Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfus seg­ir al­menn­ing á Ís­landi beita lög­reglu of­beldi á með­an of­beldi lög­reglu er mót­mælt í Banda­ríkj­un­um. „Gjör­sam­lega ósam­bæri­legt,“ seg­ir Ill­ugi Jök­uls­son rit­höf­und­ur.

Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“
Elliði Vignisson Bæjarstjóri Ölfuss birti mynd af bróður sínum, lögreglumanni, með færslunni. Mynd: b'Picasa'

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og áður Vestmannaeyja, segir almenning á Íslandi beita lögregluna ofbeldi. Setur hann það í samhengi við mótmæli í Bandaríkjunum um þessar mundir vegna ofbeldis lögreglu þarlendis í garð almennings.

Elliði birti færslu á Facebook í gærkvöldi með ljósmynd af bróður sínum, Svavari Vignissyni, sem er lögreglumaður í Vestmannaeyjum. „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings,“ skrifar Elliði. „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur “

Bæjarstjórinn tilgreinir ekki nánar hvað hann á við með ofbeldi íslensks almennings gagnvart lögreglu. Í Bandaríkjunum er áætlað að lögreglan hafi drepið um þúsund manns í fyrra, að því er kemur fram í rannsóknum Mapping Police Violence. Svart fólk var um fjórðungur þeirra sem drepnir voru, þrátt fyrir að vera aðeins 13 prósent af íbúum landsins.

Mótmæli hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga og hefur lögreglan beitt mótmælendur táragasi, skotið á fólk með gúmmíkúlum og keyrt lögreglubíla inn í hópa mótmælenda. Uppþotin hafa átt sér stað í kjölfar þess að George Floyd, þeldökkur maður, lést eftir handtöku lögreglu í Minneapolisborg, eftir að lögreglumaður setti hné sitt og hvíldi þunga sinn á hálsi mannsins. 

Illugi Jökulsson rithöfundur er einn margra sem blanda sér í samræðurnar á Facebook síðu bæjarstjórans. „Elliði, í alvöru talað, þetta er svo gjörsamlega, gjörsamlega, gjörsamlega ósambærilegt að þig setur verulega ofan í mínum augum við þetta,“ skrifar hann. „Það er ekki út af pólitík af neinu tagi, heldur er þetta bara svo sorglega dómgreindarlaust.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár