Ráðandi hluthafar í fjórtán af tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins eru 60 ára gamlir eða eldri. Um er að ræða fyrirtæki sem ráða beint yfir tæplega 48 prósentum íslenska fiskveiðikvótans. Áætlað markaðsvirði kvóta þessara útgerðarfyrirtækja, miðað við hóflegt upplausnarverð á markaði, 2.300 krónur fyrir hvert kíló, er rúmlega 518 milljarðar króna.
Með tíð og tíma mun afnotarétturinn af þessum kvóta, sem er ígildi eignarréttar þar sem eigendur útgerðanna geta selt kvótann og veðsett hann, erfast til erfingja núverandi eigenda þeirra útgerða sem ráða yfir þessum aflaheimildum.
Kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í eignarhaldi á stórútgerðunum í íslenskum sjávarútvegi þegar eigendurnir, sem flestir eru fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, eru að komast á aldur. Þetta eru eigendurnir sem bjuggu þessar íslensku stórútgerðir til þegar íslenska kvótakerfið var að taka á sig mynd og Íslendingar voru að læra að stunda ábyrga fiskveiðistjórnun.
Í mörgum tilfellum er um að ræða fólk …
Athugasemdir