Auðveldasta gönguleiðin sem Ingvar Teitsson gefur lesendum Stundarinnar hugmynd að er ganga eftir austurbakka Eyjafjarðarár. Gengið er frá Hrafnagili austur yfir brú á Eyjafjarðará og er síðan gengið í norður. Gangan endar við Kaupang í Eyjafjarðarsveit. Um 10 kílómetra leið er að ræða.
„Þetta er alveg á flötu landi og mjög þægileg leið sem hægt er að ganga í rólegheitunum á um þremur til fjórum klukkutímum. Gengið er á þægilegum götum næstum því alla leið; bílslóð liggur nokkra fyrstu kílómetrana norður eftir austurbakkanum og síðan er aftur bílslóð norðan til síðustu fjóra kílómetrana eða þar um bil.“

Umhverfið er fallegt. „Maður hefur ágætt útsýni yfir Eyjafjarðarsveit – fjöllin til beggja handa, Súlurnar og Kerling í vestri. Í austri eru fjöllin fyrir ofan Staðarbyggð og Kaupangssveit. Þarna er heilmikið fuglalíf á sumrin svo sem endur, gæsir, …
Athugasemdir