Breska auglýsingastofan M&C Saatchi segir að 17,7 milljónir ferðalanga séu markhópurinn fyrir herferð sína til að endurreisa ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. „Persónuleg sjálfbærni“ er lykilhugtakið til að höfða til ungra og efnaðra ferðamanna sem gætu litið til Íslands sem ævintýralegs áfangastaðar.
Markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“ var kynnt á opnum fundi Íslandsstofu á fimmtudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði á fundinum að ákvörðun um átakið hefði verið tekin strax eftir að fyrsta jákvæða COVID-19 smitið greindist á Íslandi. Hún sagði mikilvægt að tileinka sér auðmýkt gagnvart verkefninu, þar sem margt væri óljóst um þróun ferðamannaþjónustunnar. „Þótt við vitum miklu meira núna heldur en við vissum fyrir tveimur mánuðum þá vitum við óskaplega lítið,“ sagði hún.
M&C Saatchi í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel varð fyrir valinu til að standa fyrir herferðinni, en mikil óánægja ríkti meðal íslenskra auglýsingastofa með ákvörðun Ríkiskaupa. Allar stærstu auglýsingastofur hér á …
Athugasemdir