Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný stjórnarskrá afsprengi ofbeldis og sögufölsunar eftir hrun

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins lík­ir fólki sem mót­mælti í Búsáhalda­bylt­ing­unni við ræn­ingja. Sag­an hafi ver­ið föls­uð af fjöl­miðl­um í þágu út­rás­ar­vík­inga, en lög­regla hafi unn­ið ótrú­legt af­rek við að stöðva of­beldis­að­gerð­ir.

Ný stjórnarskrá afsprengi ofbeldis og sögufölsunar eftir hrun
Davíð Oddsson Ekki er merkt hver höfundur leiðara Morgunblaðsins er. Mynd: Pressphotos

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að „ofbeldisaðgerðir“ eftir bankahrun hafi haft það markmið að „steypa um grunnstoðum á Íslandi“ með dyggum stuðningi fræðimanna og fjölmiðla. Skipulögð múgæsing hafi verið um breytingu stjórnarskrárinnar.

Leiðarar blaðsins eru ómerktir og því á ábyrgð ritstjóra, en þeir eru Haraldur Johannessen og Davíð Oddsson, sem var seðlabankastjóri í bankahruninu 2008. Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir breytti lögum um Seðlabankann og fækkaði seðlabankastjórum svo Davíð þurfti að víkja. Var hann í kjölfarið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins af nýjum eigendum þess, sem að mestu eru aðilar í sjávarútvegi. Hafa þeir lagt til 1,9 milljarða króna frá árinu 2009 til að fjármagna taprekstur blaðsins.

„Það er enginn áhugi með þjóðinni eftir „nýrri stjórnarskrá“,“ segir í leiðaranum. „Þó er því haldið fram með reglubundnum hætti. Af hverju fór málið af stað með ógnvænlegum pólitískum þunga 2009? Hreina vinstristjórnin skolaðist inn á þing með drjúgt fylgi eftir vel skipulagt uppnám þjóðarinnar, grjótkast og hávaða sem gerði Alþingi illfært að sinna sínum verkum.“

Nýja stjórnarskráin svokallaða var samin af stjórnlagaráði og var afhent Alþingi árið 2011. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 studdu tveir þriðju kjósenda það að stjórnarskráin yrði lögð til grundvallar frumvarps um nýja stjórnarskrá.

Segir höfundur að vinstristjórnin hafi hangið eins og „óþvegin tuska á snúru“ eftir mikið fylgistap. „Fámennt lögreglulið landsins hafði unnið ótrúlegt afrek, og alls ekki sjálfgefið í því andrúmslofti, með því að ná að verjast ofurefli liðs, þar sem margir huldu andlit sitt eins og ræningjar gera og aðrir þeir sem illt hafa í hyggju.“

„[...] margir huldu andlit sitt eins og ræningjar gera og aðrir þeir sem illt hafa í hyggju“

Ennfremur heldur höfundur því fram að markmiðið með mótmælunum hafi verið að verja útrásarvíkinga og „læða landinu“ inn í Evrópusambandið. „Alþjóðlega bankaáfallinu, sem vissulega átti íslenska hlið, var á hinn bóginn snúið upp í séríslenskra gerð úr tengslum við allt annað. Með atbeina Ríkisútvarpsins og fjölmiðla Baugs voru spunnar upp sakir sem beindu sjónum frá þeim sem höfðu misnotað lánstraust þjóðarinnar út á við í eigin þágu og blindað stjórnmálamenn til að afneita aðvörunarorðum um hvað stefndi óhjákvæmilega í. Markmiðið með ofbeldisaðgerðunum í bland við fölsun nýliðinnar sögu var að steypa um grunnstoðum á Íslandi þegar þjóðin næði ekki vopnum sínum vegna tímabundins fárs,“ segir í leiðaranum.

Höfundur segir loks að ekki sé fjöður fyrir því að þjóðin krefjist stjórnarskrárbreytinga. „Lítið vantaði upp á að „fræðimenn“, sem aldrei bera nokkra ábyrgð, tækju ekki fullan þátt í upplausnarspunanum, en þó með virðingarverðum undantekningum,“ skrifar hann. „En þeir sem ekki höfðu sjálfstraust eða styrk til að standast freistinguna né langvarandi þrá eftir kastljósi, sem gæfi þeim styrk til að hætta sér út fyrir háskólalóðina, slógu til og urðu minni menn. Sumir þeirra tóku undir að óhjákvæmilegt væri vegna „hrunsins“ að breyta stjórnarskránni en færðu þó ekki rök fyrir tengingunni. Engin önnur þjóð sem lenti í áþekku efnahagsmótlæti gekk með grillu af því tagi. Stjórnarskrá á að breyta seint og hægt og allra síst í uppblásnu ástandi knúnu fram í krafti skipulagðrar múgæsingar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár