Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára

Vegna áhrifa Covid-far­ald­urs­ins hef­ur mönn­uð­um störf­um fækk­að gríð­ar­lega. Laus­um störf­um hef­ur líka fækk­að, en þau voru 3.600 færri en á sama tíma í fyrra.

Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára
Vinnumarkaður Covid-faraldurinn hefur fækkað störfum gríðarlega. Mynd: Shutterstock

Lausum störfum hefur fækkað á árinu á sama tíma og fjöldi mannaðra starfa hefur hrunið vegna Covid-faraldursins. Þetta kemur fram í starfaskráningu Hagstofu Íslands.

Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi 2020 og hafði þeim fækkað um 300 frá fyrsta fjórðungi. Lausum störfum sem hlutfall af öllum störfum hefur farið fækkandi frá lokum síðasta árs og er hlutfallið nú 1,3 prósent. Ef miðað er við sama tíma í fyrra má sjá að nú voru 3.600 færri laus störf en á öðrum ársfjórðungi 2019.

Hvað varðar heildarfjölda starfa má sjá á tölfræðinni að á öðrum ársfjórðungi 2020 voru 27.200 færri störf mönnuð en á sama ársfjórðungi í fyrra. Fjöldi starfa hefur aldrei verið lægri í starfaskráningu Hagstofunnar sem hófst í ársbyrjun 2019. „Má hér líklega kenna áhrifa kórónaveirunnar (Covid-19) á íslenskan vinnumarkað,“ segir í frétt Hagstofunnar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár