Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þau létust á Vesturlandsvegi

Sam­býl­is­fólk­ið Jó­hanna S. Sig­urð­ar­dótt­ir og Finn­ur Ein­ars­son lét­ust í slysi á hálu mal­biki á Vest­ur­lands­vegi. Þeirra er minnst í dag. Þau hjálp­uðu með­al ann­ars fé­lög­um sín­um í bif­hjóla­sam­tök­un­um.

Þau létust á Vesturlandsvegi
Parið sem lést Finnur Einarsson var 54 ára og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir 53 ára. Mynd: Facebook / HOG Chapter Iceland

Fólkið sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag hét Finnur Einarsson, 54 ára, og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, 53 ára.

Þau voru sambýlisfólk, búsett í Garðabæ, og láta eftir sig fjögur, uppkomin börn.

Finnur og Jóhanna voru á ferðinni á mótorhjóli á Vesturlandsvegi við Kjalarnes, þegar erfitt reyndist að halda stjórn á því vegna galla í nýlögðu malbiki. Á sama tímapunkti var ökumaður á húsbíl á ferðinni. Annar bifhjólamaður, Pétur Halldór Ágústsson, lenti einnig í slysinu og er á batavegi. Þá fór sjúkrabíll út af veginum á sama stað þegar hann kom á vettvang.

Bifhjólasamtökin HOG Chapter Iceland minnast Finns og Jóhönnu í dag. Fram kemur í minningarorðum að þau hafi keypt húsnæði samtakanna og látið endurgjaldslaust félögum sínum í té.

„Kæru félagar, það er með mikilli sorg í hjarta að ég flyt ykkur þær fréttir að félagar okkar í HOG Chapter Iceland, Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, létust í bifhjólaslysinu á Kjalarnesi síðast liðinn sunnudag. Börnum þeirra og aðstandendum öllum, sem og vinum, vottum við okkar dýpstu samúð. Finnur og Jóhanna voru mjög virk og lögðu mikið af mörkum í starfi Chaptersins, en Finnur tók við varaformennsku um áramótin 2018/2019. Þegar Chapterinn missti síðasta athvarf sitt keyptu þau hjónin húsnæðið í Nethyl sem þau lögðu endurgjaldslaust undir Chapterinn og hefur það verið mikils metið,“ segir í færslu samtakanna. Þar er einnig staðið fyrir söfnun til handa börnum þeirra vegna útfararkostnaðar.

Forstjóri Vegagerðarinnar hefur sagt að malbikið hafi ekki staðist kröfur. Sýni úr því hafa verið send til Svíþjóðar til greiningar. Vegagerðin hefur harmað slysið og sent aðstandendum hinna látnu „dýpstu samúð“. Beðið er niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Um 40 mínútum áður en slysið varð varaði vegfarandi Kjalnesinga við í íbúahópnum Færð og veður á Kjalarnesi á Facebook. „Varúð nýja malbikið við vigtaplanið er STÓRhættulegt,“ sagði í færslunni.

Vegagerðin segist taka fulla ábyrgð, þótt verktaki hafi séð um verkið.  Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur fundað með forstjóra Vegagerðarinnar vegna slyssins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
5
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
4
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár