Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hvetur stjórnvöld til að gagnrýna Bandaríkin

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að stjórn­völd gagn­rýni kyn­þáttam­is­rétti í Banda­ríkj­un­um og að­gerð­ir Don­ald Trump for­seta. Mót­mæli hafa stað­ið yf­ir í land­inu und­an­farna daga og hef­ur lög­regl­an beitt mót­mæl­end­ur of­beldi.

Hvetur stjórnvöld til að gagnrýna Bandaríkin
Logi Einarsson Formaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að ráðamenn gagnrýni framgöngu yfirvalda í Bandaríkjunum. Mynd: Pressphotos

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin og Donald Trump forseta vegna mannréttindabrota og lögregluofbeldis undanfarna daga. Einnig þurfi Íslendingar að uppræta kynþáttafordóma hérlendis. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag.

Mótmæli hafa staðið yfir í borgum Bandaríkjanna undanfarna daga og hefur lögreglan beitt mótmælendur táragasi, skotið á fólk með gúmmíkúlum og keyrt lögreglubíla inn í hópa mótmælenda. Uppþotin hafa átt sér stað í kjölfar þess að George Floyd, þeldökkur maður, lést eftir handtöku lögreglu í Minneapolisborg, eftir að lögreglumaður setti hné sitt og hvíldi þunga sinn á hálsi mannsins. 

Logi hvaddi sér hljóðs um málið undir liðnum störf þingsins. Sagði hann þyngra en tárum taki að fylgjast með ástandinu í Bandaríkjunum. Þar ríki mikil misskipting auðs, auk þess sem heilbrigðiskerið þarlendis sé ómanneskjulegt og velferðarkerfið veikt.

„Vissulega einskorðast kynþáttafordómar ekki við Bandaríkin, heldur þrífast líka hér eins og dæmin sýna“

„Ein birtingarmynd þessa misréttis er endurtekið lögregluofbeldi,“ sagði hann. „Nú síðast morð lögreglu á George Floyd. Vissulega einskorðast kynþáttafordómar ekki við Bandaríkin, heldur þrífast líka hér eins og dæmin sýna. Og við þurfum auðvitað að skera upp herör til þess að eyða þeirri óværu sem rasisminn er úti um allt, líka á Íslandi. En alþjóðasamfélagið verður líka að þora að láta Bandaríkjamenn heyra það þegar við á.“

Logi sagði að Ísland hefði rödd sem ætti að nota þegar mikið liggur við. „Nú ríður einfaldlega á að við höfum bein í nefinu til að tala við Bandaríkjamenn með tveimur hrútshornum. Þess vegna hvet ég stjórnvöld til að gagnrýna þetta rótgróna misrétti sem viðgengist hefur í Bandaríkjunum í 400 ár og ekki síður gagnrýna viðbrögð núverandi forseta sem kyndir undir sundrungu og gerir hlutina enn verri en ella.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár