Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum

Dóms­mála­ráð­herra hef­ur beð­ið Ólaf Helga Kjart­ans­son að láta af störf­um í kjöl­far deilu­mála um fram­ferði á vinnu­stað en hann hef­ur ekki orð­ið við því. Fer­ill hans hef­ur ein­kennst af um­deild­um ákvörð­un­um og hef­ur hann ít­rek­að sætt gagn­rýni.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum
Ólafur Helgi Kjartansson Lögreglustjóri Suðurnesja, Ólafur Helgi Kjartansson, hefur endurtekið verið viðriðinn deilumál og hefur framferði hans ítrekað verið gagnrýnt sem harkalegt og ófaglegt.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur beðið Ólaf Helga Kjartansson um að láta af störfum, en hann hefur ekki orðið við því. Klúr texti sem hann prentaði úr sameiginlegum prentara skrifstofunnar sem hann fer með yfirstjórnunarstöðu við sem lögreglustjóri Suðurnesja hleypti málinu af stað í maí. Tvær kvartanir liggja nú á borði trúnaðarmanns sem settar voru fram af hálfu samstarfsfólks hans við skrifstofu embættisins. 

Ólafur Helgi á langa og umdeilda sögu að baki sér, en hann hefur verið viðriðinn fjölda hneykslismála í gegnum árin. Í samantekt DV frá árinu 2014 er saga hans rakin vegna óánægju með skipun hans í embætti lögreglustjóra af hálfu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi ráðherra. Frá árinu 2002 hafði Ólafur starfað sem sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi, en fyrir það gegndi hann stöðu sýslumanns og bæjarfógeta á Ísafirði.

Illdeilur hafi ríkt meðal æðstu embættismanna lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt frétt Vísis, þar sem fylkingar hafi myndast með og á móti Ólafi Helga. Fjórir af sjö yfirmönnum eru þá sagðir vinna gegn honum með beinum hætti. Ólafur Helgi hefur lengi verið umdeildur, en ítrekaðar athugasemdir hafa verið lagðar fram um framferði hans í hinum ýmsu málum í gegnum árin. 

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir það augljóst að dómsmálaráðherra eigi að hafa umboð til þess að leysa frá störfum óhæfa embættismenn sem starfa innan lögreglunnar. Hann segir stöðu lögreglunnar á Suðurnesjum vera með öllu óboðlega.

Fréttir RÚV herma að deilur innan skrifstofunnar hafi verið undirliggjandi. Upp úr sauð þegar lögreglustjóri prentaði út klúran texta úr sameiginlegum prentara lögreglustöðvar. Ekki er vitað nákvæmlega hvers eðlis hann var. Í frétt RÚV kemur fram að prentarinn hafi orðið uppiskroppa með pappír og því hafi aðeins hluti skjalsins prentast út í fyrri atrennu, en restin skilað sér þegar annar starfsmaður fyllti á prentarann.

Taldi rétt staðið að verki í þvagleggsmálinu

Árið 2007 varði Ólafur aðgerðir lögreglumanna í hinu alræmda þvagleggsmáli á Selfossi. Kona hafði verið stöðvuð við akstur og neitaði að veita sýni, en lögreglumennirnir girtu niður um hana með valdi og héldu henni nauðugri á meðan þeir þvinguðu þvaglegg í hana. Taktlaus ummæli Ólafs til varnar lögreglunni vöktu athygli í kjölfarið. 

„Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“

Konan kærði lögregluna til ríkissaksóknara í kjölfarið fyrir kynferðisofbeldi og voru henni dæmdar bætur. „Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða,“ sagði Ólafur um málið.

Taldi barnaníðing ekki ógna almannahagsmunum

Barnaníðingur gekk laus í Vestmannaeyjum eftir að lögreglu barst myndbandsupptaka af nauðgun hans á stjúpdóttur sinni, en þar að auki fannst mikið magn af barnaklámi í hans fórum. Maðurinn var einnig grunaður um brot gegn þremur öðrum stúlkum. Ólafur taldi almannahagsmunum ekki stafa hætta af manninum og krafðist því ekki gæsluvarðhalds yfir honum, en sagði að hver maður væri saklaus uns sekt hans væri sönnuð. Maðurinn gekk laus í um það bil ár, en málið kom að lokum inn á borð saksóknara sem krafðist þess fyrir Héraðsdómi Suðurlands að hann sætti gæsluvarðhaldi. Í kröfugerð saksóknara var verkferli Ólafs sem lögreglustjóra gagnrýnt, þar sem skýrt þótti að maðurinn væri ógn við samfélagið.

Þá var Ólafur Helgi sakaður um að hafa valdið fjölskyldu vanlíðan eftir slys. Í opnu bréfi Helgu Jónsdóttur, lögfræðings, sem birt var í Fréttablaðinu árið 2008 lýsir hún furðu sinni á því að maður hennar hefði í óþökk hennar verið ákærður fyrir bílslys sem olli aðeins þeim tveimur skaða. Hún segist hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að fá sýslumann, Ólaf Helga, til þess að verða af kærunni en hafi það fallið í grýttan jarðveg. Álagið sem málaferlin ollu fjölskyldunni og henni sjálfri var að mati læknis til þess fallið að aftra bata hennar. Maðurinn var látinn greiða sekt og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Harkaleg framganga í garð skuldara

Árið 2009 í embætti sýslumanns á Selfossi boðaði Ólafur Helgi handtöku 370 einstaklinga í Árnessýslu þar sem þeir höfðu ekki skilað sér til fjárnáms í kjölfar efnahagshrunsins. Vöktu harkalegar aðgerðir hans athygli, en þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, tók fyrir hendurnar á honum og sagði þær ekki vera í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnar. 

Stefna Ólafs Helga í garð skuldara hélt áfram, en árið 2011 lét hann framkvæma nauðungarsölu án lagaheimildar. Tveir aðilar sem áttu hús til helmings í Þorlákshöfn áttu í hlut, en hafði annar þeirra leitað til umboðsmanns skuldara. Íbúðalánasjóður og Byko höfðu sóst eftir nauðungarsölu en dregið hana til baka eftir samskipti við umboðsmann skuldara. Ólafur Helgi fór engu að síður fram á nauðgunarsölu, en hún var dæmd ólögleg og í kjölfarið var sýslumanni gert að greiða eigendum hússins 200.000 krónur í málskostnað. 

„Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka“

Árið 2013 var hann gagnrýndur á ný fyrir nauðungaruppboð á Selfossi. Ólafur varð uppvís af því að lofa gerðarþola frest á uppboði til níu um kvöldið og voru fyrirheit hans fest á myndbönd sem birt voru á netinu. Hann skipti síðan um skoðun og þvertók fyrir að hafa nokkurn tíma sagt að uppboði yrði frestað. Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður og bóksali, var viðstaddur en hann lýsti aðstæðum: „Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka og fékk svo viðstadda lögmenn og fulltrúa banka til að undirrita hina ímynduðu uppboðsgerð sína sem svo sannarlega fór ekki fram í heyranda hljóði.“ Framferði Ólafs í máli Sverris Sverrisonar vakti jafnframt athygli um svipað leyti, en hann sagði sýslumann hafa neitað að bóka athugasemdir sínar við nauðungarsölu og meinað vitnum að vera viðstödd. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár