Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áhyggjur af aðkomu lækna að stjórn Landspítala „ástæðulausar“

Lækna­ráð hef­ur gagn­rýnt áherslu á stjórn­un­ar- og skrif­stofu­störf hjá Land­spít­al­an­um og að fagráð verði val­in af for­stjóra. Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ir klín­ískt starfs­fólk engu að síð­ur koma að stjórn­un og stefnu­mörk­un og set­ur spurn­ing­ar­merki við full­yrð­ing­ar lækna.

Áhyggjur af aðkomu lækna að stjórn Landspítala „ástæðulausar“
Páll Matthíasson Forstjóri Landspítalans segir stoðþjónustu hjálpa vegna skorts á fagfólki.

Forstjóri Landspítalans segir að læknar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að þeir komi ekki að stjórnun spítalans. Stjórnunar- og skrifstofustörfum sé ekki fjölgað á kostnað starfa lækna og hjúkrunarfræðinga og yfirstjórnendur séu að verulegum hluta læknar.

„Fjölgunin er ekki til að búa til þægileg skrifstofustörf fyrir fólk sem sér aldrei sjúklinga,“ segir Páll Matthíasson forstjóri um störf í stoðþjónustu. „Heldur er hún einmitt í því augnamiði að efla þjónustu við sjúklinga.“

Læknaráð Landspítalans hefur verið gagnrýnið á ýmsa þætti í stjórnun spítalans og nýlegar breytingar á skipulagi. Læknaráð og hjúkrunarráð á heilbrigðisstofnunum, þar á meðal Landspítalanum, voru lögð niður þegar frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra varð að lögum í júní. Í stað þeirra kemur eitt fagráð, sem verður ekki kosið í af stéttunum heldur valið í af forstjóra.

Páll Matthíasson forstjóri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár