Á Vesturlandi er að finna marga fallega staði í náttúrunni og náttúran víða stórbrotin. Sífellt fleiri veitingahús, hótel og gististaðir hafa skotið upp kollinum á landsvæðinu sem er vel í sveit sett er varðar samgöngu og þjónustu. Blaðamaður og ljósmyndari gerðu sér ferð og kíktu til tveggja ferðaþjónustuaðila í Borgarfirðinum.
Á Hraunsnefi ráða ríkjum hjónin Jóhann Harðarson og Brynja Brynjarsdóttir, sem fluttu úr Hafnarfirði í sveitasæluna í Borgarfirðinum fyrir einum 15 árum síðan. Heimalningurinn Einar virðist einnig nokkuð ráðríkur, sprangar um úti á palli við hlið veitingasalarins og lætur okkur taka eftir sér. Enda er hann duglegur að elta fólk, helst alla leið inn í bíl, sem sýnir honum athygli. Heimalningarnir þrír á bænum eru ósköp fallegir á að líta, þrátt fyrir ýmis óknytti, og segir …
Athugasemdir