Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkisstjórnin hefur ekki rætt eldsvoðann

Á fyrsta fundi eft­ir snjóflóð á Flat­eyri í janú­ar ræddi rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur við­brögð og ráð­herr­ar fóru á vett­vang. Á tveim­ur fund­um frá því að þrír lét­ust í bruna við Bræðra­borg­ar­stíg hef­ur mál­ið ekki ver­ið á dag­skrá. Ekk­ert hef­ur birst á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Ríkisstjórnin hefur ekki rætt eldsvoðann
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einn mannskæðasti bruni síðustu áratuga hefur ekki komist á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Ríkisstjórn Íslands hefur ekki rætt um einn mannskæðasta bruna síðustu áratuga á þeim tveimur ríkisstjórnarfundum sem haldnir hafa verið síðan.

Þrír létust og tveir til viðbótar voru fluttir á gjörgæsludeild þegar eldur kom upp í þriggja hæða húsi við Bræðraborgarstíg á fimmtudag í síðustu viku. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða, en 73 eru skráðir til heimilis í húsinu og líkur eru á því að þar sé um erlent verkafólk að ræða og að atvinnurekendur þeirra hafi útvegað þar húsnæði. Húsið er í eigu félagsins HD verk ehf.

Jón Við­ar Matth­ías­son, slökkvi­liðs­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hefur sagt brunann einn þann mannskæðasta sem hefur átt sér stað á Íslandi síðust þrjátíu til fjörutíu ár. Sagði hann málið eitt erfiðasta verkefni sem hann hafi upplifað á ferli sínum og fékk starfsfólk sem tók þátt í aðstoð á vettvangi félagsstuðning vegna áfallsins.

Tveir ríkisstjórnarfundir hafa verið haldnir eftir að eldsvoðinn átti sér stað, föstudaginn 26. júní og í dag 3. júlí. Bruninn eða mál tengd honum hafa ekki verið á dagskrá. Engin frétt hefur birst um málið á vef stjórnarráðsins.

Til samanburðar var á fundi ríkisstjórnar í dag til umræðu fjárþörf vegna snjóflóða sem féllu á Flateyri í janúar. Eftir snjóflóðin flugu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til Flateyrar og kynntu sér aðstæður. Ríkisstjórnin ræddi málið á fyrsta fundi sínum eftir atvikið, tveimur dögum eftir að snjóflóðin féllu. Var þá stofnaður starfshópur til að fara yfir ofanflóðavarnir, verkefnisstjórn í kjölfarið til að fylgja tillögum hans eftir og úthlutaði ríkisstjórnin fjármunum til þessa. Mikið eignatjón varð í snjóflóðunum, en enginn lét lífið.

Eldsvoðinn á BræðraborgarstígVerkalýðsfélög hafa kallað eftir rannsókn á brunanum og aðstæðum erlends verkafólks.

Bruninn hefur vakið óhug og skapað umræðu um aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi og brunavarnir í ósamþykktum gististöðum og atvinnuhúsnæði. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur kallað eftir því að ítarleg rannsókn fari fram á aðdraganda og orsökum brunans. Þá voru tvö þeirra sem létust félagsmenn í Eflingu og hefur félagið sett brunann í samhengi við aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. „Efling krefst þess að félagsmálaráðherra og ríkisstjórnin efni tafarlaust loforð um hertar aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði, þar með talið loforð um sektarheimildir vegna kjarasamningsbrota og önnur viðurlög,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár