Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Covid-19 getur gert lungun nær óþekkjanleg

Vís­inda­menn hafa áhyggj­ur af nið­ur­stöð­um krufn­inga þeirra sem lét­ust eft­ir langa bar­áttu við Covid-19 á Ítal­íu. „Arki­tekt­úr lungn­anna brotn­ar al­gjör­lega nið­ur,“ seg­ir pró­fess­or.

Covid-19 getur gert lungun nær óþekkjanleg
Covid-19 Vísindamenn eru sífellt að auka við þekkinguna á því hvernig sjúkdómurinn virkar. Mynd: AFP

Covid-19 getur gert lungu þeirra sjúklinga sem deyja nær óþekkjanleg. Vísindamenn í Bretlandi segja óvíst hvort þeir sem hafa smitast nú þegar geti smitast aftur þegar seinni bylgja veirunnar ríður yfir.

Nær átta milljón manns hafa greinst með veiruna á heimsvísu og yfir 435 þúsund látist. Í The Guardian í gær er fjallað um áhyggjur vísindamanna af þeim langtíma vandamálum sem fylgt geta veikindunum. Mauro Giacca, prófessor við King's College í London, kynnti rannsóknir fyrir efri deild breska þingsins sem sýna þann lungnaskaða sem þeir sjúklingar á Ítalíu sem létust eftir 30 til 40 daga á gjörgæslu þurftu að þola.

„Það sem við sjáum í lungum fólks sem þjáðist af sjúkdómnum í meira en mánuð áður en þau létust er eitthvað allt annað en venjuleg lungnabólga, inflúensa eða Sars veiran,“ sagði hann. „Við sjáum meiriháttar blóðtappa. Arkitektúr lungnanna brotnar algjörlega niður. Í ákveðinni birtu getur þú ekki greint að þetta hafi verið lunga.“

Giacca sagði veiruna enn að finna í lungum þeirra sem látnir eru. „Ég er sannfærður um að þetta útskýri óvenjuleg einkenni Covid-19,“ sagði hann. „Þetta er ekki sjúkdómur sem er orsakaður af veiru sem drepur frumur, sem hefur mikla þýðingu varðandi meðferð.“

Vísindamenn ræddu einnig möguleikann á ónæmi gegn veirunni, nú þegar nær hálft ár er liðið frá því að hún kom fyrst fram í Evrópu. John Bell, prófessor við Oxford háskóla, sagði að slíkt mundi koma í ljós þegar seinni bylgja smita ríður yfir Bretland, sem hann telur mjög líklegt.

„Þar sem samkomubanni hefur að miklu leyti verið aflétt er allt farið á fullt aftur og við sjáum enn töluvert af smitum í samfélaginu,“ sagði hann. „Ég yrði mjög hissa ef við sleppum við aðra bylgju. Ég held að stóra spurningin sé hvort við munum hafa sjá reglulega toppa og síðan seinni bylgju eða bara seinni bylgju.“

Slík bylgja mundi gefa heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi tækifæri til að gera próf á þeim 100 þúsund starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum sem smitast hafa af veirunni og gætu því haft mótefni. Það mun auka skilninginn á ónæmi þegar í ljós kemur hvort þeir smitast aftur, en það verður erfitt að komast að því án seinni bylgju, að sögn Bell.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu