Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Forstjóri Ríkiskaupa: Rannsókn vegna brota hefði ekki haft áhrif á valið

For­stjóri Rík­is­kaupa seg­ir að það hefði ekki haft áhrif á nið­ur­stöðu út­boðs á kynn­ing­ar­her­ferð fyr­ir Ís­land ef það lægi fyr­ir að aug­lýs­inga­stof­an M&C Sa­atchi sæti rann­sókn vegna bók­halds­brota. Liggja þurfi fyr­ir dóm­ur eða stað­fest­ing frá op­in­ber­um að­il­um um að brot hafi átt sér stað. Ís­lenska aug­lýs­inga­stof­an Peel, sam­starfs­að­ili M&C Sa­atchi hér á landi, full­yrð­ir að að meiri­hluti fram­leiðsl­unn­ar vegna verk­efn­is­ins muni fara fram hér á landi.

Forstjóri Ríkiskaupa: Rannsókn vegna brota hefði ekki haft áhrif á valið
Úr herferðinni Inspired by Iceland Stofnendur auglýsingastofunnar Peel, sem er samstarfsaðili alþjóðlegu auglýsingastofunnar M&C Saatchi, komu á sínum tíma að gerð herferðarinnar Inspired by Iceland. Á þeim tíma voru þeir starfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar.

Mikil óánægja ríkir meðal íslenskra auglýsingastofa með þá ákvörðun Ríkiskaupa að fela alþjóðlegu auglýsingastofunni M&C Saatchi gerð kynningarherferðarinnar „Ísland saman í sókn“ eða Destination Iceland, sem ætlað er að laða erlenda ferðamenn aftur til Íslands. Allar stærstu auglýsingastofur hér á landi tóku þátt í útboðinu en í það heila bárust 15 tillögur, 8 erlendar og 7 innlendar. M&C Saatchi í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel varð fyrir valinu. 

Greint var frá því í frétt á vef mbl.is í dag að M&C Saatchi sæti rannsókn breska fjármálaeftirlitsins vegna bókhaldsmisferlis. Í svari Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra Ríkiskaupa, við þeirri spurningu Stundarinnar hvort Ríkiskaup hafi verið meðvituð um þá rannsókn og hvort hún hafi verið tekin inn í myndina þegar ákvörðun var tekin um að skipta við stofuna, sagði hann frétt eða rannsókn á þessu stigi ekki hafa áhrif á val bjóðanda. Liggja þurfi fyrir dómur eða staðfesting frá opinberum aðilum um að einhver brot hafi átt sér stað. Í svari hans segir jafnramt að tilboðin séu valin út frá fyrirframgefnum valforsendum og hæfiskröfum sem fram koma í útboðsgögnum í samræmi við íslensk lög. „Ríkiskaupum ber skylda til að staðfesta að útilokunarástæður 68. gr. laga um opinber innkaup eigi ekki við um fyrirtæki áður en endanlegur samningur er gerður. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að um slíkt sé að ræða. Í 68. gr. segir m.a. að „bjóðandi sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi“ fyrir tiltekin afbrot skal útilokaður frá þátttöku í innkaupaferli. Lögin heimila ekki að ákvarðanir um val á bjóðendum byggi á fréttaflutningi heldur á staðreyndum og ef svo ber undir endanlegum dómum um afbrot. Fyrirtækið stóðst allar hæfiskröfur útboðsgagna en eins og fyrr er nefnt þá verður að leita endanlegra staðfestinga um hæfi bjóðandans áður en gengið er frá endanlegum samningi.“

„Fyrirtækið stóðst allar hæfiskröfur útboðsgagna“

Þá bendir hann á að lög um opinber innkaup byggi á þeirri forsendu að Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og skylt sé að auglýsa útboð þar ef fjárhæðir fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. 

Auglýsingastofan M&C Saatchi sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi, þar sem brugðist var við umræðunni hér á landi um rannsóknina. Þar segir að aldrei hafi verið ætlunin að leyna neinu hvað hana varðar. „Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

Munaði litlu á fyrstu og öðru sæti

M&C Saatchi hlaut 87,17 stig af hundrað mögulegum en auglýsingastofan Pipar/TBWA, sem hafnaði í öðru sæti, hlaut 86,35 og munaði því innan við einu stigi á tillögunum. Guðmudur Hrafn Pálsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, sem jafnframt er formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, er meðal þeirra sem lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Í viðtali við mbl.is sagði hann bæði skrýtið og svekkjandi að á tímum þegar stjórnvöld séu með verkefni um að velja eigi íslenskt skuli jafnstórt verkefni og raun ber vitni fara úr landi. Verkefni hér á landi skapi bæði tekjur og vinnu fyrir Íslendinga. 

Segir stóran hluta framleiðslunnar fara fram hér

Forsvarsmenn auglýsingastofunnar Peel, sem eru fyrrverandi starfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar og unnu þar meðal annars að verkefninu Inspired by Iceland, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem brugðist er við umræðu um niðurstöðu útboðsins. Þar segja þeir að meirihluti framleiðslunnar vegna herferðarinnar verði hér á landi. Peel hyggist ráða önnur innlend framleiðslufyrirtæki og fleira vant auglýsingafólk til að vinna með sér að átakinu. „Við ætlum að auglýsa Ísland sem áfangastað í öðrum löndum. Stór hluti af framleiðslunni mun fara fram hér því þekkingin á landinu sem við erum að markaðssetja skiptir máli. Við ætlum að ráða til okkar fjölda íslenskra undirverktaka á ýmsum sviðum framleiðslunnar og því munu margir fleiri njóta góðs af verkefninu,“ er haft eftir Magnúsi Magnússyni, stofnanda og framkvæmdatjóra Peel í tilkynningunni. Segir hann að til standi að markaðssetja Ísland í útlöndum. Til þess að ná góðum árangri þurfi að vinna með fólki sem þekkir vel til á þeim mörkuðum og starfa þar alla daga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár