
Morðið
Ég hef reynt að komast að því hvernig veðrið var en eina vefsíðan sem ég hef fundið með 100 ára gömlum veðurfréttum frá París virðist vera frosin þegar svo langt aftur í tímann er komið. Ég veit því í rauninni ekkert hvernig viðraði þegar hnarreistur hermannlegur maður um fimmtugt með vandlega snyrt og gróskumikið yfirskegg steig um eitt leytið eftir hádegið út á gangstéttina fyrir framan lúxushótelið Continental við Rue de Castiglione þann 13. júní 1920 og var umsvifalaust skotinn tvívegis af tveggja metra færi af aðvífandi manni.
En miðað við veðurfarið í höfuðborg Parísar á þessum mánaðardegi nú undanfarin ár má þó reikna með um það bil 20 stiga hita og það hafi verið léttskýjað.
Segjum því að svo hafi það verið.
Á leið á skeiðvöllinn
Þetta er altént víst að þetta var sunnudagur og þúsundir Parísarbúa á ferli í þessu fína hverfi. Á næsta götuhorni lá …
Athugasemdir