Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

ESB leggur til metnaðarfyllri loftslagsmarkmið en Ísland

Los­un Ís­lands á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um hef­ur auk­ist und­an­far­in ár, þrátt fyr­ir markmið um sam­drátt. Evr­ópu­þing­ið vill ganga mun lengra en ís­lensk stjórn­völd í sam­drætti næstu 10 ár­in.

ESB leggur til metnaðarfyllri loftslagsmarkmið en Ísland
Loftslagsmótmæli Evrópuþingið hefur lagt til mun róttækari markmið í loftslagsmálum en ríkisstjórn Íslands. Mynd: Davíð Þór

Ný drög að loftslagsstefnu Evrópusambandsins kveða á um 65 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, miðað við árið 1990, fyrir árið 2030. Markmiðið er töluvert hærra en það sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setti sér í stjórnarsáttmála, en þar er stefnt á 40 prósenta samdrátt.

Reuters fjallar um stefnuna sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram í mars, en Evrópuþingið hefur nú lagt til að stefnan verði enn metnaðarfyllri. Stefnir þingið á 65 prósenta samdrátt í losun, langt umfram þann 50 til 55 prósenta samdrátt sem framkvæmdastjórnin lagði til. Í drögunum er einnig lagt til bindandi ákvæði um að hvert einasta af 27 ríkjum ESB þurfi að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.

Ríkisstjórn Íslands hefur þegar sett sér markmið um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Markiðið um samdrátt í losun miðað við árið 1990 gengur hins vegar ekki jafn langt og Evrópuþingið stefnir að, en miðað er við 40 prósenta samdrátt í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Þrátt fyrir markmiðið hefur losun gróðurhúsalofttegunda aukist undanfarin ár samkvæmt skýrslum Umhverfisstofnunar til alþjóðastofnana. 2018 er síðasta árið þar sem upplýsingar liggja fyrir og hafði þá losun aukist frá fyrra ári.

Sameinuðu þjóðirnar segja að losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu þurfi að dragast saman um 7,6 prósent á hverju ári til 2030 til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður á Celsius. Undir þeim mörkum væri hægt að komast hjá verstu afleiðingum hlýnunarinnar.

„Vísindamenn tala um mörk plánetunnar,“ segir sænski þingmaðurinn Jytte Guteland, sem fer fyrir viðræðunum. „Ef við drögum ekki hraðar úr losun fyrstu 10 árin gætum við farið yfir þau mörk. Það er pólitísk ákvörðun hvort við gerum það eða ekki.“

Óvíst er þó hvort stefna Evrópuþingsins verði samþykkt þar sem framkvæmdastjórnin stefndi að vægari markmiðum og einstök aðildaríki hafa viljað fara hægar í sakirnar. Tékknesk stjórnvöld hafa kallað eftir því að markmiðin verði sett til hliðar á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir og pólsk stjórnvöld leggjast gegn því markmiði að ESB í heild sinni nái kolefnishlutleysi árið 2050, sem þó er vægara en markmið þingsins um að hvert einasta ríki innan þess verði skuldbundið til að ná því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár