Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný stjórnarskrá afsprengi ofbeldis og sögufölsunar eftir hrun

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins lík­ir fólki sem mót­mælti í Búsáhalda­bylt­ing­unni við ræn­ingja. Sag­an hafi ver­ið föls­uð af fjöl­miðl­um í þágu út­rás­ar­vík­inga, en lög­regla hafi unn­ið ótrú­legt af­rek við að stöðva of­beldis­að­gerð­ir.

Ný stjórnarskrá afsprengi ofbeldis og sögufölsunar eftir hrun
Davíð Oddsson Ekki er merkt hver höfundur leiðara Morgunblaðsins er. Mynd: Pressphotos

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að „ofbeldisaðgerðir“ eftir bankahrun hafi haft það markmið að „steypa um grunnstoðum á Íslandi“ með dyggum stuðningi fræðimanna og fjölmiðla. Skipulögð múgæsing hafi verið um breytingu stjórnarskrárinnar.

Leiðarar blaðsins eru ómerktir og því á ábyrgð ritstjóra, en þeir eru Haraldur Johannessen og Davíð Oddsson, sem var seðlabankastjóri í bankahruninu 2008. Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir breytti lögum um Seðlabankann og fækkaði seðlabankastjórum svo Davíð þurfti að víkja. Var hann í kjölfarið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins af nýjum eigendum þess, sem að mestu eru aðilar í sjávarútvegi. Hafa þeir lagt til 1,9 milljarða króna frá árinu 2009 til að fjármagna taprekstur blaðsins.

„Það er enginn áhugi með þjóðinni eftir „nýrri stjórnarskrá“,“ segir í leiðaranum. „Þó er því haldið fram með reglubundnum hætti. Af hverju fór málið af stað með ógnvænlegum pólitískum þunga 2009? Hreina vinstristjórnin skolaðist inn á þing með drjúgt fylgi eftir vel skipulagt uppnám þjóðarinnar, grjótkast og hávaða sem gerði Alþingi illfært að sinna sínum verkum.“

Nýja stjórnarskráin svokallaða var samin af stjórnlagaráði og var afhent Alþingi árið 2011. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 studdu tveir þriðju kjósenda það að stjórnarskráin yrði lögð til grundvallar frumvarps um nýja stjórnarskrá.

Segir höfundur að vinstristjórnin hafi hangið eins og „óþvegin tuska á snúru“ eftir mikið fylgistap. „Fámennt lögreglulið landsins hafði unnið ótrúlegt afrek, og alls ekki sjálfgefið í því andrúmslofti, með því að ná að verjast ofurefli liðs, þar sem margir huldu andlit sitt eins og ræningjar gera og aðrir þeir sem illt hafa í hyggju.“

„[...] margir huldu andlit sitt eins og ræningjar gera og aðrir þeir sem illt hafa í hyggju“

Ennfremur heldur höfundur því fram að markmiðið með mótmælunum hafi verið að verja útrásarvíkinga og „læða landinu“ inn í Evrópusambandið. „Alþjóðlega bankaáfallinu, sem vissulega átti íslenska hlið, var á hinn bóginn snúið upp í séríslenskra gerð úr tengslum við allt annað. Með atbeina Ríkisútvarpsins og fjölmiðla Baugs voru spunnar upp sakir sem beindu sjónum frá þeim sem höfðu misnotað lánstraust þjóðarinnar út á við í eigin þágu og blindað stjórnmálamenn til að afneita aðvörunarorðum um hvað stefndi óhjákvæmilega í. Markmiðið með ofbeldisaðgerðunum í bland við fölsun nýliðinnar sögu var að steypa um grunnstoðum á Íslandi þegar þjóðin næði ekki vopnum sínum vegna tímabundins fárs,“ segir í leiðaranum.

Höfundur segir loks að ekki sé fjöður fyrir því að þjóðin krefjist stjórnarskrárbreytinga. „Lítið vantaði upp á að „fræðimenn“, sem aldrei bera nokkra ábyrgð, tækju ekki fullan þátt í upplausnarspunanum, en þó með virðingarverðum undantekningum,“ skrifar hann. „En þeir sem ekki höfðu sjálfstraust eða styrk til að standast freistinguna né langvarandi þrá eftir kastljósi, sem gæfi þeim styrk til að hætta sér út fyrir háskólalóðina, slógu til og urðu minni menn. Sumir þeirra tóku undir að óhjákvæmilegt væri vegna „hrunsins“ að breyta stjórnarskránni en færðu þó ekki rök fyrir tengingunni. Engin önnur þjóð sem lenti í áþekku efnahagsmótlæti gekk með grillu af því tagi. Stjórnarskrá á að breyta seint og hægt og allra síst í uppblásnu ástandi knúnu fram í krafti skipulagðrar múgæsingar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár