Sema Erla Serdar segir að líkamsárás sem hún hafi orðið fyrir um verslunarmannahelgina fyrir tveimur árum hafi verið drifna af rótgrónu hatri. „Færa mætti rök fyrir því að um hatursglæp hafi verið að ræða,“ segir Sema. Meintur gerandi er ósammála Semu og upplifir framsögu hennar í fjölmiðlum sem mannorðsmorð gegn sér.
Sema lýsir upplifun af árásinni á Facebook-síðu sinni. „Um verslunarmannahelgina voru tvö ár síðan ráðist var á mig með líkamlegu ofbeldi og ítrekuðum morðhótunum fyrir utan veitingastað í Reykjavík. Ástæðan fyrir árásinni var ég. Það er að segja hver ég er, hvaðan og hver lífssýn mín er. Ástæðan fyrir árásinni var rótgróið hatur á mér sem einstaklingi og fyrirlitning á því sem ég stend fyrir.“
Ofbeldið byrjaði á netinu
Sema lagði fram kæru strax eftir verslunarmannahelgi, en konan sem um ræðir hafði að hennar sögn áreitt hana ítrekað á netinu allt frá árinu 2014. „Ég fór strax eftir umrædda …
Athugasemdir