Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bretarnir hafa krárnar, við höfum sundlaugarnar

Guð­mund­ur Þór Norð­dahl, dýra­vin­ur og stofn­andi Katta­skrár­inn­ar, sakn­aði sund­laug­anna heitt í sam­komu­bann­inu.

Bretarnir hafa krárnar, við höfum sundlaugarnar

Í Bretlandi hafa þeir krárnar sínar en við höfum sundlaugarnar. Það jafnast ekkert á við laugamenninguna hérna heima. Sundlaugarnar eru stórkostlegar enda hef ég stundað þær árum saman. Að fara í heitan pott, sánu og gufubað er svo rosalega gott líkamlega og andlega að það hálfa væri nóg. Ég er ekki hissa á að það hafi legið við uppþotum þegar sundlaugunum var lokað.

Ég er einn af þeim sem beið óþreyjufullur eftir að sundlaugarnar opnuðu aftur eftir samkomubann. Ég fór í sund strax á fyrsta degi. Þar voru allir skælbrosandi. Skælbrosandi í pottunum, skælbrosandi í sjóðandi eldheitu sánunni. Það var mikil stemning og mikið spjallað um hvað þetta væri nú dásamlegt. „Nú kann fólk kannski bara enn þá betur að meta laugarnar.“ Það var það sem fór í gegnum hugann á mér þegar ég sá þessi brosandi andlit. 

Hvaða laug er best? Það fer eftir smekk hvers og eins en laugarnar á höfuðborgarsvæðinu eru allar fínar. Svo má ekki gleyma laugunum um allt land, bæði þessum nýju og öllum leynilaugunum. Ég þekki þær eina og eina en má víst ekki segja frá þeim. Heita vatnið er okkar mesta auðlind, það er engin spurning um það. Það er svo miklu verðmætara og stórkostlegra en flestir gera sér grein fyrir. Það ætti auðvitað að vera í ævarandi þjóðareign – en það er önnur saga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár