Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Covid-19 getur gert lungun nær óþekkjanleg

Vís­inda­menn hafa áhyggj­ur af nið­ur­stöð­um krufn­inga þeirra sem lét­ust eft­ir langa bar­áttu við Covid-19 á Ítal­íu. „Arki­tekt­úr lungn­anna brotn­ar al­gjör­lega nið­ur,“ seg­ir pró­fess­or.

Covid-19 getur gert lungun nær óþekkjanleg
Covid-19 Vísindamenn eru sífellt að auka við þekkinguna á því hvernig sjúkdómurinn virkar. Mynd: AFP

Covid-19 getur gert lungu þeirra sjúklinga sem deyja nær óþekkjanleg. Vísindamenn í Bretlandi segja óvíst hvort þeir sem hafa smitast nú þegar geti smitast aftur þegar seinni bylgja veirunnar ríður yfir.

Nær átta milljón manns hafa greinst með veiruna á heimsvísu og yfir 435 þúsund látist. Í The Guardian í gær er fjallað um áhyggjur vísindamanna af þeim langtíma vandamálum sem fylgt geta veikindunum. Mauro Giacca, prófessor við King's College í London, kynnti rannsóknir fyrir efri deild breska þingsins sem sýna þann lungnaskaða sem þeir sjúklingar á Ítalíu sem létust eftir 30 til 40 daga á gjörgæslu þurftu að þola.

„Það sem við sjáum í lungum fólks sem þjáðist af sjúkdómnum í meira en mánuð áður en þau létust er eitthvað allt annað en venjuleg lungnabólga, inflúensa eða Sars veiran,“ sagði hann. „Við sjáum meiriháttar blóðtappa. Arkitektúr lungnanna brotnar algjörlega niður. Í ákveðinni birtu getur þú ekki greint að þetta hafi verið lunga.“

Giacca sagði veiruna enn að finna í lungum þeirra sem látnir eru. „Ég er sannfærður um að þetta útskýri óvenjuleg einkenni Covid-19,“ sagði hann. „Þetta er ekki sjúkdómur sem er orsakaður af veiru sem drepur frumur, sem hefur mikla þýðingu varðandi meðferð.“

Vísindamenn ræddu einnig möguleikann á ónæmi gegn veirunni, nú þegar nær hálft ár er liðið frá því að hún kom fyrst fram í Evrópu. John Bell, prófessor við Oxford háskóla, sagði að slíkt mundi koma í ljós þegar seinni bylgja smita ríður yfir Bretland, sem hann telur mjög líklegt.

„Þar sem samkomubanni hefur að miklu leyti verið aflétt er allt farið á fullt aftur og við sjáum enn töluvert af smitum í samfélaginu,“ sagði hann. „Ég yrði mjög hissa ef við sleppum við aðra bylgju. Ég held að stóra spurningin sé hvort við munum hafa sjá reglulega toppa og síðan seinni bylgju eða bara seinni bylgju.“

Slík bylgja mundi gefa heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi tækifæri til að gera próf á þeim 100 þúsund starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum sem smitast hafa af veirunni og gætu því haft mótefni. Það mun auka skilninginn á ónæmi þegar í ljós kemur hvort þeir smitast aftur, en það verður erfitt að komast að því án seinni bylgju, að sögn Bell.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár