Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti

Tóm­as H. Heið­ar. for­stöð­ur­mað­ur Haf­rétt­ar­stofn­un­ar Ís­lands og dóm­ari við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn, virð­ist hafa ver­ið skip­að­ur sendi­herra án þess að nokk­ur hafi vit­að af því. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um um skip­an Tóm­as­ar síð­ast­liðna fimm daga. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig það fer sam­an að vera sendi­herra Ís­lands og dóm­ari við al­þjóð­leg­an dóm­stól.

Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti
Team Iceland Ekki liggur fyrir hvaða utanríkisráðherra skipaði Tómas H. Heiðar sem sendiherra. Gunnar Bragi sagði að „Team Iceland“ ynni saman þegar Tómas var skipaður dómari árið 2014. Myndin er samsett.

Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, var skipaður sendiherra Íslands árið 2014 eða 2016 og hefur samhliða því starfi verið með dómaraembætti við Alþjóðlega hafréttardómstólinn í Hamborg. Óljóst er hvenær Tómas var skipaður í sendiherrastarfið og af hverjum. Tómas segist sjálfur hafa verið skipaður sendiherra árið 2014 en utanríkisráðuneytið hefur sagt í opinberu svari frá utanríkisráðherra að hann hafi verið skipaður árið 2016. 

Þegar fréttin var birt höfðu ekki borist svör frá utanríkisráðuneytinu við fimm spurningum sem Stundin sendi því á fimmtudaginn í síðustu viku. Opinberar aðilar hafa viku til að svara spurningum fjölmiðla. 

Ekki náðist í Tómas H. Heiðar við vinnnslu fréttarinnar. 

Í mörgum hlutverkumTómas H. Heiðar er í mörgum hlutverkum. Hann er sendiherra, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands og dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn.

Líklega skipaður af Gunnari Braga eða Lilju

Í ferilskrá á heimasíðu Alþjóðlega hafréttardómstólsins stendur að Tómas hafi verið skipaður árið 2014 en samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins, sem birt var á heimasíðu ráðuneytisins, var þetta gert 2016.

Í ferilskrá sinni segir Tómas ekki hvar hann var eða er sendiherra eða gagnvart hverjum. Einungis að hann hafi verið skipaður sendiherra í ótilgreindu landi árið 2014. 

Þetta eru einu tvær heimildirnar sem Stundin hefur fundið um að Tómas H. Heiðar sé sendiherra.

Samkvæmt öðrum heimildum Stundarinnar var Tómas H. Heiðar „sendiherra í leyfi“ frá árinu 2014 og samkvæmt sömu heimildum var ekki almenn vitneskja um það innan utanríkisráðuneytisins að Tómas H. Heiðar hafi verið sendiherra og ekki liggur fyrir hvað hann hefur gert sem slíkur. 

„Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland“

Gunnar Bragi Sveinsson skipaði Tómas Heiðar sem sendiherra þann 1. september 2014. 

Gunnar Bragi studdi Tómas

Þegar Tómas H. Heiðar var skipaður dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn um sumarið 2014 sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, á Facebook: „Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland. Til hamingju Tómas.“

Þetta bendir að minnsta kosti til nokkurra kynna þeirra Gunnars Braga og Tómasar enda var sá síðanefndi auðvitað starfsmaður ráðuneytisins og er í raun enn ef hann er „í leyfi“ sem sendiherra. 

Tómas starfaði um árabil í utanríkisráðuneytinu og var meðal annars fulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hann var aðalsamningamaður Íslands um fiskveiðar landsins, meðal annars makrílveiðar, í viðræðum við Evrópusambandið á árunum 2009 til 2013.

Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar. 

Spurningarnar sem utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað

Stundin sendi utanríkisráðuneytinu spurningar um skipan Tómasar H. Heiðar sem sendiherra á fimmtudaginn. 

Eftir ítrekanir á spurningunum hafa svör ekki borist. Ein af spurningunum snýst um það hvernig það getur farið saman að vera sendiherra sem „gætir hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum“, eins og segir í lögum um utanríkisþjónustuna, og dómari við alþjóðlegan dómstól þar sem hann á að vera hlutlaus í málum sem varða hafrétt. 

Spurningarnar sem Stundin sendi utanríkisráðuneytinu. 

1. Hvenær var Tómas H. Heiðar skipaður sendiherra? Í svari frá utanríkisráðherra 2017 var það sagt hafa verið 2016 en samkvæmt annarri heimild var það 2014. Samkvæmt seinni heimildinni stendur: Ambassador (2014). Hvort er rétt?

Sjá hlekki:

https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2017/10/12/1014.-mal-Starfsfolk-i-utanrikisthjonustunni/

https://www.itlos.org/the-tribunal/members/judge-tomas-heidar/

2. Hvaða ráðherra skipaði Tómas sem sendiherra og af hverju var hann skipaður?

3. Hver hafa störf Tómasar verið sem sendiherra, ef hann er ennþá starfandi sem slíkur?

4. Nýtur Tómas einhverra réttinda sem sendiherra, átt er við hvort hann fái greidd laun fyrir störf sín, njóti eftirlaunaréttinda og svo framvegis?

5. Að mati utanríkisráðuneytisins, hvernig fer það saman að sendiherra Íslands sé á sama tíma dómari við alþjóðlegan dómstól eins Tómas er? Eru einhver önnur dæmi um þetta í sögunni? 

https://www.vb.is/frettir/tomas-h-heidar-domari-vid-althjodlega-hafrettardominn/109903/?q=OR

Áréttingar:

Eins og kemur fram í fréttinni er Tómas H. Heiðar sendiherra. Hann er hins vegar í leyfi frá störfum eins og kemur fram. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að Tómas „gegni starfi sendiherra“. Þessu orðalagi hefur verið breytt þar sem það kann að vera villandi eins og hann sé starfandi sendiherra um þessar mundir, til dæmis í einhverju landi eins og Svíþjóð eða Bandaríkjunum, fyrir Íslands hönd. Svo er ekki. Tómas er hins vegar sendiherra við utanríkisráðuneytið þó hann sé í leyfi. 

Fréttin hefur verið uppfærð í ljósi þess að utanríkisráðuneytið hefur svarað spurningum um málið og upplýst að það var Gunnar Bragi Sveinsson sem skipaði Tómas Heiðar sem sendiherra í byrjun september árið 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár