Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Píratar njóta næst mests stuðnings flokka

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist enn stærst­ur flokka. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins dal­ar markvert. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina minnk­ar um sjö pró­sentu­stig frá því í byrj­un mán­að­ar.

Píratar njóta næst mests stuðnings flokka
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú tæplega sjö prósentum minni en í upphafi mánaðarins. Mynd: Davíð Þór

Fylgi Pírata hefur aukist um þrjú prósentustig milli kannana MMR og mælist flokkurinn nú með 14,6 prósenta stuðning, næst mest flokka. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú sem fyrr mests stuðnings en 23,5 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn borið saman við 22,2 prósent í síðustu könnun sem birt var 8. maí síðastliðinn. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 6,4 prósenta fylgi og hefur ekki mælst lægri frá síðustu kosningum. Í síðustu könnun var fylgi flokksins 9,4 prósent og er munurinn martktækur. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan vikmarka.

Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkur landsins, nýtur nú 13,3 prósenta stuðnings en mældis síðast með 12,3 prósenta stuðning. 11,3 prósent aðspurðra segjast nú styðja Viðreisn borið saman við 12,3 prósent í síðustu könnun. 10,8 prósent aðspurðra sögðust nú myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til kosninga en voru síðast 9,7 prósent. Vinstri græn mælast með einu prósentustigi minni stuðning nú en 8. maí, 10,6 prósent nú en 11,6 prósent þá.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands stendur því sem næst í stað og er nú 4,1 prósent en mældist síðast 4,3 prósent. Þá segjast 3,6 prósent styðja Flokk fólksins borið saman við 3,9 prósent síðast. Stuðningur við aðra mældist 1,8 prósent samanlagt.

Svarfjöldi í könnuninn var 944 einstaklingar og þar af gáfur 76,9  prósent upp afstöðu. 6,7 prósent sögðust vera óákveðnir, 7,1 prósent sögðust myndu skila auðu, 2,7 prósent sögðus ekki myndu kjósa og 6,6 prósent gáfu ekki upp afstöðu.

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar töluvert frá fyrri könnun. Hann mældist nú 47,5 prósent og minnkar um tæp sjö prósentustig en síðast mældist stjórnin með stuðnin 54,2 prósenta aðspurðra. 

Framsókn dalar markvertBreytingar á fylgi flokkanna eru allar innan skekkjumarka utan þess að fylgi Framsóknarflokksins dalar markvert.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár