Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization eða WHO) er sjálfstæð eining innan vébanda Sameinuðu þjóðanna og hefur starfað samkvæmt alþjóðlegum sáttmála frá 1948. Tedros Adhanom, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Eþíópíu, hefur verið framkvæmdastjóri frá 2017 og er hann fyrsti Afríkubúinn til að gegna embættinu.
Mótframbjóðandi hans var breskur læknir sem naut stuðnings Breta, Bandaríkjamanna og margra vestrænna ríkja en Afríkusambandið og Asíuríkin studdu Tedros sem náði meirihluta í kjörinu eftir harða kosningabaráttu.
Tortryggður frá upphafi
Vestrænu ríkin hafa ráðið mestu um starfsemi WHO frá stofnun og þótti kjör Tedros marka nokkur þáttaskil hvað það varðar. Þarna varð breskur frambjóðandi undir, ekki síst fyrir tilstilli Kínverja, sem nú eru farnir að beita sér með sama hætti og Bandaríkjamenn hafa lengi gert innan stofnunarinnar. Ljóst var að mörg Asíuríki myndu kjósa með Kínverjum og tryggði það sigurinn að lokum. Nýi framkvæmdastjórinn var fyrir vikið tortryggður af Bretum og Bandaríkjamönnum strax frá upphafi.
Anthony Costello, framkvæmdastjóri University …
Athugasemdir