Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hvers á WHO að gjalda?

Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in (WHO) sæt­ir harðri gagn­rýni af hálfu banda­rískra stjórn­valda sem saka stjórn­end­ur henn­ar um að ganga er­inda Kín­verja og sýna slaka frammi­stöðu í bar­átt­unni við Covid. Aðr­ir segja far­ald­ur­inn hafa leitt í ljós alla helstu veik­leika stofn­un­ar­inn­ar og van­mátt henn­ar til að hafa raun­veru­leg áhrif á sótt­varna­stefnu að­ild­ar­ríkj­anna. Þrátt fyr­ir mikla ábyrgð hef­ur WHO eng­in raun­veru­leg völd og er háð fjár­veit­ing­um og duttl­ung­um nokk­urra stórra ríkja.

Hvers á WHO að gjalda?
Donald Trump Segir meðal annars að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi gerst sek um ítrekuð mistök í COVID-heimsfaraldrinum Mynd: Brendan Smialowski / AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization eða WHO) er sjálfstæð eining innan vébanda Sameinuðu þjóðanna og hefur starfað samkvæmt alþjóðlegum sáttmála frá 1948. Tedros Adhanom, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Eþíópíu, hefur verið framkvæmdastjóri frá 2017 og er hann fyrsti Afríkubúinn til að gegna embættinu. 

Mótframbjóðandi hans var breskur læknir sem naut stuðnings Breta, Bandaríkjamanna og margra vestrænna ríkja en Afríkusambandið og Asíuríkin studdu Tedros sem náði meirihluta í kjörinu eftir harða kosningabaráttu.

Tortryggður frá upphafi

Vestrænu ríkin hafa ráðið mestu um starfsemi WHO frá stofnun og þótti kjör Tedros marka nokkur þáttaskil hvað það varðar. Þarna varð breskur frambjóðandi undir, ekki síst fyrir tilstilli Kínverja, sem nú eru farnir að beita sér með sama hætti og Bandaríkjamenn hafa lengi gert innan stofnunarinnar. Ljóst var að mörg Asíuríki myndu kjósa með Kínverjum og tryggði það sigurinn að lokum. Nýi framkvæmdastjórinn var fyrir vikið tortryggður af Bretum og Bandaríkjamönnum strax frá upphafi. 

Anthony Costello, framkvæmdastjóri University …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár