mig af fulltrúum sýslumannsembættis að alltaf verði reynt að koma á umgengni við föður og skiptir engu þótt börnin hafi sagt frá kynferðisofbeldi í Barnahúsi. Fulltrúi slengir því framan í mig að dagsektirnar gætu orðið allt frá 25.000 - 50.000 á dag. „Dagsektir“ af því að ég vil ekki að brotið verði á börnunum mínum aftur,“ segir hún. 

Sem einstæð móðir segir hún kostnaðinn sem þessu fylgir vera íþyngjandi og hafi hún þurft að vinna mikið til þess að standa undir honum. Sú raun hafi á sama tíma þrengt að börnunum fjárhagslega. „Endalaus lögfræðikostnaður, margar milljónir, stundum þarf ég að kæra handónýta úrrskurði frá embættinu. Mikið vildi ég óska þess að ég hefði getað unnið minna og veitt börnunum mínum meira fyrir allan þennan pening.“

Auk þess segist hún þurfa að greiða allan sálfræðikostnað barnanna upp á eigin spýtur, en þau hafi þurft hjálp til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. „Ég þarf að greiða ein allan sálfræðikostnað því auðvitað þurfa börn að fá hjálp til þess að vinna sig út úr ofbeldinu. Fyrir utan að halda utan um þetta og vera eina foreldrið sem börnin mín eiga, þá þarf ég að díla við stefnuvotta sem koma á heimilið mitt um tíu leytið á kvöldin. Þá á ég líklega bara að geta sofið vel og tekist úthvíld á við það sem dagurinn ber í skauti sér. Kerfið hleypur með ofbeldinu hring eftir hring.“

Hún segir kerfið taka afstöðu gegn sér og Barnavernd ekki fúsa til að hjálpa. „Ég er góð mamma og það skal enginn taka frá mér, hvorki félagsráðgjafar né lögfræðingar hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík. Eitthvað fólk út í bæ. Barnavernd blandar sér ekki í umgengnismál þegar ég leitaði þangað, af hverju ekki? Á fundi hjá Umboðsmanni Barna var talað um „erfið ágreiningsmál“ og embætti blandi sér ekki í einstök mál.“

Hún segir embætti sýslumanns Reykjavíkur hafa skikkað hana til þess að fara fögrum orðum um föður barnanna, þann sem misnotaði þau kynferðislega, í þeirra návist. „Það stendur í úrskurði fulltrúa hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík að ég eigi að tala jákvætt um föður barna minna heima hjá mér. Ekki nóg með að ég eigi að tækla lífið út á við, þá á ég að tala jákvætt um geranda barna minna heima hjá mér. Hvaða skilaboð eru það til barnanna? Að þetta kynferðisofbeldi sé bara allt í lagi og ég standi ekki með þeim?“

Kerfið sem vopn í höndum ofbeldismanns 

Frásögn annarrar konu lýsir kerfinu sem vopni í höndum ofbeldismanns sem hún skildi við fyrir tveimur árum síðan, en hún deilir með honum sameiginlegu forræði.  

„Ég skildi við barnsföður minn fyrir tveimur árum síðan vegna andlegs ofbeldis gagnvart mér og börnunum okkar. Við erum með sameiginlegt forræði sem gengur alls ekki því að við virðumst ekki getað átt kurteisisleg samskipti, alveg sama hvað er reynt,“ segir hún. 

Hún segir börnunum líða illa hjá föður sínum, en umgengissamningur og hótun um dagsektir þvingi hana til þess að láta þau dvelja hjá honum. „Ég hef staðið í mjög ströngu síðustu tvö árin að setja honum mörk en hann finnur alltaf nýjar leiðir til að reyna að stjórna mér. Sameiginlega forræðið er eitt stjórntækið. Ég er löngu búin að blokka hann á öllum samfélagsmiðlum vegna ógeðfelldra skilaboða. Börnunum líður illa á heimili föður og vilja ekki vera þar en ég verð að senda þau vegna umgengnissamningsins og hótun um dagsektir ef ég ákveð að senda þau ekki.“

Hún segir félagsþjónustuna hafa verið litla hjálp og sáttarmeðferð aðeins virkað í návist utanaðkomandi aðila. „Ég hef verið í sambandi við félagsþjónustuna síðastliðið ár en það hefur lítið komið út úr því annað en að það eigi að hjálpa okkur að „bæta samskiptin.“ Við erum búin að fara í gegnum sáttameðferð sem bar ágætis árangur á meðan við vorum með þriðja aðila en um leið og það var búið þá fór allt í sama farið. Ég er með lögfræðing sem hefur ráðlagt mér að sækja um fulla forsjá og er ég að hugleiða það en ég veit að það á eftir að taka mikinn toll af börnunum.“

Hún segist vera föst og að henni sé hent á milli kerfa. „Ég er ennþá í þessu ofbeldissambandi þrátt fyrir að hafa skilið við manninn fyrir tveimur árum og ég þarf að senda börnin mín til hans,“ segir hún að lokum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár