Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ólafur Hand sýknaður: Lýsingar á atburðum þóttu ekki ríma við áverka

Lands­rétt­ur hef­ur snú­ið við dómi yf­ir Ólafi William Hand sem hafði ver­ið dæmd­ur fyr­ir al­var­legt of­beldi gegn barn­s­móð­ur sinni. Óum­deilt þyk­ir að hún hafi ruðst óboð­in inn á heim­ili Ól­afs.

Ólafur Hand sýknaður: Lýsingar á atburðum þóttu ekki ríma við áverka
Sýknaður Landsréttur hefur sýknað Ólaf William Hand. Mynd: Rax / Ragnar Axelsson / Mbl.is

Ólafur William Hand, sem áður var upplýsinga- og markaðsfulltrúi Eimskipa, hefur verið sýknaður í Landsrétti en áður hafði hann verið sakfelldur í héraði fyrir alvarlegt ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni. Í matsgerð dómskvadds matsmanns er laut að áverkum barnsmóður Ólafs kemur fram að lýsingar hennar og sambýlismanns hennar á atburðum rými illa við áverka á konunni. Einkum þess vegna var Ólafur sýknaður.

Sumarið 2016 kom barnsmóðir Ólafs ásamt sambýlismanni sínum að heimili Ólafs og eiginkonu hans í þeim tilgangi að sækja barn þeirra Ólafs en til stóð að barnsmóðirin færi með barnið til útlanda. Munu hafa komið upp deilur um hvenær barnið skyldi fara með móður sinni sem enduðu með því að hún ruddi sér leið inn á heimili Ólafs og tók barnið með sér. Mun hafa komið til átaka inni á heimilinu en bar þeim Ólafi og barnsmóður hans ekki saman um hvað hefði gerst. Hún sakaði Ólaf um að hafa tekið sig hálstaki, hrint henni, ýtt henni upp að vegg og rifið í hár hennar.

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Ólafur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið. Gögn og myndir af bráðamóttöku Landspítala hafi sýnt marga yfirborðsáverka á hálsi, tognun og ofreynslu á hálshrygg, yfirborðsáverka á bakvegg og brjóstkassa.

Landsréttur hefur hins vegar snúið dóminum við. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að fyrir liggi að konan hafi farið órboðin inn á heimili Ólafs og haft barn þeirra á brott með sér skömmu síðar. Hvað varði atvik þar inni standi orð gegn orði, orð Ólafs og eiginkonu hans gegn orðum barnsmóður Ólafs og sambýlismanns hennar.

Í matsgerð dómskvadds matsmanns, bæklunarskurðlæknis, kom fram að gögn og lýsingar rímuðu illa við þá staðhæfingu að Ólafur hefði tekið barnsmóður sína hálstaki. Þá hafi verið ósamræmi í framburði sambýlismanns barnsmóðurinnar um atvik. Ólafur hafi hins vegar staðfastlega neitað sök og sé framburður hans í góðu samræmi við framburð eiginkonu hans. Var hann því sýknaður í málinu.

 

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár