Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Píratar bæta við sig fylgi

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar dregst sam­an, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist enn stærst­ur í könn­un MMR. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn fengi sína fyrstu þing­menn kjörna.

Píratar bæta við sig fylgi
Píratar Flokkurinn mælist næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokki. Mynd: Kristinn Magnússon

Píratar mælast nú næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með fylgi nær fjórðungs aðspurðra.

Könnunin var framkvæmd 23. til 28. júlí og hefur fylgi flokka breyst lítið frá síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar dregst mest saman og hefur flokkurinn tapað rúmum þremur prósentustigum frá síðustu mælingu í júní. Mælist hann sá þriðji stærsti með 13,1 prósenta fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósenta fylgi, jafn mikið og í síðustu könnun og nálægt kjörfylgi í kosningum haustið 2017. Píratar mælast með 15,4 prósenta fylgi, rúmlega tveimur prósentum meira en í síðustu könnun og vel yfir fylginu árið 2017 sem var 9,2 prósent.

Framsóknarflokkurinn rís einnig nokkuð í könnuninni. Mælist hann með 8,6 prósent og nartar í hæla Vinstri grænna, sem mælast með 10,8 prósent. Í kosningunum fengu Vinstri græn 16,9 prósent, en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, hefur tilkynnt um að næstu kosningar fari fram 25. september 2021.

Miðflokkurinn mælist með 8,4 prósent og Viðreisn sömuleiðis. Sósíalistaflokkurinn hækkar í könnuninni og mælist með 5,1 prósent. Mundi slíkt fylgi tryggja flokknum þingstyrk að loknum kosningum, en flokkurinn hefur ekki boðið áður fram til Alþingis. Flokkur fólksins mælist með 4 prósenta fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,7 prósent, aðeins meiri en í síðustu mælingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár