Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skeljungur setti starfsfólk á hlutabætur tæpri viku eftir að hafa greitt 600 milljóna arð

Árni Pét­ur Jóns­son, for­stjóri Skelj­ungs, seg­ir að ís­lenska rík­ið hafi greitt 6 til 7 millj­ón­ir af launa­kostn­aði fé­lags­ins í apríl í gegn­um hluta­bóta­leið­ina. Hlut­haf­ar fé­lags­ins fengu 600 millj­ón­ir króna í arð frá fé­lag­inu sex dög­um áð­ur en starfs­menn Skelj­ungs fóru á hluta­bóta­leið­ina. For­stjór­inn seg­ir að í júní verði eng­inn starfs­mað­ur fé­lags­ins á hluta­bót­um.

Skeljungur setti starfsfólk á hlutabætur tæpri viku eftir að hafa greitt 600 milljóna arð
Sex dögum síðar Skeljungur greiddi út 600 milljóna arð þann 2. apríl og setti svo starfsmenn á hlutabótaleiðna þann 8. apríl. Árni Pétur Jónsson er forstjóri Skeljungs sem meðal annars á bensínstöðvar Orkunnar.

Olíufélagið Skeljungur byrjaði að nýta hlutabótaleiðina svokölluðu sex dögum eftir að hafa greitt út 600 milljóna króna arð til hluthafa félagsins í byrjun apríl. Þetta kemur fram í svörum frá forstjóra Skeljungs, Árni Pétri Jónssyni.

Hann undirstrikar að ákvörðunin að greiða út arðinn hafi verið tekin í febrúar, áður en COVID-faraldurinn skall á, og að úrræðið hafi ekki verið nýtt fyrir mjög marga starfsmenn. Þannig hafi launagreiðslurnar frá íslenska ríkinu til starfsmannanna numið 6 til 7 milljónum króna í apríl.

„Okkur reiknast til að „hlutabótagreiðslur“ sem starfsmenn Skeljungs fengu vegna aprílmánaðar hafi numið um 6 til 7 milljónir króna,“ segir Árni Pétur. 

Þessi upphæð nemur um 1 prósenti af arðgreiðslunni sem hluthafar félagsins fengu greidda í apríl.

Árni Pétur segir ennfremur að allir hluthafar Skeljungs hafi verið hlynntir arðgreiðslunni: „Tillögu um arðgreiðslu þarf að leggja fram þremur vikum fyrir aðalfund og var hún því lögð fram í febrúar, það er áður en áhrifa Covid-19 gætti.  Tillagan hljóðaði upp á 600 milljóna króna arðgreiðslu sem greiða skyldi út 2. apríl. Á aðalfundi Skeljungs þann 5. mars var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þann 2. apríl uppfylltum við samþykkt aðalfundar með því að greiða arðinn,“ segir í skriflegu svari hans. 

Stundin greindi frá arðgreiðslunni út úr Skeljungi í gær og byggði á árshlutauppgjöri olíufélagsins sem félagið birti opinberlega. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og þarf þar af leiðandi að birta ítarlegar upplýsingar um rekstur sinn á hverjum ársfjórðungi. Stundin hafði spurt Árna Pétur um arðgreiðsluna og ætlaða notkun á hlutabótaleiðinni á mánudaginn var. Forstjórinn vildi bíða með svör sín þar til eftir Skeljungur kynnti árshlutauppgjör sitt. 

Hlutabótaleiðin var lögfest til að gagnast fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli vegna COVID-19. Ekki er horft á þætti eins og eiginfjárstöðu þegar metið er hvort ríkið eigi að greiða hluta launa starfsmanna sem fá hlutabætur. Horft er á samdrátt í tekjum. Þannig hefur til að mynda verið gagnrýnt að Bláa lónið hafi nýtt sér úrræðið eitt fyrst íslenskra fyrirtækja þrátt fyrir að vera fjársterkt. 

Árni Pétur: Gert samkvæmt tilmælum stjórnvalda

Árni Pétur segir að laun helstu stjórnenda félagsins hafi sömuleiðis verið lækkuð um 25 til 30 prósent í byrjun apríl áður en arðurinn var greiddur út og áður en Skeljungur hóf að nýta hlutabótaleiðina. 

Forstjórinn segir að Skeljungur hafi valið að fara hlutabótaleiðina samkvæmt tilmælum stjórnvalda og til að reyna að verja störf hjá félaginu „8. apríl var vinnuframlag rúmlega helmings starfsmanna Skeljungs skert.   Þannig var farið að tilmælum stjórnvalda um að reyna eftir fremsta megni að halda ráðningasambandi við starfsmenn okkar í stað þess að fara í uppsagnir.  Með það að leiðarljósi þá forðuðumst við uppsagnir eins og við gátum og skertum frekar vinnuframlag starfsmanna.“

„Ekki er gert ráð fyrir því að fólk verði í skertri vinnu í júní“

Hann segir að það sé í stöðugri endurskoðun hvernig Skeljungur hagar vinnuframlagi starfsmanna á þessum óvissutímum vegna COVID-19 og að félagið muni draga úr skertu starfshlutfalli þeirra sem fóru á hlutabætur nú í maí.  „Þetta er í stöðugri endurskoðun hjá okkur og gerum við ráð fyrir að draga úr skerðingunni núna í maí og ekki er gert ráð fyrir því að fólk verði í skertri vinnu í júní,“ segir forstjórinn.

30 milljóna arðgreiðsla365, félag Ingibjargar Pálmadóttur, fékk tæplega 30 milljóna króna arð frá Skeljungi í byrjun apríl. Eiginmaður Ingibjargar, fjárfestirinn Jón Ásgeir Jóhannesson, er stjórnarformaður Skeljungs.

Engar uppsagnir

Árni Pétur segir að Skeljungur hafi ekki þurft að fara í neinar uppsagnir út COVID-faraldrinum: „Nei, hingað til hefur ekki verið farið í uppsagnir hjá Skeljungi vegna Covid-19.“

Enn fremur segir hann að Skeljungur hafi gripið til hagræðingaraðgerða upp á 200 milljónir króna fyrir tímabilið apríl til desember: Notkunn á hlutabótaleiðinni er því hluti af þeim aðgerðum. Hann segir stöðuna óljósa, eins og gefur að skilja, en að Skeljungur muni gera hvað félagið getur til að verjast högginu af COVID-19: „Félagið hefur gripið til margvíslegra hagræðingaaðgerða sem að stærstum hluta snúast um almennt kostnaðaraðhald.  Við höfum kynnt að áhrif aðhaldsaðgerða okkar muni lækka kostnað upp á rúmar 200 milljónir króna fyrir tímabilið apríl til desember  2020. Ljóst er að ákveðnir tekjupóstar, s.s. millilandaflug, þjónusta við skemmtiferðaskip, umferð bílaleigubíla og rútur, munu taka á sig mikið högg. Þá hefur þróun gjaldmiðla og mikil lækkun á heimsmarkaðsverði eldsneytis reynst félaginu erfið. Mikil óvissa ríkir um það hvernig næstu mánuðir munu þróast en við fylgjumst grant með gangi máli eins og önnur fyrirtæki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár