Stundin fjallaði ítarlega um málefni gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í síðasta tölublaði, en verið er að leggja lokahönd á framkvæmdirnar og er áætlað að formleg gangsetning stöðvarinnar verði þann 16. júní næstkomandi. Málefni Sorpu og framkvæmdir á gas- og jarðgerðarstöðinni voru rædd á borgarstjórnarfundi Reykjavíkurborgar þann 2. júní síðastliðinn. Í umræðunum spurðu borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna og varaformann stjórnar Sorpu, spurninga varðandi rekstur gas- og jarðgerðarstöðvarinnar. Meðal þeirra spurninga sem voru spurðar var hvort einhver rekstraráætlun liggi fyrir vegna reksturs stöðvarinnar og hvað ætti að gera við þau áætluðu 15.000 tonn af moltu sem stöðin muni framleiða árlega. Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna, spurði Líf nokkrum sinnum að því á fundinum. Líf svaraði ekki spurningu Eyþórs á fundinum.
Segja mörgum spurningum enn ósvarað
Þann 27. maí síðastliðinn var haldinn fundur í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar. Bókuðu þar fulltrúar minnihlutans að mörgum spurningum væri enn …
Athugasemdir