Að finna ástina og stofna til fjölskyldu er helsta markmið flestra í vestrænum heimi, viðleitni sem endurómar á öllum sviðum mannlegrar menningar. Hugtakið ástarkraftur er notað til að lýsa því þegar annar aðilinn býður fram ást sína í formi óverðmetinnar vinnu á heimili.
Félagsfræðingurinn dr. Ólöf Júlíusdóttir hefur rannsakað birtingarmyndir hans í íslensku samfélagi, sem hún ræðir í viðtali við Stundina. Hún segir það oft vera erfitt fyrir konur að viðurkenna hve mikið álagið er, þar sem viðtekna hugmyndin sé sú að við eigum að geta allt. „Ísland á að vera svo mikil jafnréttisparadís, sem gerir það kannski erfiðara fyrir konur að geta ekki uppfyllt þetta allt saman hundrað prósent, að vera í fullri vinnu og frábært foreldri. Það er tabú að tala um að þetta sé erfitt því hér á landi er mikill stuðningur við foreldra á vinnumarkaði í samanburði við mörg önnur lönd en álagið er mikið. Öll …
Athugasemdir