Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti

Tóm­as H. Heið­ar. for­stöð­ur­mað­ur Haf­rétt­ar­stofn­un­ar Ís­lands og dóm­ari við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn, virð­ist hafa ver­ið skip­að­ur sendi­herra án þess að nokk­ur hafi vit­að af því. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um um skip­an Tóm­as­ar síð­ast­liðna fimm daga. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig það fer sam­an að vera sendi­herra Ís­lands og dóm­ari við al­þjóð­leg­an dóm­stól.

Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti
Team Iceland Ekki liggur fyrir hvaða utanríkisráðherra skipaði Tómas H. Heiðar sem sendiherra. Gunnar Bragi sagði að „Team Iceland“ ynni saman þegar Tómas var skipaður dómari árið 2014. Myndin er samsett.

Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, var skipaður sendiherra Íslands árið 2014 eða 2016 og hefur samhliða því starfi verið með dómaraembætti við Alþjóðlega hafréttardómstólinn í Hamborg. Óljóst er hvenær Tómas var skipaður í sendiherrastarfið og af hverjum. Tómas segist sjálfur hafa verið skipaður sendiherra árið 2014 en utanríkisráðuneytið hefur sagt í opinberu svari frá utanríkisráðherra að hann hafi verið skipaður árið 2016. 

Þegar fréttin var birt höfðu ekki borist svör frá utanríkisráðuneytinu við fimm spurningum sem Stundin sendi því á fimmtudaginn í síðustu viku. Opinberar aðilar hafa viku til að svara spurningum fjölmiðla. 

Ekki náðist í Tómas H. Heiðar við vinnnslu fréttarinnar. 

Í mörgum hlutverkumTómas H. Heiðar er í mörgum hlutverkum. Hann er sendiherra, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands og dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn.

Líklega skipaður af Gunnari Braga eða Lilju

Í ferilskrá á heimasíðu Alþjóðlega hafréttardómstólsins stendur að Tómas hafi verið skipaður árið 2014 en samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins, sem birt var á heimasíðu ráðuneytisins, var þetta gert 2016.

Í ferilskrá sinni segir Tómas ekki hvar hann var eða er sendiherra eða gagnvart hverjum. Einungis að hann hafi verið skipaður sendiherra í ótilgreindu landi árið 2014. 

Þetta eru einu tvær heimildirnar sem Stundin hefur fundið um að Tómas H. Heiðar sé sendiherra.

Samkvæmt öðrum heimildum Stundarinnar var Tómas H. Heiðar „sendiherra í leyfi“ frá árinu 2014 og samkvæmt sömu heimildum var ekki almenn vitneskja um það innan utanríkisráðuneytisins að Tómas H. Heiðar hafi verið sendiherra og ekki liggur fyrir hvað hann hefur gert sem slíkur. 

„Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland“

Gunnar Bragi Sveinsson skipaði Tómas Heiðar sem sendiherra þann 1. september 2014. 

Gunnar Bragi studdi Tómas

Þegar Tómas H. Heiðar var skipaður dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn um sumarið 2014 sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, á Facebook: „Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland. Til hamingju Tómas.“

Þetta bendir að minnsta kosti til nokkurra kynna þeirra Gunnars Braga og Tómasar enda var sá síðanefndi auðvitað starfsmaður ráðuneytisins og er í raun enn ef hann er „í leyfi“ sem sendiherra. 

Tómas starfaði um árabil í utanríkisráðuneytinu og var meðal annars fulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hann var aðalsamningamaður Íslands um fiskveiðar landsins, meðal annars makrílveiðar, í viðræðum við Evrópusambandið á árunum 2009 til 2013.

Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar. 

Spurningarnar sem utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað

Stundin sendi utanríkisráðuneytinu spurningar um skipan Tómasar H. Heiðar sem sendiherra á fimmtudaginn. 

Eftir ítrekanir á spurningunum hafa svör ekki borist. Ein af spurningunum snýst um það hvernig það getur farið saman að vera sendiherra sem „gætir hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum“, eins og segir í lögum um utanríkisþjónustuna, og dómari við alþjóðlegan dómstól þar sem hann á að vera hlutlaus í málum sem varða hafrétt. 

Spurningarnar sem Stundin sendi utanríkisráðuneytinu. 

1. Hvenær var Tómas H. Heiðar skipaður sendiherra? Í svari frá utanríkisráðherra 2017 var það sagt hafa verið 2016 en samkvæmt annarri heimild var það 2014. Samkvæmt seinni heimildinni stendur: Ambassador (2014). Hvort er rétt?

Sjá hlekki:

https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2017/10/12/1014.-mal-Starfsfolk-i-utanrikisthjonustunni/

https://www.itlos.org/the-tribunal/members/judge-tomas-heidar/

2. Hvaða ráðherra skipaði Tómas sem sendiherra og af hverju var hann skipaður?

3. Hver hafa störf Tómasar verið sem sendiherra, ef hann er ennþá starfandi sem slíkur?

4. Nýtur Tómas einhverra réttinda sem sendiherra, átt er við hvort hann fái greidd laun fyrir störf sín, njóti eftirlaunaréttinda og svo framvegis?

5. Að mati utanríkisráðuneytisins, hvernig fer það saman að sendiherra Íslands sé á sama tíma dómari við alþjóðlegan dómstól eins Tómas er? Eru einhver önnur dæmi um þetta í sögunni? 

https://www.vb.is/frettir/tomas-h-heidar-domari-vid-althjodlega-hafrettardominn/109903/?q=OR

Áréttingar:

Eins og kemur fram í fréttinni er Tómas H. Heiðar sendiherra. Hann er hins vegar í leyfi frá störfum eins og kemur fram. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að Tómas „gegni starfi sendiherra“. Þessu orðalagi hefur verið breytt þar sem það kann að vera villandi eins og hann sé starfandi sendiherra um þessar mundir, til dæmis í einhverju landi eins og Svíþjóð eða Bandaríkjunum, fyrir Íslands hönd. Svo er ekki. Tómas er hins vegar sendiherra við utanríkisráðuneytið þó hann sé í leyfi. 

Fréttin hefur verið uppfærð í ljósi þess að utanríkisráðuneytið hefur svarað spurningum um málið og upplýst að það var Gunnar Bragi Sveinsson sem skipaði Tómas Heiðar sem sendiherra í byrjun september árið 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár