Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum

Dóms­mála­ráð­herra hef­ur beð­ið Ólaf Helga Kjart­ans­son að láta af störf­um í kjöl­far deilu­mála um fram­ferði á vinnu­stað en hann hef­ur ekki orð­ið við því. Fer­ill hans hef­ur ein­kennst af um­deild­um ákvörð­un­um og hef­ur hann ít­rek­að sætt gagn­rýni.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum
Ólafur Helgi Kjartansson Lögreglustjóri Suðurnesja, Ólafur Helgi Kjartansson, hefur endurtekið verið viðriðinn deilumál og hefur framferði hans ítrekað verið gagnrýnt sem harkalegt og ófaglegt.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur beðið Ólaf Helga Kjartansson um að láta af störfum, en hann hefur ekki orðið við því. Klúr texti sem hann prentaði úr sameiginlegum prentara skrifstofunnar sem hann fer með yfirstjórnunarstöðu við sem lögreglustjóri Suðurnesja hleypti málinu af stað í maí. Tvær kvartanir liggja nú á borði trúnaðarmanns sem settar voru fram af hálfu samstarfsfólks hans við skrifstofu embættisins. 

Ólafur Helgi á langa og umdeilda sögu að baki sér, en hann hefur verið viðriðinn fjölda hneykslismála í gegnum árin. Í samantekt DV frá árinu 2014 er saga hans rakin vegna óánægju með skipun hans í embætti lögreglustjóra af hálfu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi ráðherra. Frá árinu 2002 hafði Ólafur starfað sem sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi, en fyrir það gegndi hann stöðu sýslumanns og bæjarfógeta á Ísafirði.

Illdeilur hafi ríkt meðal æðstu embættismanna lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt frétt Vísis, þar sem fylkingar hafi myndast með og á móti Ólafi Helga. Fjórir af sjö yfirmönnum eru þá sagðir vinna gegn honum með beinum hætti. Ólafur Helgi hefur lengi verið umdeildur, en ítrekaðar athugasemdir hafa verið lagðar fram um framferði hans í hinum ýmsu málum í gegnum árin. 

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir það augljóst að dómsmálaráðherra eigi að hafa umboð til þess að leysa frá störfum óhæfa embættismenn sem starfa innan lögreglunnar. Hann segir stöðu lögreglunnar á Suðurnesjum vera með öllu óboðlega.

Fréttir RÚV herma að deilur innan skrifstofunnar hafi verið undirliggjandi. Upp úr sauð þegar lögreglustjóri prentaði út klúran texta úr sameiginlegum prentara lögreglustöðvar. Ekki er vitað nákvæmlega hvers eðlis hann var. Í frétt RÚV kemur fram að prentarinn hafi orðið uppiskroppa með pappír og því hafi aðeins hluti skjalsins prentast út í fyrri atrennu, en restin skilað sér þegar annar starfsmaður fyllti á prentarann.

Taldi rétt staðið að verki í þvagleggsmálinu

Árið 2007 varði Ólafur aðgerðir lögreglumanna í hinu alræmda þvagleggsmáli á Selfossi. Kona hafði verið stöðvuð við akstur og neitaði að veita sýni, en lögreglumennirnir girtu niður um hana með valdi og héldu henni nauðugri á meðan þeir þvinguðu þvaglegg í hana. Taktlaus ummæli Ólafs til varnar lögreglunni vöktu athygli í kjölfarið. 

„Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“

Konan kærði lögregluna til ríkissaksóknara í kjölfarið fyrir kynferðisofbeldi og voru henni dæmdar bætur. „Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða,“ sagði Ólafur um málið.

Taldi barnaníðing ekki ógna almannahagsmunum

Barnaníðingur gekk laus í Vestmannaeyjum eftir að lögreglu barst myndbandsupptaka af nauðgun hans á stjúpdóttur sinni, en þar að auki fannst mikið magn af barnaklámi í hans fórum. Maðurinn var einnig grunaður um brot gegn þremur öðrum stúlkum. Ólafur taldi almannahagsmunum ekki stafa hætta af manninum og krafðist því ekki gæsluvarðhalds yfir honum, en sagði að hver maður væri saklaus uns sekt hans væri sönnuð. Maðurinn gekk laus í um það bil ár, en málið kom að lokum inn á borð saksóknara sem krafðist þess fyrir Héraðsdómi Suðurlands að hann sætti gæsluvarðhaldi. Í kröfugerð saksóknara var verkferli Ólafs sem lögreglustjóra gagnrýnt, þar sem skýrt þótti að maðurinn væri ógn við samfélagið.

Þá var Ólafur Helgi sakaður um að hafa valdið fjölskyldu vanlíðan eftir slys. Í opnu bréfi Helgu Jónsdóttur, lögfræðings, sem birt var í Fréttablaðinu árið 2008 lýsir hún furðu sinni á því að maður hennar hefði í óþökk hennar verið ákærður fyrir bílslys sem olli aðeins þeim tveimur skaða. Hún segist hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að fá sýslumann, Ólaf Helga, til þess að verða af kærunni en hafi það fallið í grýttan jarðveg. Álagið sem málaferlin ollu fjölskyldunni og henni sjálfri var að mati læknis til þess fallið að aftra bata hennar. Maðurinn var látinn greiða sekt og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Harkaleg framganga í garð skuldara

Árið 2009 í embætti sýslumanns á Selfossi boðaði Ólafur Helgi handtöku 370 einstaklinga í Árnessýslu þar sem þeir höfðu ekki skilað sér til fjárnáms í kjölfar efnahagshrunsins. Vöktu harkalegar aðgerðir hans athygli, en þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, tók fyrir hendurnar á honum og sagði þær ekki vera í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnar. 

Stefna Ólafs Helga í garð skuldara hélt áfram, en árið 2011 lét hann framkvæma nauðungarsölu án lagaheimildar. Tveir aðilar sem áttu hús til helmings í Þorlákshöfn áttu í hlut, en hafði annar þeirra leitað til umboðsmanns skuldara. Íbúðalánasjóður og Byko höfðu sóst eftir nauðungarsölu en dregið hana til baka eftir samskipti við umboðsmann skuldara. Ólafur Helgi fór engu að síður fram á nauðgunarsölu, en hún var dæmd ólögleg og í kjölfarið var sýslumanni gert að greiða eigendum hússins 200.000 krónur í málskostnað. 

„Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka“

Árið 2013 var hann gagnrýndur á ný fyrir nauðungaruppboð á Selfossi. Ólafur varð uppvís af því að lofa gerðarþola frest á uppboði til níu um kvöldið og voru fyrirheit hans fest á myndbönd sem birt voru á netinu. Hann skipti síðan um skoðun og þvertók fyrir að hafa nokkurn tíma sagt að uppboði yrði frestað. Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður og bóksali, var viðstaddur en hann lýsti aðstæðum: „Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka og fékk svo viðstadda lögmenn og fulltrúa banka til að undirrita hina ímynduðu uppboðsgerð sína sem svo sannarlega fór ekki fram í heyranda hljóði.“ Framferði Ólafs í máli Sverris Sverrisonar vakti jafnframt athygli um svipað leyti, en hann sagði sýslumann hafa neitað að bóka athugasemdir sínar við nauðungarsölu og meinað vitnum að vera viðstödd. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár