Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hefur áhyggjur af vaxandi tilhneigingu landsmanna til andúðar á lögreglunni. „Mér finnst það alvarlegt þegar lögreglumenn upplifa að það sé hrækt á þá,“ segir hann í samtali við Stundina. Elliði var gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín á Facebook, þar sem það þótti taktlaust af honum að leggja að jöfnu ofbeldi almennings á lögreglumönnum hér á landi og ofbeldi bandarísku lögreglunnar á jaðarsettum minnihlutahópum. Hann varar við því að lögreglan gæti þurft að vígbúast enn frekar ef neikvætt viðhorf landsmanna batnar ekki. „Þarna er verið að gefa sér eitthvað sem stenst ekki skoðun,“ segir afbrotafræðingur.
Áður hafði hann birt færslu á Facebook með ljósmynd af bróður sínum, Svavari Vignissyni, sem er lögreglumaður í Vestmanneyjum. „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings. Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerum betur,“ skrifaði Elliði.
Athugasemdir