Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sorpa valdi ekki bestu tæknilausnina sem fyrirtækinu bauðst

Í úr­skurði kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála kem­ur fram að bestu tækni­lausn­ir voru ekki vald­ar fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð Sorpu, líkt og fram­kvæmda­stjóri Sorpu held­ur fram. Al­manna­tengl­ar hafa ver­ið fengn­ir til ráð­gjaf­ar til að svara.

Sorpa valdi ekki bestu tæknilausnina sem fyrirtækinu bauðst

Stundin fjallaði ítarlega um málefni gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í síðasta tölublaði, en verið er að leggja lokahönd á framkvæmdirnar og er áætlað að formleg gangsetning stöðvarinnar verði þann 16. júní næstkomandi. Málefni Sorpu og framkvæmdir á gas- og jarðgerðarstöðinni voru rædd á borgarstjórnarfundi Reykjavíkurborgar þann 2. júní síðastliðinn. Í umræðunum spurðu borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna og varaformann stjórnar Sorpu, spurninga varðandi rekstur gas- og jarðgerðarstöðvarinnar. Meðal þeirra spurninga sem voru spurðar var hvort einhver rekstraráætlun liggi fyrir vegna reksturs stöðvarinnar og hvað ætti að gera við þau áætluðu 15.000 tonn af moltu sem stöðin muni framleiða árlega. Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna, spurði Líf nokkrum sinnum að því á fundinum. Líf svaraði ekki spurningu Eyþórs á fundinum.

Segja mörgum spurningum enn ósvarað 

Þann 27. maí síðastliðinn var haldinn fundur í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar. Bókuðu þar fulltrúar minnihlutans að mörgum spurningum væri enn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár