Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Reykjanesbær „illa í stakk búinn“ vegna United Silicon

Reykja­nes­bær þarf að draga lær­dóm af máli kís­il­vers­ins United Silicon að mati meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar. Bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins seg­ir ábyrgð­ina póli­tíska og mál­ið áfell­is­dóm yf­ir stjórn­sýslu.

Reykjanesbær „illa í stakk búinn“ vegna United Silicon
United Silicon verkefnið Ragnheiður Elín Árnadóttir þáverandi iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra tóku skóflustungu að verksmiðju United Silicon. Mynd: Aðsend

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur að bæjarfélagið hafi verið „illa í stakk búið“ til þess að ráða við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Mikilvægt sé að draga lærdóm af þeim hrakförum.

Þetta er niðurstaða meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra frá 2018 kom fram að undirbúningur gangsetningar kísilverksmiðjunnar hafi verið ónógur af hálfu rekstraraðila og stjórnun mengunarvarna og búnaði ábótavant. Ríkisendurskoðun skilaði einnig skýrslu sama ár þar sem fjölmargar athugasemdir voru gerðar við aðkomu og eftirlit stjórnvalda í tengslum við útgáfu leyfa og eftirlit með rekstrinum.

Reykjanesbær lét í framhaldinu gera stjórnsýsluúttekt um aðkomu sveitarfélagsins sem skilað var í byrjun mánaðar. „Megin niðurstaða skýrslunnar er að annmarkar hafi verið á útgáfu byggingarleyfa og byggingar því ekki í samræmi við deiliskipulag og umhverfismat,“ segir í bókun meirihluta bæjarstjórnar. „Svo virðist sem mikil pressa hafi verið sett á embættismenn um að afgreiða erindi framkvæmdaaðila með hraði sem hafi leitt til verulegra mistaka.“

Meirihlutinn tekur sérstaklega fram að ekkert bendi til þess að annarleg sjónarmið hafi ráðið ferð í samskiptum stjórnenda Reykjanesbæjar við fyrirtækið. „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur að bæjarfélagið hafi verið illa í stakk búið til þess að ráða við svo viðamikið verkefni. Mikilvægt er að lærdómur sé dreginn af þeim hrakförum sem áttu sér stað við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík.“

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagðist ósammála því að sveitarfélagið hafi ekki verið í stakk búið til að takast á við verkefnið. „Ólöglegar pólitískar ákvarðanir þáverandi meirihluta eru meginástæða þess hvernig fór“, lét hún bóka á fundinum.

Benti hún á að Reykjanesbær hafi skuldbundið sig með sérstökum samningi við United Silicon að afgreiða umsóknir um byggingarleyfi innan 6 virkra daga. Slíkur samningur sé ekki í samræmi við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti að mati skýrsluhöfundar. „Niðurstaða skýrslunnar er sláandi og áfellisdómur yfir stjórnsýslu bæjarins“, bætti Margrét við. „Afleiðingarnar voru afdrifaríkar og öllum bæjarbúum kunnar. Ábyrgðin er fyrst og fremst pólitísk, það má glöggt sjá í áðurnefndum ólögmætum 6 daga samningi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár