Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Píratar njóta næst mests stuðnings flokka

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist enn stærst­ur flokka. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins dal­ar markvert. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina minnk­ar um sjö pró­sentu­stig frá því í byrj­un mán­að­ar.

Píratar njóta næst mests stuðnings flokka
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú tæplega sjö prósentum minni en í upphafi mánaðarins. Mynd: Davíð Þór

Fylgi Pírata hefur aukist um þrjú prósentustig milli kannana MMR og mælist flokkurinn nú með 14,6 prósenta stuðning, næst mest flokka. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú sem fyrr mests stuðnings en 23,5 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn borið saman við 22,2 prósent í síðustu könnun sem birt var 8. maí síðastliðinn. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 6,4 prósenta fylgi og hefur ekki mælst lægri frá síðustu kosningum. Í síðustu könnun var fylgi flokksins 9,4 prósent og er munurinn martktækur. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan vikmarka.

Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkur landsins, nýtur nú 13,3 prósenta stuðnings en mældis síðast með 12,3 prósenta stuðning. 11,3 prósent aðspurðra segjast nú styðja Viðreisn borið saman við 12,3 prósent í síðustu könnun. 10,8 prósent aðspurðra sögðust nú myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til kosninga en voru síðast 9,7 prósent. Vinstri græn mælast með einu prósentustigi minni stuðning nú en 8. maí, 10,6 prósent nú en 11,6 prósent þá.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands stendur því sem næst í stað og er nú 4,1 prósent en mældist síðast 4,3 prósent. Þá segjast 3,6 prósent styðja Flokk fólksins borið saman við 3,9 prósent síðast. Stuðningur við aðra mældist 1,8 prósent samanlagt.

Svarfjöldi í könnuninn var 944 einstaklingar og þar af gáfur 76,9  prósent upp afstöðu. 6,7 prósent sögðust vera óákveðnir, 7,1 prósent sögðust myndu skila auðu, 2,7 prósent sögðus ekki myndu kjósa og 6,6 prósent gáfu ekki upp afstöðu.

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar töluvert frá fyrri könnun. Hann mældist nú 47,5 prósent og minnkar um tæp sjö prósentustig en síðast mældist stjórnin með stuðnin 54,2 prósenta aðspurðra. 

Framsókn dalar markvertBreytingar á fylgi flokkanna eru allar innan skekkjumarka utan þess að fylgi Framsóknarflokksins dalar markvert.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu