Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Högnuðust um 3 milljarða og kaupa eigin bréf

Hag­ar greiða ekki arð vegna Covid-19 en heim­ila eig­in kaup á allt að 10 pró­sent af hlut­fé fé­lag­ins næstu miss­eri. Fé­lag­ið hef­ur keypt eig­in bréf fyr­ir hundruð millj­óna á með­an neyð­arstig al­manna­varna hef­ur ver­ið í gildi. Starfs­lok tveggja stjórn­enda kosta 314,5 millj­ón­ir króna.

Högnuðust um 3 milljarða og kaupa eigin bréf
Finnur Árnason Fráfarandi forstjóri hefur verið með í kringum 7 milljónir í heildarlaun á mánuði.

Hagar munu ekki greiða hluthöfum sínum arð vegna síðasta rekstarárs í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, en munu kaupa eigin bréf næstu misseri fyrir allt að 10 prósent af heildarhlutafé félagsins. Slík endurkaup koma oft í stað arðgreiðslna sem aðferð til að skila hagnaði til hluthafa fyrirtækjanna. Hagar er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa keypt eigin bréf frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir, eða fyrir tæpar 300 milljónir króna á tímabilinu 6. mars til 6. maí. Á sama tíma nýtti félagið hlutabótaleið stjórnvalda, en nú hefur verið ákveðið að endurgreiða þann stuðning.

Hagar lögðu fram ársreikning sinn í gær ásamt fleiri gögnum í aðdraganda aðalfundar félagsins sem fer fram 9. júní næstkomandi. Uppgjörsár Haga er með öðrum hætti en margra félaga, en því lýkur í febrúar í stað desember. Hagnaður félagsins á rekstarárinu nam 3 milljörðum króna og hækkaði úr 2,3 milljörðum á síðasta rekstarári. Síðan þá hefur félagið keypt tvö önnur félög og samanburður milli ára því erfiður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu félagsins á að greiða minnst helming hagnaðar hvers árs í arð, sem hefði nú numið 1,5 milljörðum króna  ef arðgreiðsla hefði verið samþykkt.

Hagar reka meðal annars Bónus, Hagkaup, Olís, Útilíf, Zöru og fjölda vöru- og dreifingarfyrirtækja, svo fátt eitt sé nefnt. Félagið eignaðist í fyrra allt hlutafé í fasteignafélaginu DGV ehf. og Olíuverzlun Íslands hf., sem rekur bensínstöðvar Olís. Stærstu hluthafar Haga eru lífeyrissjóðirnir, en útgerðarfélagið Samherji eignaðist 9,26 prósenta hlut í félaginu á árinu.

Eins og áður segir höfðu Hagar keypt eigin bréf fyrir tæpar 300 milljónir króna frá 6. mars til 6. maí. Endurkaupaáætlun félagsins var hrint í framkvæmd 28. febrúar, sex dögum áður en neyðarstigi var lýst yfir. Hefur félagið keypt eigin bréf fyrir megnið af þeirri upphæð sem áætlunin segir til um, sem er alls hálfur milljarðar króna.

Í ársreikningnum kemur fram að laun Finns Árnasonar, fráfarandi forstjóra, hafi lítið breyst frá síðasta rekstarári. Námu þau um 6,9 milljónum króna á mánuði með hlunnindum og mótframlagi í lífeyrissjóð. Nemur það um 21-földum lágmarkslaunum samkvæmt lífskjarasamningnum.

Tilkynnt var um það nýlega að Finnur mundi láta af störfum og nýr forstjóri yrði Finnur Oddsson, sem undanfarin ár hefur stýrt Origo. Einnig lætur af störfum Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. „Fjárhagsleg áhrif starfslokanna munu koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 millj. kr.“ segir í ársreikningnum.

„Ekki er gert ráð fyrir að nýta þurfi önnur úrræði sem í boði eru“

Fjallað er sérstaklega um áhrif Covid-19 faraldursins í ársreikningnum, en þau höfðu ekki komið fram á síðasta rekstarári. Búist er við miklum áhrifum á fyrsta ársfjórðung hins nýja, frá mars til maí, sem nú er að ljúka. „Þá var úrræði ríkisstjórnarinnar hvað varðar hlutabótaleið nýtt að mjög litlu leyti en tekin var ákvörðun þann 8. maí að endurgreiða allan þann kostnað aftur til Vinnumálastofnunar, eða 36 millj. kr.“ segir í ársreikningnum. „Ekki er gert ráð fyrir að nýta þurfi önnur úrræði sem í boði eru.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár