Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum

Dóms­mála­ráð­herra hef­ur beð­ið Ólaf Helga Kjart­ans­son að láta af störf­um í kjöl­far deilu­mála um fram­ferði á vinnu­stað en hann hef­ur ekki orð­ið við því. Fer­ill hans hef­ur ein­kennst af um­deild­um ákvörð­un­um og hef­ur hann ít­rek­að sætt gagn­rýni.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum
Ólafur Helgi Kjartansson Lögreglustjóri Suðurnesja, Ólafur Helgi Kjartansson, hefur endurtekið verið viðriðinn deilumál og hefur framferði hans ítrekað verið gagnrýnt sem harkalegt og ófaglegt.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur beðið Ólaf Helga Kjartansson um að láta af störfum, en hann hefur ekki orðið við því. Klúr texti sem hann prentaði úr sameiginlegum prentara skrifstofunnar sem hann fer með yfirstjórnunarstöðu við sem lögreglustjóri Suðurnesja hleypti málinu af stað í maí. Tvær kvartanir liggja nú á borði trúnaðarmanns sem settar voru fram af hálfu samstarfsfólks hans við skrifstofu embættisins. 

Ólafur Helgi á langa og umdeilda sögu að baki sér, en hann hefur verið viðriðinn fjölda hneykslismála í gegnum árin. Í samantekt DV frá árinu 2014 er saga hans rakin vegna óánægju með skipun hans í embætti lögreglustjóra af hálfu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi ráðherra. Frá árinu 2002 hafði Ólafur starfað sem sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi, en fyrir það gegndi hann stöðu sýslumanns og bæjarfógeta á Ísafirði.

Illdeilur hafi ríkt meðal æðstu embættismanna lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt frétt Vísis, þar sem fylkingar hafi myndast með og á móti Ólafi Helga. Fjórir af sjö yfirmönnum eru þá sagðir vinna gegn honum með beinum hætti. Ólafur Helgi hefur lengi verið umdeildur, en ítrekaðar athugasemdir hafa verið lagðar fram um framferði hans í hinum ýmsu málum í gegnum árin. 

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir það augljóst að dómsmálaráðherra eigi að hafa umboð til þess að leysa frá störfum óhæfa embættismenn sem starfa innan lögreglunnar. Hann segir stöðu lögreglunnar á Suðurnesjum vera með öllu óboðlega.

Fréttir RÚV herma að deilur innan skrifstofunnar hafi verið undirliggjandi. Upp úr sauð þegar lögreglustjóri prentaði út klúran texta úr sameiginlegum prentara lögreglustöðvar. Ekki er vitað nákvæmlega hvers eðlis hann var. Í frétt RÚV kemur fram að prentarinn hafi orðið uppiskroppa með pappír og því hafi aðeins hluti skjalsins prentast út í fyrri atrennu, en restin skilað sér þegar annar starfsmaður fyllti á prentarann.

Taldi rétt staðið að verki í þvagleggsmálinu

Árið 2007 varði Ólafur aðgerðir lögreglumanna í hinu alræmda þvagleggsmáli á Selfossi. Kona hafði verið stöðvuð við akstur og neitaði að veita sýni, en lögreglumennirnir girtu niður um hana með valdi og héldu henni nauðugri á meðan þeir þvinguðu þvaglegg í hana. Taktlaus ummæli Ólafs til varnar lögreglunni vöktu athygli í kjölfarið. 

„Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“

Konan kærði lögregluna til ríkissaksóknara í kjölfarið fyrir kynferðisofbeldi og voru henni dæmdar bætur. „Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða,“ sagði Ólafur um málið.

Taldi barnaníðing ekki ógna almannahagsmunum

Barnaníðingur gekk laus í Vestmannaeyjum eftir að lögreglu barst myndbandsupptaka af nauðgun hans á stjúpdóttur sinni, en þar að auki fannst mikið magn af barnaklámi í hans fórum. Maðurinn var einnig grunaður um brot gegn þremur öðrum stúlkum. Ólafur taldi almannahagsmunum ekki stafa hætta af manninum og krafðist því ekki gæsluvarðhalds yfir honum, en sagði að hver maður væri saklaus uns sekt hans væri sönnuð. Maðurinn gekk laus í um það bil ár, en málið kom að lokum inn á borð saksóknara sem krafðist þess fyrir Héraðsdómi Suðurlands að hann sætti gæsluvarðhaldi. Í kröfugerð saksóknara var verkferli Ólafs sem lögreglustjóra gagnrýnt, þar sem skýrt þótti að maðurinn væri ógn við samfélagið.

Þá var Ólafur Helgi sakaður um að hafa valdið fjölskyldu vanlíðan eftir slys. Í opnu bréfi Helgu Jónsdóttur, lögfræðings, sem birt var í Fréttablaðinu árið 2008 lýsir hún furðu sinni á því að maður hennar hefði í óþökk hennar verið ákærður fyrir bílslys sem olli aðeins þeim tveimur skaða. Hún segist hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að fá sýslumann, Ólaf Helga, til þess að verða af kærunni en hafi það fallið í grýttan jarðveg. Álagið sem málaferlin ollu fjölskyldunni og henni sjálfri var að mati læknis til þess fallið að aftra bata hennar. Maðurinn var látinn greiða sekt og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Harkaleg framganga í garð skuldara

Árið 2009 í embætti sýslumanns á Selfossi boðaði Ólafur Helgi handtöku 370 einstaklinga í Árnessýslu þar sem þeir höfðu ekki skilað sér til fjárnáms í kjölfar efnahagshrunsins. Vöktu harkalegar aðgerðir hans athygli, en þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, tók fyrir hendurnar á honum og sagði þær ekki vera í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnar. 

Stefna Ólafs Helga í garð skuldara hélt áfram, en árið 2011 lét hann framkvæma nauðungarsölu án lagaheimildar. Tveir aðilar sem áttu hús til helmings í Þorlákshöfn áttu í hlut, en hafði annar þeirra leitað til umboðsmanns skuldara. Íbúðalánasjóður og Byko höfðu sóst eftir nauðungarsölu en dregið hana til baka eftir samskipti við umboðsmann skuldara. Ólafur Helgi fór engu að síður fram á nauðgunarsölu, en hún var dæmd ólögleg og í kjölfarið var sýslumanni gert að greiða eigendum hússins 200.000 krónur í málskostnað. 

„Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka“

Árið 2013 var hann gagnrýndur á ný fyrir nauðungaruppboð á Selfossi. Ólafur varð uppvís af því að lofa gerðarþola frest á uppboði til níu um kvöldið og voru fyrirheit hans fest á myndbönd sem birt voru á netinu. Hann skipti síðan um skoðun og þvertók fyrir að hafa nokkurn tíma sagt að uppboði yrði frestað. Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður og bóksali, var viðstaddur en hann lýsti aðstæðum: „Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka og fékk svo viðstadda lögmenn og fulltrúa banka til að undirrita hina ímynduðu uppboðsgerð sína sem svo sannarlega fór ekki fram í heyranda hljóði.“ Framferði Ólafs í máli Sverris Sverrisonar vakti jafnframt athygli um svipað leyti, en hann sagði sýslumann hafa neitað að bóka athugasemdir sínar við nauðungarsölu og meinað vitnum að vera viðstödd. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
6
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár