Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára

Vegna áhrifa Covid-far­ald­urs­ins hef­ur mönn­uð­um störf­um fækk­að gríð­ar­lega. Laus­um störf­um hef­ur líka fækk­að, en þau voru 3.600 færri en á sama tíma í fyrra.

Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára
Vinnumarkaður Covid-faraldurinn hefur fækkað störfum gríðarlega. Mynd: Shutterstock

Lausum störfum hefur fækkað á árinu á sama tíma og fjöldi mannaðra starfa hefur hrunið vegna Covid-faraldursins. Þetta kemur fram í starfaskráningu Hagstofu Íslands.

Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi 2020 og hafði þeim fækkað um 300 frá fyrsta fjórðungi. Lausum störfum sem hlutfall af öllum störfum hefur farið fækkandi frá lokum síðasta árs og er hlutfallið nú 1,3 prósent. Ef miðað er við sama tíma í fyrra má sjá að nú voru 3.600 færri laus störf en á öðrum ársfjórðungi 2019.

Hvað varðar heildarfjölda starfa má sjá á tölfræðinni að á öðrum ársfjórðungi 2020 voru 27.200 færri störf mönnuð en á sama ársfjórðungi í fyrra. Fjöldi starfa hefur aldrei verið lægri í starfaskráningu Hagstofunnar sem hófst í ársbyrjun 2019. „Má hér líklega kenna áhrifa kórónaveirunnar (Covid-19) á íslenskan vinnumarkað,“ segir í frétt Hagstofunnar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár