Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ólafur Hand sýknaður: Lýsingar á atburðum þóttu ekki ríma við áverka

Lands­rétt­ur hef­ur snú­ið við dómi yf­ir Ólafi William Hand sem hafði ver­ið dæmd­ur fyr­ir al­var­legt of­beldi gegn barn­s­móð­ur sinni. Óum­deilt þyk­ir að hún hafi ruðst óboð­in inn á heim­ili Ól­afs.

Ólafur Hand sýknaður: Lýsingar á atburðum þóttu ekki ríma við áverka
Sýknaður Landsréttur hefur sýknað Ólaf William Hand. Mynd: Rax / Ragnar Axelsson / Mbl.is

Ólafur William Hand, sem áður var upplýsinga- og markaðsfulltrúi Eimskipa, hefur verið sýknaður í Landsrétti en áður hafði hann verið sakfelldur í héraði fyrir alvarlegt ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni. Í matsgerð dómskvadds matsmanns er laut að áverkum barnsmóður Ólafs kemur fram að lýsingar hennar og sambýlismanns hennar á atburðum rými illa við áverka á konunni. Einkum þess vegna var Ólafur sýknaður.

Sumarið 2016 kom barnsmóðir Ólafs ásamt sambýlismanni sínum að heimili Ólafs og eiginkonu hans í þeim tilgangi að sækja barn þeirra Ólafs en til stóð að barnsmóðirin færi með barnið til útlanda. Munu hafa komið upp deilur um hvenær barnið skyldi fara með móður sinni sem enduðu með því að hún ruddi sér leið inn á heimili Ólafs og tók barnið með sér. Mun hafa komið til átaka inni á heimilinu en bar þeim Ólafi og barnsmóður hans ekki saman um hvað hefði gerst. Hún sakaði Ólaf um að hafa tekið sig hálstaki, hrint henni, ýtt henni upp að vegg og rifið í hár hennar.

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Ólafur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið. Gögn og myndir af bráðamóttöku Landspítala hafi sýnt marga yfirborðsáverka á hálsi, tognun og ofreynslu á hálshrygg, yfirborðsáverka á bakvegg og brjóstkassa.

Landsréttur hefur hins vegar snúið dóminum við. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að fyrir liggi að konan hafi farið órboðin inn á heimili Ólafs og haft barn þeirra á brott með sér skömmu síðar. Hvað varði atvik þar inni standi orð gegn orði, orð Ólafs og eiginkonu hans gegn orðum barnsmóður Ólafs og sambýlismanns hennar.

Í matsgerð dómskvadds matsmanns, bæklunarskurðlæknis, kom fram að gögn og lýsingar rímuðu illa við þá staðhæfingu að Ólafur hefði tekið barnsmóður sína hálstaki. Þá hafi verið ósamræmi í framburði sambýlismanns barnsmóðurinnar um atvik. Ólafur hafi hins vegar staðfastlega neitað sök og sé framburður hans í góðu samræmi við framburð eiginkonu hans. Var hann því sýknaður í málinu.

 

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
4
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár