Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“

Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur seg­ir það hafa leg­ið fyr­ir að sam­vinnu­verk­efni rík­is og einka­að­ila við vega­fram­kvæmd­ir yrði dýr­ara en ef rík­ið hefði gert það. Hann vís­ar í yf­ir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjóra FÍB sem seg­ir að rík­ið verði að fara bet­ur með al­manna­fé.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“
Andrés Ingi Jónsson Þingmaðurinn segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um að framkvæmdir yrðu dýrari með aðkomu einkaaðila.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um aukinn kostnað þess að ráðast í samstarf með einkaaðilum í vegaframkvæmdum. Hann vísar í frétt RÚV um kostnaðarútreikninga FÍB, en framkvæmdastjóri félagsins lýsti því yfir að ríkið þyrfi að ráðstafa almannafé með betri hætti.

Andrés segir upphæðirnar sláandi í færslu á Facebook síðu sinni. „FÍB reiknar hér út hversu mikið dýrara það er að fá einkaaðila inn í vegaframkvæmdir með ríkinu, frekar en að ríkið standi einfaldlega sjálft að því að byggja upp þessa grunninnviði. Þessar tölur eru sláandi en ættu ekki að koma neinum á óvart.“

Hann segir skýrslur um kostnað slíkra verkefna hafa legið fyrir. „Það kom skýrt fram í frumvarpi samgönguráðherra og nefndaráliti meirihlutans að reynslan í Evrópu hafi verið sú að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði.“

Þingmenn meðvitaðir um auka kostnað

Í nýrri samgönguáætlun til 15 ára er fjallað um samvinnu ríkis og einkaaðila hvað varðar fimm framkvæmdir, auk Sundabrautar. Þessar framkvæmdir eru tvöföldum Hvalfjarðarganga, ný Ölfusársbrú, göng í gegnum Reynisfjall, ný Hornafjarðarbrúar og Axarvegur.

Andrés er afdráttarlaus um að þingmenn sem samþykktu fjármagn þessarar aðferðar hafi vitað að hún yrði dýrari. „Þeir þingmenn sem samþykktu að fjármagna þessar fimm vegaframkvæmdir í samvinnu ríkis og einkaaðila voru fullkomnlega meðvitaðir um að sú leið væri dýrari, eins og FÍB bendir á í þessari frétt.“

Hann segir marga hafa bent á að aukin framlög til samgöngumála væru eðlilegri leið, en hafi afstaða stjórnarliða verið að „ljóst“ væri að brýn verkefni myndu ekki komast til framkvæmda án annarra fjármögnunarleiða.

„Það eina sem er „ljóst“ er að stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann á milli almennings og ríkissjóðs, með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir almenning,“ segir Andrés. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár