Forstjóri Landspítalans segir að læknar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að þeir komi ekki að stjórnun spítalans. Stjórnunar- og skrifstofustörfum sé ekki fjölgað á kostnað starfa lækna og hjúkrunarfræðinga og yfirstjórnendur séu að verulegum hluta læknar.
„Fjölgunin er ekki til að búa til þægileg skrifstofustörf fyrir fólk sem sér aldrei sjúklinga,“ segir Páll Matthíasson forstjóri um störf í stoðþjónustu. „Heldur er hún einmitt í því augnamiði að efla þjónustu við sjúklinga.“
Læknaráð Landspítalans hefur verið gagnrýnið á ýmsa þætti í stjórnun spítalans og nýlegar breytingar á skipulagi. Læknaráð og hjúkrunarráð á heilbrigðisstofnunum, þar á meðal Landspítalanum, voru lögð niður þegar frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra varð að lögum í júní. Í stað þeirra kemur eitt fagráð, sem verður ekki kosið í af stéttunum heldur valið í af forstjóra.
Páll Matthíasson forstjóri …
Athugasemdir