Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rænd á meðan hún svaf: „Ég hef ekkert farið ein upp í íbúð síðan“

Alda B. Guð­munds­dótt­ir varð fyr­ir áfalli þeg­ar brot­ist var inn á heim­ili henn­ar á með­an hún svaf. Hún vill vekja at­hygli á mik­il­vægi þess að læsa alltaf að sér, því hætt­an ger­ir ekki boð á und­an sér.

Rænd á meðan hún svaf: „Ég hef ekkert farið ein upp í íbúð síðan“
Alda B. Guðmundsdóttir Brotist var inn á heimili Öldu þegar hún svaf síðdegis. Ýmsum verðmætum var stolið og var hún ótryggð, en hún segist fegin því að verr hafi ekki farið.

Þegar Alda B. Guðmundsdóttir vaknaði eftir síðdegisblund þann 19. júlí beið hennar óhugnaleg sýn. Hún hafði óvart gleymt að læsa hurðinni á eftir móður sinni og systur, sem hún hafði varið deginum með. Hún sá að eitthvað var að, þar sem málningarslettur mynduðu slóð á milli herbergja og skáparnir inni á baði voru opnir. Draumasíminn sem hún hafði fjárfest í í febrúar var horfinn, ásamt úlpu, lyklum og bílnum hennar.

Atburðurinn var mikið áfall fyrir Öldu. „Ég áttaði mig eiginlega strax á því að það væri búið að ræna mig því ég veit alltaf hvar ég set hlutina og þetta er mjög lítil íbúð. Ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að bregðast við. Þegar lögreglan kom var ég svo dofin. Ég á erfitt með að sýna tilfinningar fyrir framan aðra, en ég grét svo alla leiðina heim í bílnum hjá mömmu og pabba,“ segir hún.

Hrædd við að vera í íbúðinni

Alda er á einhverfurófi og það var stórt skref fyrir hana að flytja að heiman, en hún hafði ekki gert sér grein fyrir mikilvægi heimilistrygginga svo hún mun ekki fá tjónið bætt. Hún segist vilja stíga fram til þess að vekja vitund og minna fólk á að læsa alltaf að sér, jafnvel þó það sé heima. „Ég vildi stíga fram og vara fólk við, sérstaklega þá sem búa nálægt mér. Lögreglan sagði að þessir menn væru að stunda þetta, en þeim er sleppt alltaf aftur. Ég vona að fólk passi sig að læsa alltaf hurðinni, þó það sé heima.“ 

„Ég á erfitt með að vera í blokkinni núna, mér finnst ég ekki alveg örugg þar“

Alda segist upplifa kvíða eftir þetta áfall og ekki enn treysta sér til þess að sofa í íbúðinni. „Ég á erfitt með að vera í blokkinni núna, mér finnst ég ekki alveg örugg þar og hef sofið síðustu nætur hjá foreldrum mínum. Ég hef ekkert farið ein upp í íbúð síðan þetta gerðist og ég veit ekki hvort ég gæti sofið þar.“

Lögreglan þekkti mennina

Íbúðin, er hennar fyrsta eign og er staðsett í nýja hverfinu við Valsheimilið í 102 Reykjavík. Enn er mikið um uppbyggingu og iðnaðarmenn á svæðinu. Að sögn Öldu telur lögreglan að innbrotsþjófarnir hafi brugðið sér í slíkt líki til þess að virðast síður tortryggilegir. „Það er ekki vitað hvort þeir hafi allir komið inn til mín, eða bara einn. Það er talið að einn þeirra hafi þóst vera vinnumaður. Hann var með vinnujakka og hafði með sér málningafötu sem hann fann líklega í húsinu. Ég varð ekkert vör við þetta, þó ég sofi vanalega ekkert fast. Lögreglan sagðist þekkja þessa menn og þeir væru mjög góðir í þessu.“

„Þetta var eina skiptið þar sem ég hef gleymt að læsa hurðinni síðan ég flutti inn“

Alda lýsir óhugnalegri atburðarás, þar sem hún vaknaði og kom að íbúðinni sinni í öðru standi en hún hafði skilið hana eftir. „Þetta var eina skiptið þar sem ég hef gleymt að læsa hurðinni síðan ég flutti inn. Ég var nýkomin heim eftir að hafa verið úti með systur minni og mömmu og ég bara gleymdi því. Þær voru nýfarnar og ég lá uppi í rúmi, var ótrúlega þreytt eftir daginn. Klukkan var tuttugu mínútur fyrir fimm þegar ég sofnaði og svo vaknaði ég svona fimmtíu mínútum síðar. Þegar ég fór fram var það fyrsta sem ég sá að það voru málningarslettur á gólfinu um alla íbúð. Ég elti sletturnar inn á bað þar sem skáparnir voru galopnir og greinilega einhver búinn að vera að gramsa í þeim. Fyrst var ég ekki alveg að kveikja, því ég er með kött og hélt að hún væri kannski bara búin að komast í eitthvað og æla. Ég vissi ekki alveg hvað þetta var. Svo tók ég eftir því að úlpan mín sem hafði verið á eldhússtólnum var horfin. Ég var nýbúin að setja símann í hleðslu á eldhúsborðinu og hann var líka horfinn svo ég gat ekki hringt í neinn. Ég fór yfir til nágrannans við hliðina á mér, sagði ég héldi að það hefði einhver verið að ræna mig og fékk að hringja hjá henni. Mamma mín kom, ásamt bróður mínum. Við sáum að bílinn minn var líka horfinn og hringdum í lögregluna.“

Bíllinn fannst, ásamt þremur mönnum sem samkvæmt lögreglu voru í annarlegu ástandi. „Lögreglan auglýsti strax eftir bílnum og ég fór bara heim með mömmu og pabba. Klukkan ellefu um kvöldið fæ ég símhringingu. Bíllinn hafði fundist, en með allt öðru bílnúmeri. Þeir leituðu í kerfinu og númerið passaði engan veginn við bílinn. Lögreglan stöðvaði þá og ég fékk að vita að þetta hafi verið þrír karlmenn sem voru allir í annarlegu ástandi. Þeir höfðu verið að reykja inni í bílnum og aska út um allt. Ég kom upp á lögreglustöð og bíllinn var tæmdur fyrir framan mig. Það var fullt af sprautunálum í bílnum, hasspípa og smokkar. Alls konar drasl. Þeir fundu líka úlpuna og lyklana mína. Lögreglan sagði að þeir væru búnir að selja símann og ég myndi líklega ekki fá hann aftur.“

Fegin að ekki hafi verr farið

Alda hrósar lögreglunni fyrir skjót viðbrögð, sérstaklega þar sem hún var ekki tryggð. „Ég var heppin að lögreglan skyldi finna bílinn strax. Hann var ekki ónýtur, þrátt fyrir að vera mjög skítugur. Það var ekkert skemmt. Mesta tapið var í raun og veru bara síminn. Ég fæ ekkert bætt eða tryggt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég flyt að heiman og er á einhverfurófinu, svo ég vissi í raun og veru mjög lítið um það hvað ég átti að gera í þeim efnum. Það var enginn búinn að segja mér að maður ætti að tryggja sig, svo ég kom alveg af fjöllum. Maður hugsar alltaf að þetta komi fyrir einhvern annan en mann sjálfan.“

„Maður hugsar alltaf að þetta gerist fyrir einhvern annan en mann sjálfan.“

Alda telur líklegt að mennirnir hafi reynt að brjótast inn á fleiri stöðum en hjá henni, en nágrannakona hennar hafði samband og lýsti því að hafa orðið vör við það að einhver opnaði dyrnar að heimili hennar. „Þetta er alveg glænýtt hverfi, þarna hjá Valsheimilinu. Ég heyrði að þeir hefðu reynt að fara inn í fleiri bíla í kjallaranum. Það er mjög auðvelt að komast inn í bílakjallarann. Svo var það minna mál eftir að þeir höfðu komist inn í íbúðina mína og voru komnir með lyklana. Nágrannakona mín á fyrstu hæð hringdi í mig því hún heldur að þeir hafi komið inn í íbúðina hjá henni. Þau voru inni í herbergi og heyrðu einhvern koma inn, en þegar þau kölluðu fram og spurðu hver væri á ferð þá var hurðinni lokað aftur.“

„Eitthvað sem ég hef alltaf óttast, að einhver komi inn þegar ég er ein heima“

Fyrst og fremst er Alda þakklát því að verr hafi ekki farið og hún hafi ekki þurft að horfa framan í mennina þegar þeir voru í íbúðinni hennar. „Ég er mjög fegin að þeir komu ekki inn þar sem ég svaf og ég er fegin að hafa ekki vaknað við þetta og þurft að mæta þeim. Það er eitthvað sem ég hef alltaf óttast, að einhver komi inn þegar ég er ein heima. Það hefði verið mun meira áfall fyrir mig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
4
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
2
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu