Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára

Vegna áhrifa Covid-far­ald­urs­ins hef­ur mönn­uð­um störf­um fækk­að gríð­ar­lega. Laus­um störf­um hef­ur líka fækk­að, en þau voru 3.600 færri en á sama tíma í fyrra.

Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára
Vinnumarkaður Covid-faraldurinn hefur fækkað störfum gríðarlega. Mynd: Shutterstock

Lausum störfum hefur fækkað á árinu á sama tíma og fjöldi mannaðra starfa hefur hrunið vegna Covid-faraldursins. Þetta kemur fram í starfaskráningu Hagstofu Íslands.

Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi 2020 og hafði þeim fækkað um 300 frá fyrsta fjórðungi. Lausum störfum sem hlutfall af öllum störfum hefur farið fækkandi frá lokum síðasta árs og er hlutfallið nú 1,3 prósent. Ef miðað er við sama tíma í fyrra má sjá að nú voru 3.600 færri laus störf en á öðrum ársfjórðungi 2019.

Hvað varðar heildarfjölda starfa má sjá á tölfræðinni að á öðrum ársfjórðungi 2020 voru 27.200 færri störf mönnuð en á sama ársfjórðungi í fyrra. Fjöldi starfa hefur aldrei verið lægri í starfaskráningu Hagstofunnar sem hófst í ársbyrjun 2019. „Má hér líklega kenna áhrifa kórónaveirunnar (Covid-19) á íslenskan vinnumarkað,“ segir í frétt Hagstofunnar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár