Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stór hluti Pólverja á Íslandi harmar sigur Duda: „Við vorum ekki að fylgjast nógu vel með“

Hinn íhalds­sami Andrzej Duda vann for­seta­kosn­ing­ar Pól­lands með naum­um mun. Um 80 pró­sent Pól­verja á Ís­landi studdu and­stæð­ing hans Rafal Trza­skowski, en sam­kvæmt Wikt­oriu Gin­ter rík­ir harm­ur með­al þeirra í dag.

Stór hluti Pólverja á Íslandi harmar sigur Duda: „Við vorum ekki að fylgjast nógu vel með“
Wiktoria Joanna Ginter Wiktoria er pólsk en hefur búið á Íslandi í fjölda ára. Hún lýsir ótta sínum á upprisu öfga-hægris í heimalandi sínu sem og víðar í Evrópu.

Flestir Pólverjar sem eru búsettir á Íslandi studdu Rafal Trzaskowski í forsetakosningum Póllands, sem fram fóru í gær. Andrzej Duda bar sigur úr býtum með 51.2% atkvæða, en um er að ræða naumasta sigur forseta síðan kommúnismi leið undir lok þar í landi árið 1989. Kosningaherferð Duda ól á sundrungu og byggði á hugmyndafræði öfga-hægris (e. alt right) og íhaldssömum kaþólskum gildum sem vega að réttindum kvenna og LGBT fólks. 

Andrzej DudaHann bar aðeins nauman sigur úr býtum, en margir óttast sundrungu og uppgang fasískra tilburða í skjóli kjörtímabils hans sem forseta.

Rétt eins og á Íslandi á forsetinn í Póllandi að vera hlutlaus, en Duda er þekktur fyrir að viðra öfgafullar skoðanir. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann lét þau ummæli falla að réttindi LGBT fólks væru hugmyndafræði skaðlegri en kommúnisminn sem ríkti á tíma foreldra hans. Í því samhengi ber að geta að réttindi LGBT fólks í Póllandi eru þau veikustu sem fyrirfinnast í Evrópusambandinu.

Wiktoria J. Ginter, pólsk kona sem búsett hefur verið á Íslandi síðast liðin 13 ár, segist vonsvikin með niðurstöður kosninganna. Hún er gift íslenskum manni og eiga þau von á barni eftir tvær vikur. Wiktoria segir þetta vera erfiðan dag fyrir Pólverja á Íslandi, en hún segir 79,8% Pólverja á Íslandi hafa stutt Trzaskowski í kosningunum samkvæmt opinberum upplýsingum. „Flestir Pólverjar sem búsettir eru á Íslandi studdu Trzaskowski. Þetta er mjög erfitt, ég grét í allan morgun,“ segir Wiktoria. 

Alið á sundrungu og fordómum

Wiktoria lýsir miklum áhyggjum af íhaldssamri pólitískri þróun í Póllandi og öðrum Evrópulöndum. „Frá 2015 hefur ríkt öfga-hægri ríkisstjórn í Póllandi, sem hefur ítrekað brotið gegn stjórnarskránni og lagt fram mjög fasíska stefnu og löggjöf í skjóli nætur, án mikillar fjölmiðlaathygli. Það ríkja jafnframt miklar efasemdir um sanngirni og réttmæti kosninganna. Þau tóku yfir ríkisfjölmiðla sem er eina fréttaveita stórs hluta landsbyggðar Póllands, þar sem fólk á ekki efni á öðrum fjölmiðlum. Ríkismiðillinn er fullur af pólitískum áróðri ríkisstjórnarinnar.“

Hún segir mikla sundrungu ríkja í samfélaginu, sem endurspeglist í kjósendahópum. „Við vitum að um 70% fólks með lágt menntunarstig kaus Duda, á meðan fólk með hærra menntastig kaus Trzaskowski. Eldri borgar kusu Duda einnig í ríkari mæli, á meðan yngra fólk kaus Trzaskowski. Svo þjóðinni er í raun skipt í tvennt.“

Evrópusambandið miðpunktur átaka

Wiktoria segir ólíka afstöðu til Evrópusambandsins hafa verið í brennidepli kosninganna. „Hægri stjórnin er mjög andvíg Evrópusambandinu og ótti okkar er að á einhverjum tímapunkti muni hún reyna að segja okkur úr því, jafnvel án umboðs úr kosningum. Við höfum nú þegar misst mikið síðustu fimm ár. Fyrir þessa ríkisstjórn var Pólland leiðandi land í Evrópusambandinu, þar sem forsætisráðherra Donald Tusk var kjörinn forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (e. European Council) tvisvar í röð. Hann stóð sig mjög vel í því starfi og leitaðist við að stuðla að meiri sameiningu innan Evrópusambandsins. Duda ól á áróðri gegn Evrópusambandinu sem var hannaður til þess að vekja ótta meðal hópa sem hafa litla menntun og lítinn skilning á hagkerfinu og alþjóðastjórnmálum.“

 „Öfga-hægrið er að hösla sér stærri sess í evrópskum stjórnmálum víðsvegar“

„Þetta eru mjög erfiðir tímar í Póllandi. Minn stærsti ótti varðandi kosninganiðurstöðurnar er að þar sem Duda tilheyrir öfga-hægri ríkisstjórnarflokkinum muni hann samþykkja allt það sem fer í gegnum þingið og muni ekki nota neitunarvald sitt þar sem hann deilir þeirra skoðunum. Forsetinn í Póllandi ætti að vera hlutlaus og ekki tilheyra neinum flokki, en hann er það ekki. Duda hefur aldrei verið hlutlaus síðustu fimm ár. Það sem þetta sýnir í víðara samhengi Evrópu er að öfga-hægrið er að sigra, jafnvel í sterku landi innan Evrópusambandsins eins og Pólland hefur verið undanfarin tíu ár. Þetta gæti ýtt undir upprisu öfga-hægris í öðrum löndum Evrópusambandsins. Versta útkoman væri að Pólland myndi yfirgefa Evrópusambandið og ég óttast að það gæti markað byrjun að endalokum þess. Öfga-hægrið er að öðlast stærri sess í evrópskum stjórnmálum víðsvegar.“

Þegar sagan fellur í gleymsku

„Það er eins og helmingur pólsku þjóðarinnar hafi gleymt Seinni heimsstyrjöldinni og kommúnismanum sem ríkti hér. Það er sorlegt og sjokkerandi. Ég held að þetta hafi gerst því við vorum ekki að fylgjast nógu vel með. Þegar útlendingahatur og rasismi jukust á sjónarsviðinu vorum við ekki að fylgjast með, heldur héldum við að þetta væru bara einhverjir nokkrir brjálæðingar að hrópa eitthvað sem enginn myndi taka mark á. Því stærra svið sem þeir fengu, þeim mun sterkari urðu þeir. Við erum núna að læra af þeim mistökum að bregðast ekki við strax í byrjun. Nú þurfum við að horfa upp á landið okkar eyðilagt næstu 5 árin, bæði hvað varðar lýðræði og hagkerfið sem mun líklega þjást mikið,“ segir Wiktoria.

Wiktoria hefur miklar áhyggjur af versnandi stöðu LGBT fólks undir stjórn Duda. „Skelfilegasti hlutinn í þessu öllu saman er viðhorf Duda til LGBT fólks. Þegar það kemur frá hæstu yfirvöldum landsins þá gefur það fólki sem er fyllt hatri gegn því sem það þekkir ekki einhvers konar leyfi til þess að vera ofbeldisfullt gagnvart þessum hópi. Það eru tilfelli þar sem fólk hefur verið barið fyrir að vera samkynhneigt í Póllandi. Það má líka sjá meira og meira hatur á netinu sem vindur upp á sig. Ég held að við munum sjá hræðilega þróun í þessum málum næstu fimm árin,“ segir hún. 

„Það er von meðal fólks, en við erum samt mörg mjög niðurbrotin yfir þessu“

Um upplifun Pólverja á Íslandi segir hún að ef marka megi hópa á samfélagsmiðlum haldi margir sem kusu Trzaskowski enn í vonina, en einnig megi gæta mikillar svartsýni sem hún segir einkenna sína eigin huglægni. „Það er von meðal fólks, en við erum samt mörg mjög niðurbrotin yfir þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár