Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Píratar bæta við sig fylgi

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar dregst sam­an, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist enn stærst­ur í könn­un MMR. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn fengi sína fyrstu þing­menn kjörna.

Píratar bæta við sig fylgi
Píratar Flokkurinn mælist næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokki. Mynd: Kristinn Magnússon

Píratar mælast nú næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með fylgi nær fjórðungs aðspurðra.

Könnunin var framkvæmd 23. til 28. júlí og hefur fylgi flokka breyst lítið frá síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar dregst mest saman og hefur flokkurinn tapað rúmum þremur prósentustigum frá síðustu mælingu í júní. Mælist hann sá þriðji stærsti með 13,1 prósenta fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósenta fylgi, jafn mikið og í síðustu könnun og nálægt kjörfylgi í kosningum haustið 2017. Píratar mælast með 15,4 prósenta fylgi, rúmlega tveimur prósentum meira en í síðustu könnun og vel yfir fylginu árið 2017 sem var 9,2 prósent.

Framsóknarflokkurinn rís einnig nokkuð í könnuninni. Mælist hann með 8,6 prósent og nartar í hæla Vinstri grænna, sem mælast með 10,8 prósent. Í kosningunum fengu Vinstri græn 16,9 prósent, en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, hefur tilkynnt um að næstu kosningar fari fram 25. september 2021.

Miðflokkurinn mælist með 8,4 prósent og Viðreisn sömuleiðis. Sósíalistaflokkurinn hækkar í könnuninni og mælist með 5,1 prósent. Mundi slíkt fylgi tryggja flokknum þingstyrk að loknum kosningum, en flokkurinn hefur ekki boðið áður fram til Alþingis. Flokkur fólksins mælist með 4 prósenta fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,7 prósent, aðeins meiri en í síðustu mælingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár