Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigur í þrístökki fyrir utan Óperukjallarann – og kannski eitthvað alvarlegra: Önnur mynd af Steingrími Joð

Í ann­arri grein um Stein­grím J. Sig­fús­son drep­ur Karl Th. Birg­is­son nið­ur fæti í tveim­ur bók­um sem hann hef­ur skrif­að. Og end­ar á fylle­ríi fyr­ir fram­an Óperukjall­ar­ann í Stokk­hólmi.

Sigur í þrístökki fyrir utan Óperukjallarann – og kannski eitthvað alvarlegra: Önnur mynd af Steingrími Joð
Steingrímur og Katrín Innanbúðarmaður lýsir því að Steingrímur hafi sagt Katrínu að vera í menntamálaráðuneytinu, í skjóli frá allra erfiðustu málunum eftir hrun. Mynd: Pressphotos

Ágætu lesendur. Steingrímur J. Sigfússon á skilið að sagðar séu af honum eintómar skemmtisögur og á þeim er enginn skortur. En við erum víst líka að reyna að skilja stjórnmálamanninn og hugðarefni hans.

Í síðustu grein sögðumst við eiga eftir að skoða nokkur málefni. Byrjum þar. En endum annars staðar.

Sjávarútvegur

Við nefndum í fyrri grein almenna afstöðu Steingríms í landbúnaðarmálum. Hún birtist í forræðis- og skipulagshyggju, að stjórnmálamenn þurfi að skipuleggja markaðinn, framleiðslu, vinnslu, sölu, ekki kannske neyzluna sjálfa, en stundum stappar nærri því.

Hin gamla atvinnugreinin, sjávarútvegur, hefur náttúrlega verið honum mjög hugleikin líka. Það er risastórt mál, en við skautum hér hratt yfir.

Steingrímur hefur nefnilega haft fleiri en eina skoðun í þeim efnum, sérstaklega auðlindagjöldum, en grunnhugsunin er sífellt sú sama: Það er ekkert að kerfinu í heild sinni. Við þurfum bara að skipuleggja greinina betur.

Um sjávarútveginn skrifaði Steingrímur bók, Róið á ný mið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár