Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Eins og mús í hrammi kattar á leiðinni heim“

El­ín Ýr Arn­ar Haf­dís­ar­dótt­ir lýs­ir því að ókunn­ug­ur karl­mað­ur í „veiði­hug“ hafi elt sig heim að næt­ur­lagi, en hún hafði hafn­að boði hans um kyn­líf og les­ið hon­um pist­il­inn um mannasiði. Hún seg­ist hafa lent í slíku áð­ur, en hef­ur feng­ið sig fullsadda af slíkri ógn­ar­hegð­un karla.

„Eins og mús í hrammi kattar á leiðinni heim“
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Elín lýsir reynslu sinni af grófri og endurtekinni áreitni karlmanna í sinn garð á gangi að næturlagi. Síðastliðinn laugardag mætti hún karlmanni á Klambratúni sem áreitti hana kynferðislega og elti hana heim.

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir lýsir skuggalegu atviki að næturlagi þegar hún mætti ókunnum karlmanni á Klambratúni á leið sinni úr heim úr miðbænum. Hún segir hann hafa verið ágengan í leit sinni að samneyti, svo ágengan að hann hafi gefið lítið fyrir höfnun og skammir, en elt hana heim. Hún komst undan, en vill deila reynslu sinni þar sem hún er komin með nóg af slíkri hegðun. 

Elín segir reynsluna ekki nýja, heldur hafi slíkt hent hana ítrekað á yngri árum. Það hafi þó komið henni á óvart að lenda í þessu á ný sem fullorðin kona og lýsir hún reynslu sinni á Twitter. „Ég vann á bar í tvö ár og gekk þá ein heim upp Laugaveg þegar fólk var að týnast heim. Óteljandi oft hef ég lent í alls kyns mönnum. Þeir hafa kallað á eftir mér, gripið í mig, klæmst við mig. Reynt að fá mig inn í bíla, reynt að fá mig heim með sér,“ segir hún.

Hún lýsir atviki þar sem karlmaður réðst á hana og hún þurfti að verja sig með húslyklunum sem hún hafði reiðubúna, líkt og margar aðrar konur sem ganga einar heim. „Einn reyndi að afgreiða erindi sitt upp við húsvegg á Hverfisgötu. Verandi kona, búandi í miðbæ, gangandi heim að nóttu hef ég alltaf haft varann á. Með húslykla í lófanum stakk ég lyklinum af krafti við nýrnastað. Hann datt í keng og meðan ég hljóp í burtu kallaði hann mig öllum illum nöfnum.“

Taldi sig örugga

Elín bjó í Hafnarfirði í áratug og á þeim tíma tók hún leigubíl heim úr bænum, en nýlega flutti hún aftur í nágrenni miðbæjar og gekk því heim þetta kvöld. „Verandi orðin eldri taldi ég mig ekki lengur markhóp. Ég var líka með þá óraunhæfu von að byltingar síðustu ára hefðu gert eitthvað, skilað einhverju,“ segir hún. „Þegar ég kem að Klambratúni stendur maður við götuhorn. Hann heilsar. Ég gleymdi mér. Ég passaði mig alltaf á því áður að heilsa ekki. Hunsa frekar og fá einhver fúkyrði á eftir mér fyrir vikið. Hann stökk til. Fór að tala við mig.“

Á meðan hún leitaði í vösunum eftir húslyklum og síma hugsaði hún með sér: „Hættir þetta aldrei?“ Hún segist hafa reynt hvað hún gat að styggja hann ekki. „Ég gekk greiðar en ekki um of. Sumir elska að sjá ótta. Hann spurði hvort ég ætti heima í nágrenninu. Ég sagði kannski. Hann spurði hvort ég hefði verið í partýi. Spurði hvort ég væri happý. [...] Spurði hvort hann mætti fylgja mér. Nei takk sagði ég. Spurði hvort ég vildi drykk. Nei sagði ég. Sagði svo að ég kysi að ganga ein. Það kom par inn á túnið og hann let sig hverfa. Parið beygði af leið og ég áfram,“ segir Elín. 

Hún segir hann hafa birst fljótlega aftur og áreitt hana áfram.  „Þegar ég nálgaðist runna að þá birtist hann þaðan. Við hittumst á ný sagði hann. Ég sagði ekkert. Gerir þig einhver hamingjusama spurði hann. Ég sagðist gera sjálfa mig hamingjusama. Viltu að ég geri þig hamingjusama með kynlífi spurði hann. Ég greip fastar um lykilinn.“ 

Eins og köttur og mús

„Svo fékk ég nóg af þessum leik; að vera eins og mús í hrammi kattar á leiðinni heim að nóttu. Ég sneri mér við. Horfði í augu hans sem ég passaði mig alltaf á að gera ekki. Las honum pistilinn um óviðeigandi hegðun, að ég og allar konur viljum geta gengið heim að næturlagi án þess að hitta graða karla í veiðihug. Ég sagði honum að koma sér í burtu og bera virðingu fyrir því sem ég hefði beðið hann um.“ Hún gekk í burtu en segir hann hafa hrópað á eftir henni hvort hann gæti fengið númerið hennar. Enn og aftur brást hún við neitandi.

„Ég sneri mér við. Horfði í augu hans sem ég passaði mig alltaf á að gera ekki“

Þegar hún gekk inn í Hlíðarnar, rétt ókomin heim, sá hún hann birtast á næsta götuhorni. Hún staðnæmdist og leit til hans. „Hann bakkar á bak við runna. Ég held áfram að nálgast húsið mitt og smeygi mér fyrir hornið í kringum garð, fer inn bakdyrnar. Ég stoppaði við gluggann og sá hann koma. Hann sneri að lokum við og fór.“

Hún spyr sig: „Hvenær í andskotanum geta konur gengið heim einar án þess að vera með húslykil sem vopn, með símann ólæstan til að smella á 112. Án þess að spá í því hvort það sé betra að ganga hliðargötu eða almenningsgarð? Án þess að vera myrtar því þær gengu einar heim? Nauðgað? Barðar? Úthúðað fyrir að segja nei?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár