Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Högnuðust um 3 milljarða og kaupa eigin bréf

Hag­ar greiða ekki arð vegna Covid-19 en heim­ila eig­in kaup á allt að 10 pró­sent af hlut­fé fé­lag­ins næstu miss­eri. Fé­lag­ið hef­ur keypt eig­in bréf fyr­ir hundruð millj­óna á með­an neyð­arstig al­manna­varna hef­ur ver­ið í gildi. Starfs­lok tveggja stjórn­enda kosta 314,5 millj­ón­ir króna.

Högnuðust um 3 milljarða og kaupa eigin bréf
Finnur Árnason Fráfarandi forstjóri hefur verið með í kringum 7 milljónir í heildarlaun á mánuði.

Hagar munu ekki greiða hluthöfum sínum arð vegna síðasta rekstarárs í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, en munu kaupa eigin bréf næstu misseri fyrir allt að 10 prósent af heildarhlutafé félagsins. Slík endurkaup koma oft í stað arðgreiðslna sem aðferð til að skila hagnaði til hluthafa fyrirtækjanna. Hagar er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa keypt eigin bréf frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir, eða fyrir tæpar 300 milljónir króna á tímabilinu 6. mars til 6. maí. Á sama tíma nýtti félagið hlutabótaleið stjórnvalda, en nú hefur verið ákveðið að endurgreiða þann stuðning.

Hagar lögðu fram ársreikning sinn í gær ásamt fleiri gögnum í aðdraganda aðalfundar félagsins sem fer fram 9. júní næstkomandi. Uppgjörsár Haga er með öðrum hætti en margra félaga, en því lýkur í febrúar í stað desember. Hagnaður félagsins á rekstarárinu nam 3 milljörðum króna og hækkaði úr 2,3 milljörðum á síðasta rekstarári. Síðan þá hefur félagið keypt tvö önnur félög og samanburður milli ára því erfiður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu félagsins á að greiða minnst helming hagnaðar hvers árs í arð, sem hefði nú numið 1,5 milljörðum króna  ef arðgreiðsla hefði verið samþykkt.

Hagar reka meðal annars Bónus, Hagkaup, Olís, Útilíf, Zöru og fjölda vöru- og dreifingarfyrirtækja, svo fátt eitt sé nefnt. Félagið eignaðist í fyrra allt hlutafé í fasteignafélaginu DGV ehf. og Olíuverzlun Íslands hf., sem rekur bensínstöðvar Olís. Stærstu hluthafar Haga eru lífeyrissjóðirnir, en útgerðarfélagið Samherji eignaðist 9,26 prósenta hlut í félaginu á árinu.

Eins og áður segir höfðu Hagar keypt eigin bréf fyrir tæpar 300 milljónir króna frá 6. mars til 6. maí. Endurkaupaáætlun félagsins var hrint í framkvæmd 28. febrúar, sex dögum áður en neyðarstigi var lýst yfir. Hefur félagið keypt eigin bréf fyrir megnið af þeirri upphæð sem áætlunin segir til um, sem er alls hálfur milljarðar króna.

Í ársreikningnum kemur fram að laun Finns Árnasonar, fráfarandi forstjóra, hafi lítið breyst frá síðasta rekstarári. Námu þau um 6,9 milljónum króna á mánuði með hlunnindum og mótframlagi í lífeyrissjóð. Nemur það um 21-földum lágmarkslaunum samkvæmt lífskjarasamningnum.

Tilkynnt var um það nýlega að Finnur mundi láta af störfum og nýr forstjóri yrði Finnur Oddsson, sem undanfarin ár hefur stýrt Origo. Einnig lætur af störfum Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. „Fjárhagsleg áhrif starfslokanna munu koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 millj. kr.“ segir í ársreikningnum.

„Ekki er gert ráð fyrir að nýta þurfi önnur úrræði sem í boði eru“

Fjallað er sérstaklega um áhrif Covid-19 faraldursins í ársreikningnum, en þau höfðu ekki komið fram á síðasta rekstarári. Búist er við miklum áhrifum á fyrsta ársfjórðung hins nýja, frá mars til maí, sem nú er að ljúka. „Þá var úrræði ríkisstjórnarinnar hvað varðar hlutabótaleið nýtt að mjög litlu leyti en tekin var ákvörðun þann 8. maí að endurgreiða allan þann kostnað aftur til Vinnumálastofnunar, eða 36 millj. kr.“ segir í ársreikningnum. „Ekki er gert ráð fyrir að nýta þurfi önnur úrræði sem í boði eru.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár